22 December, 2006

Kominn til Íslands

Stundum er maður ekki hæfur til að skrifa, ég er reyndar með helling til að skrifa um, kínverja, kellingar, áfengisdrykkju, flugferðir, nýja frakkann minn, pólitískar vangaveltur og margt margt fleira.

En mér er bara svo illt, að ég get ekki einbeitt mér að öðru. Við erum bara að tala um sársauka, ja kannski ekki sársauka, en á 10-skalanum þar sem 0 væri enginn sársauki og 10 væri óbærilegt, þá skorar þetta alveg 3, jafnvel 4. Þetta hlýtur titilinn óþægindi í baki, en hefur nú staðið stanslaust í 3 vikur svo að þetta fer að hækka á skalanum. Ég gerði þau mistök, þegar ég kom heim að fara í lyfjaskápinn hennar mömmu og úða í mig hinum og þessum dóprestum. Þá fyrst fór þetta að vera pirrandi. Nú get ég ekki hugsað um annað en verkjalyf, ég fór í nudd (kínverjar) og keyrði þangað í jeppanum hennar mömmu (íklæddur nýja frakkanum mínum) og ennþá þunnur eftir kveðjupartíið (áfengisdrykkja). Þeir stóðu ofan á mér í klukkutíma og losuðu mig við hausverkinn þannig að það var ekki alslæmt. En nú er ég samt alveg að komast á ælustigið aftur. Þarf að standa upp og hreyfa mig svo að þetta víki aðeins.
Annars frábært að vera kominn heim.

Ef einhver þarf á mér að halda þá bý ég á heiðvanginum og hef símann 8926817

18 December, 2006

alveg tómur

fátt að gerast
lítið að frétta

frekar litlaus í kuldanum hérna
er að spá í að fara út að hlaupa.

Sjáumst á miðvikudagskvöldið.

26 November, 2006

Útrás íslensks Lakkríss

Ég fékk alveg dásamlega sendingu um daginn. Púlsmælinn minn og svo haug af kolsvörtum lakkrísbitum. Og meðan ég útdeildi gersemunum meðal nábúa þuldi ég upp mislukkaða tilraun til útflutnings á íslenskum lakkrís.
Sagan þótti bæði áhugaverð og fróðleg, en einni merkileg fyrir þær sakir að lakkrísinn smakkaðist betur en fólkið átti að venjast. Mér datt því í hug hvort að markaðssetningin hefði ekki bara verið eitthvað mis.

En óhmígod, það breytir engu hvernig maður markaðsetur vöruna ef hún veldur truflunum á þarmastarfsemi í fleiri daga. Það eru aldrei nein vandamál að fá litla latínóstrákinn til að hoppa í sjóinn, enda alinn á hafragraut og rúgbrauði með kæfu.
"Enrique, það er kominn röðin að þér, hoppaðu."
Enrique svarar ekki, þess í stað urrar eitthvert svart óféti:
"Ég Bóbó, Ég hoppa ekki"
Ég býð Bóbó velkominn, og reyni að sannfæra hann um að lauginn sé bæði hlý og notaleg.
garg:"Nei, ég fer ekki fet".
"jú láttu ekki svona, það er vatnsrennibraut"
"Ég fer ekki í fangelsi"
"þú ferð ekkert í fangelsi, þú færð fría ferð niður á strönd, sól og dömur"
Og þetta dugði á Bóbó, en hann hoppaði ekki, heldur greip í allt sem fyrir varð og lét sig síga hægt og rólega niður.
...og Bóbó var ekki einn, hann átti vini.

Og þetta er ástæðan fyrir því að maður getur ekki gúffað í sig lakkrís án tára.

Takk fyrir lakkrísinn hann var góður.

23 November, 2006

nadi øllu

fekk 8 i biokemi

13 November, 2006

Ísland best í heimi.

Í morgun vaknaði ég ægilega glaður, nánast hamingjusamur, svo fannst mér eitthvað vanta og varð næstum því glaður.
Ég held að ég sé ástfanginn.
Nú þarf ég bara að sannfæra einhverja konu um að ég sé sá eini sanni.
Eða það hlýtur að vera.
Ég er með fiðrildi í maganum og sveppi og gulrætur.

Reyndar er ég líka búinn að drekka 8 kaffibolla og kominn með skjálfta. Ég fór nefnilega í kaffibindindi í tvær vikur, eða 1 viku og 2 daga eða kannski bara 4 daga einn kaffibolla og svo aðra 4 daga og mér leið rosalega vel. Svo þurfti ég að fara að mæta í fyrirlestra klukkan 8 á morgnana og klukkan 10 og klukkan eitt um daginn og það var frábært. Afslappaður, rólegur, mótækilegur, zzzzzsofandi.
Þannig að ég er byrjaður að drekka kaffi aftur, og þetta er eins og að komast í dóp eða eitthvað, kaffifíknin er svo sterk að í dag, hef ég mest setið heima og skrifað verkefni og ég hef ekki náð að klára úr bollanum áður en ég er farinn að hella upp á aðra könnu.
gnnííííííííííííííííssst

Það er svosum fátt að gerast, báðum fjallahjólunum mínum var stolið. helvítis ali babar.
Þeir brutust inn í hjólakjallarann og stálu öllum sæmilegum fjallahjólum.

og svo var ég fullur um þarsíðustu helgi
http://www.picturetrail.com/gallery.fcgi?p=999&gid=13569030
brjálað stuð.
ég var reyndar líka fullur um helgina og þar síðustu helgi.
nei það er ekki satt ekki þar síðustu helgi, þá var ég svo þreyttur að ég fór heim áður en ég varð fullur. Ég reyndi samt.
Svona er þetta þegar maður hefur ekkert betra að gera.

jæja, best að halda áfram, nanódældun hér kem ég.
merkilegt alveg sama hvaða asnalegu engilsaxnesku orð maður lærir þá er ekkert mál að snúa þeim yfir á íslensku.
af því að ....
Ísland er best í heimi.

ps. ég kem heim með Örra feita, fimmtudagsnóttina 21.des klukkan 00:20.
ég flýg héðan 20.des klukkan 20:00

06 November, 2006

Fréttir

Það gengur hægt með húsamál, ég er kominn á milljón ára biðlista yfir íbúðir og svo erum við Karina á biðlista yfir fleiri hús á Randersveginum, svo er bara að sjá hvað setur.

Annars er ég að fara í tilraunir með húðun. Ekki að búa til nýja húð á einhvern heldur að húða verkfæri og svoleiðis. Til dæmis er svona húðunardæmi notað í últraslitsterk verkfæri, TiN húðunin (títaníum nítril) slagar til dæmis hátt upp í demant í styrk, bara ódýrari.

Við erum að fara að húða með SiO2, ætli það heiti ekki bara Silicate man það ekki alveg.

Og þannig er það.

05 November, 2006

Langar einhvern í dvergfíl

Ég var að lesa í lífefnafræðibókinni, að við tilraunir með gena ígræðslu hefði verið framleidd nýtt afbrigði af mús. Tekin voru vaxtargen úr rottu og sett inn í genamengi músar og svo var egg frjóvgað með nýju genunum.
Og úr varð risamús, gerist ekki betra.
Nú þarf ég bara að fanga eitt fílskvikindi, og svo frjóvga einhvern kött, þá fengi maður passlega stærð.

koddu kisi, ég er með nýjan bólfélaga handa þér. Kisi, heilsaðu upp á Bóbó.

25 October, 2006

Þetta var líka hreysi.

Jæja þá erum við búin að skila Randersvej 48, því meiri tíma sem ég fékk til að hugsa um pleisið því minna langaði mig að flytja inn. En við bíðum eftir Randersvej 38 sem lítur þó nokkuð betur út og er aðeins minna. En það vantar samt bílskúr. Og svo ætla ég að reyna að fá að skoða randersvej 92 og Egåvej 7 sem eru lítil og sæt hús, sem bæði líta betur út en höllin.

Svo er bara að bíða og sjá.

22 October, 2006

dú duru rumm

jæja þá er það próf í termodynamik og kinetik, eða eðlisefnafræði varma og hreyfinga.

Nákvæmlega, það er ekki einu sinni hægt að segja nafnið eðlilega hvað þá skilja fagið. Ég er búinn að sitja sveittur síðan við byrjuðum önnina, og alla síðustu viku frá morgni og fram eftir degi við að læra þetta helvíti. Þetta er reyndar allt að koma, síðasta föstudag (fyrir viku) þegar við byrjuðum að undirbúa okkur fyrir prófið þá sátum við 4 saman í þrjá tíma og reyndum að leysa tvö dæmi. Þegar enginn okkar hafði leyst a lið í hvorugu dæminu ákváðum við að gera eitthvað annað. En þetta er allt að koma, nú get ég leyst eitt dæmi á 3 tímum.

...það er verst að ég fæ 2 tíma fyrir tvö dæmi á morgun.

En að kastalakaupum, ég reyndi að lýsa húsinu fyrir Karinu og hún heyrði bara: heil höll, dásamlegt, eigin garður, með líkamsræktarstöð og bílskúr, þvottaherbergi, ný eldavél, aðeins að lappa upp á það.

Ég sagði reyndar, hreysi, hávaði, sóðalegt og dugar.

Reyndar lýst (ljós?) mér vel á það að hafa bílskúr og reyndar líka pláss fyrir gymmið.

hehe
kollegí er fyrir lúsera, handónýta höllin mín hér kem ég.

kanski

19 October, 2006

Veldið rís

Á morgun er ég að fara niður í bæ að sækja lyklana að húsi sem liggur í ca. 1km fjarlægð frá háskólanum. Þvílíkt veldi, það eru bara einbýlishús og ég veit ekki hvað.

Ég er reyndar bara að fara að skoða og sjá hvað er hægt að troða mörgum inn í húsið. Maður meikar ekki svona fjárfestingu einn. Það ætti nú að vera pláss fyrir þrjú, þrjá.
Höllin er skráð 115fm + 25fm kjallari + 50fm bílskúr f. 5000dkr. + rafmagn og hiti.

kjallarinn er tilvalinn fyrir gymmið, skúrinn er fyrir tímavélina og ég veit ekki hvað og hvað.

en ég fer í það minnsta á morgun þarna upp eftir til að skoða þetta.

Læt ykkur vita hvernig fer.

11 October, 2006

Fleiri glósur

Heimsins minnsti (þekkti) mótor.

Inni í frumunum okkar, sem eru litlar, er "líffæri" (organelle) sem heitir mitochondria og er ennþá minna.
Inni í mitochondria fer fram stærsti hlutinn af framleiðslunni á ATP sem við notum sem orku.
Þegar við notum ATP þá breytist það í ADP sem svo þarf að breyta aftur í ATP.

Í þessu ferli er mótor, keyrður af róteindum (H+).
Magnað, ha.
Hann er svo lítill að til að komast að því hvort að hann snérist í raun og veru, þá límdu þeir eina sameind við hann og skoðuðu hvernig hún snérist.
Ástæðan fyrir því að þeir límdu sameindina við hann er sú að þeir þurftu eitthvað stærra til að fylgjast með.
Ég held reyndar að þeir séu bara að ljúga, hvernig í ósköpunum á maður að finna svona út.
Eða að þeir eru bara sjúkir.
Alla vega þurfa þeir að fara að passa sig.

10 October, 2006

Glósur

· They enter at different stages into the gluconeogenesis, Glycerol is converted by glycerol kinase to glycerol phosphate and then by glycerol phosphate dehydrogenase to dihydroxyacetone phosphate(DHAP).
And then by Triose phosphate isomerase to glyceraldehyde-3-phosphate (GAP), which fits directly into the guconeogenic pathway.

Sniðugt, ha, sem einmitt tengist (óbeint) því sem ég og Sjöfn vorum að ræða.
En það var oföndun og afhverju hún var svona hættuleg, ég var búinn að gleyma því en hún hélt því fram að uppsöfnun af CO2 og eitrun í framhaldi væri vandamálið.

Gott boð, en það er víst akkúrat öfugt. Þegar CO2 safnast í blóðinu, þá þenjast æðarnar út og kallað er eftir meira súrefni til að skipta út fyrir CO2. Sem eru til dæmis eðlileg viðbrögð við áreynslu.
Oföndun minnkar CO2-magnið í blóðinu og þá fer kerfið í gang til að stoppa CO2 - O2 útskiptinguna, þrengir æðarnar og reynir að stoppa öndunina. Það getur endað með yfirliði.
Ef CO2 magnið verður of lítið, þá fer þetta í svoldið vesen því þá hækkar sýrustig blóðsins (blóðið verður minna súrt) og það kann líkaminn ekkert allt of vel við.
En sem betur er þetta ægilega fullkomið kerfi þannig að yfirleitt gerist ekki annað en að viðkomandi fellur í yfirlið.

Hins vegar þegar GAP kynnist Aldolase ensíminu þá fáum við fructose-1,6-biphospate sem svo í framhaldi verður F-6-P með hjálp af F-1,6-biphosphatase og svo breytist F-6-P í G-6-P með phosphoglucose isomerase ensíminu og síðast en ekki síst breytist G-6-P í Glúkósa og þá eru allir ánægðir.
JEEII

07 October, 2006

Slúður

Haukur og Heiðrún eru orðin foreldrar.
Haukur Jr. er kominn í heiminn.

02 October, 2006

Ég vann orrustuna

Búinn að ná flugunni út úr herberginu.

Hún býr núna frammi í sameiginlega rýminu.

Ég drap hana reyndar um daginn.

fékk smá samviskubit.

Svo lifnaði hún við (maður er bara ömurlegur morðingi) og faldi sig inni á klósetti.

Svo hljóp hún út þegar ég fór inn að skíta (skiljanlega)

29 September, 2006

i verbudinni

Mer flaug allt i einu i hug, hver er munurinn a haskolanum og verbud.

Nakvæmlega nanast enginn.

Her mætir folk sem vill tryggja framtid sina fjarhagslega.

Tad hefur langan vinnudag.

Og svo hrynur tad i tad um helgar til ad sleppa fra teim hømlum sem teim eru sett dags daglega.

Og hvad gerist svo, folk kynnist, fær fjølskyldu o.s.frv.

Haskolinn hefur sama tilgang og verbudirnar her i den.

Ad bua til felagslegt umhverfi til ad kynnast maka.

Magnad hvernig vid(mannfolk) gerum alltaf tad sama to ad vid teljum okkur tru um ad tad se stodug framfør.

Jæja jeg er farinn ut ad byggja pyramida eda finna lækningu vid krabbameini.

26 September, 2006

djíses kræst

Það er fluga í herberginu hjá mér.
Þær eru reyndar margar, en yfirleitt hafa þær hægt um sig, því annars sendi ég köngurváfuna mína á þær.
En þessi fluga er ekki ein af þeim. Hún hefur verið á sveimi í nokkra daga og alltaf þegar ég slekk ljósið og er að fara að sofa:
bzzzzzúúúúúmm

bzzzzzzúúúmmmm

bzzzzzzzeiríkurzzzzzzmmmm

bzzzzzzþúnærðméraldreizzzzmmm

AAARRRGGGHHH

Upp stekkur uppstökkur rauðhærður albínóinn gargandi á eftir flugpöddunni.

En ekkert gengur, og svo fer hún. Jafn hljóðlega og hún kom.

bzzzzzzzzzzmmmmmm

Hún er af einhverju atvinnuhúsaflugpöddukyni því að það er gjörsamlega ómögulegt að ná skepnunni.

En nú er ég að brugga henni banaráð.

Ég ætla að hleypa Lemmy úr Motorhead á hana, hún lifir það aldrei af.

Almennar fréttir

Mæti enn í skólann og gengur bara þokkalega.

Svo dunda ég mér í IKEA um helgar, með innanhússarkitektinum mínum.

Er kominn með málmgráa búningsherbergisskápa og rauða hillu svakalegt.

Passar mjög vel við ljósbláa loftið.

og svo...

ætla ég að verða geimfari.

Við erum með einn geimfara í skólanum og það rignir upp í nefið á honum.

...ég ætla að verða betri geimfari en hann.

kaupa mars og svo ætla ég að sekta hann þegar hann kemur þangað.

ókei bæ.

18 September, 2006

Sjúbídúa

Ég þurfti nánast ekkert að læra í dag. Var ekki mættur upp í skóla fyrr en 10, forritaði eitthvað smotterí og fór svo inn á rannsóknarstofu að gera tilraunir með e.coli bakteríur.

Og svo þarf ég bara að skrá mig inn milli 12 og 18 á morgun í áframhaldandi skítpöddurannsóknir.

Það er ljúft að dunda sér.

16 September, 2006

Páfinn er víst feigur.

Múslimar eru barnalegir.
Páfinn vitnar í páfa frá 14.öld sem sagði að það eina sem Múhameð spámaður bætti við trúarbrögð heimsins hafi verið meira ofbeldi.
Múslimarnir urðu fúlir, mega það svosem mín vegna.
En, svo komu klerkarnir í Sómalíu með útspilið sitt.
Páfinn er vondur, hann trúir ekki á Múhameð, allir rétttrúaðir menn ættu nú að sjá sóma sinn í því að reyna að sálga honum. Væntanlega svo að hann geti rætt þetta beint við Múhameð sjálfan.

Hvernig er hægt að hafa samúð með málstað einhvers sem skýtur sig svona svakalega í fótinn.
Páfinn: Múhameð, þú ert ofbeldisfullur.
Múhameð: NEI, ÉG ER ÞAÐ EKKI NEITT. Á ÉG AÐ DREPA ÞIG.
Múhameð: ÉG ER EKKI OFBELDISFULLUR, ÉG DREP ÞIG ÓGEÐIÐ ÞITT, AAAARRRRGGGH.
Páfinn: (Glottir og fær sér smók) Sko, strákar, sagði ég ekki.

31 August, 2006

Annars hugar

Vaknaði í morgun með einhverja ægilega vafatilfinningu, eins og að ég væri að gera eitthvað af mér. Ákvað svo að vera heima og lesa, sem er alltaf gaman. En nú gekk það ekki, þessi nagandi "eyða tímanum í vitleysu tilfinning" hékk bara á mér og var að gera mig brjálaðan. Svo að ég er nú í yfirvegunarpásu. Ég er að reyna að fá yfirlit yfir hvað ég er að læra, hvaða markmiðum ég stefni að, hvort að þetta passi saman og hvort að tímanum væri ef til vill betur varið í eitthvað allt annað. Það er ágætt að vera einbeittur og stefna á eitthvað, sem að svona þverhaus eins og ég er góður í. En ef stefnan er vitlaus...
Þó að þetta sé einungis fyrir mig þá ákvað ég að fara í þetta opinberlega til að ég þyrfti að hugsa mig betur um þegar ég skrifa.

Stig eitt:
Af hverju er ég að læra:
Af því að ég nenni ekki að vinna.
Af því að ég vil vinna við rannsóknir og þróun.

Hvernig rannsóknir og þróun.
Skynjarar: sem vinna í líkamanum. Rafmagns eða lífefnafræðilegir skynjarar.
Hönnun á gervilimum út frá hreyfigetu, stuðningi, snerpu og næmni venjulegs útlims.

Hvað þarf ég að læra til að komast í það.
Líffræði: Stoðkerfi, vöðvauppbyggingu, taugaboð.
Efnafræði: Uppbygging prótína, boðefna sem og byggingarefna til að nota í framleiðslu.
Eðlisfræði: Grunnþekking á aflfræði, álagsreikningi, brotþoli og fleira sem þyrfti til að búa græjuna til.
Rafmagnsfræði: Merkjafræði fyrir aukin skilning á rafboðum, forritun, skynjaratækni.
peninga

Hvað er ég að læra:
Nanófræði, sem snýra að framleiðslu hluta af stærðargráðu 0,1nm - 100nm. Byggir því að miklu leyti á námsefni í þeim stærðarflokki, einhverju sem er allt, allt of lítið.
Líffræði: Uppbygging og virkni DNA, prótína, molecular biology.
Efnafræði: Almenn efnafræði, lífræn efnafræði, eðlisefnafræði.
Eðlisfræði: Afl, bylgju, vökva, hita og svo skammtafræði.
Rafmagnsfræði: forritun.

Hvað vantar:
Betri yfirsýn í líffræðinni t.d. stoðkerfið. Skynjaratækni, merkjafræði úr rafmagnsfræði. Námsáhuga.

Er þetta eitthvað að passa:
hef ekki hugmynd, þarf að skoða það og vera fljótur að því. Sem nanófræðingur ætti ég að hafa greiðan aðgang í þann starfshóp sem ynni í skynjarageiranum, þar sem ég væri með þekkingu á starfsemi líkamans, efnafræðinni fyrir boðefnin sem þyrfti í skynjarann sjálfan og skilning á mæligræjunum. En ég myndi ekki hafa hugmynd um hvað heilinn væri að gera eða hvernig forrita ætti skynjarann.

Er til eitthvað annað sem passar betur:
Veit það ekki þarf að spyrja, er búinn að spyrja nokkra og þeir héldu að ég væri á réttum stað, en þeir voru einhverjir eðlisfræði nördar. Siggi segir mér að koma til Svíden og læra rafmagnsverkfræði og eitthvað bíó þar. Þarf að tala betur við Sigga.

Væri tímanum betur varið í eitthvað annað:
Já, úti að leika, það er ekki hollt að hugsa svona mikið.

29 August, 2006

Og þá er það byrjað.


Myoglobin, the oxygen carrier in muscle, is a single polypeptide chain of 153 amion acids. The capcity of myoglobin to bind oxygen depends on the presence of heme, a nonpolypeptide prosthetic group consisting of protoporphyrin IX and a central iron atom. Myoglobin is an extremely compact molecule.
Sem er gott.

24 August, 2006

Mættur á svæðið

Kominn heim (hitt heim) til Danmerkur.

02 August, 2006

Hvad for et navn.

Jeg snakkede med en pige i sidste uge. En dejlig pige som jeg kan godt lide, men kender hende ikke spesialt godt. Ikke at jeg ikke kunne tænke mig hende bedre at kende ;). Men hun havde et stående spörgsmål man skulle hjælpe hende med. Og det var hvilket navnord beskrev hende godt, eller ondt hvis man ville heller sige det. Så begynder jeg at tænke om hvilket ord ville beskrive hende godt. Men fandt altid op på tillægsord men ikke navnord, hvorfor skulle man så beskrive nogen med navnord. Jeg bruger kun navnord hvis jeg vil sige noget ondt, du er en idiot eller fjols, eller rovhul (selvom jeg ikke kan sig rov, men der er da ingen normal menneske som kan), men det kunne jeg ærligt ikke sige til hende så jeg tænker lidt mere. Hvad for noget nanvnord kan man bruge, og det var lige som et mundligt eksamen jeg kunna bare ikke finde ud af noget. Så hun spörger om jeg ikke kan lave forbindelser mellem tillægsord og navnord sådan ligesom hun er lyshåret og derfor en blondine og så pröver jeg: Hun er sjov nok men forfanden hun er da ingen komiker, hun er rigtig söd (eller skön eller hvad det hedder) og selvom hun kunne være model så kunne jeg ikke tænke mig hende som en skönhedsdronning(de er altid lidt overfladiske). Så jeg tænker videre...
videre...
Jeg kan godt lide hende...
tænke...
videre...
hvad kan jeg også lide...
tænke...
videre...
jo, men jeg kan godt lide torsdage...
ja...
tænke...
videre...
det er da konkret at jeg kan godt lide torsdage...
ja, det er da sikkert...
tænke...
videre...
alle kan godt lide torsdage...
tænke...
videre...
nåh...
så må hun da være en torsdag.

Jeg ved ikke om hun var særlig glad for at være en torsdag, selvom jeg prövede at beskrive hvor gode torsdage er.
Torsdage er gode fordi man har stadig tid til at bestemme hvad man skal om veekenden,
og de er gode fordi hvis man har fundet på noget så sker det snart,
og de er gode fordi så er arbejdsugen næsten færdig,
den er faktiskt en af de bedste dage i ugen, nogle gange den bedste.

Nu håber jeg bare på at hun kan opgraderes til söndag, så er hun torsdag og bliver til söndag, det ville være fedt nok.

13 July, 2006

Cykelturen







Jeg startede med det samme at cykle her. I starten var det som sædvanlig, jeg cyklede på fortovet fordi jeg var bange for gaden. Men det tog alt for lang tid, jeg har 15km jeg skal cykle til arbejde. Så jeg startede at cykle på gaden, fordi vi har næsten inge cykelstier her. Uhah, I tror måske at Mad Max havde det svært ude Australien. Man kan definere at cykle til arbejde som et ekstremt sport. Det er uttallige "near misses", en påkörsel og evigt krig på gaden. I kan godt tro at det er kun få udvalgte soldater som tåler at cykle her til længde. Men det bliver sjovt når man vænner sig til det. Man får udlösning (blow some steam), man råber, sparker og slår. I skulle pröve det engang.

Jeg var også oppe i den islandske örken at tage billeder.

11 July, 2006

Jaså, nu sker det.

Nu tror jeg at jeg er nöd til at installere det danske ö. Måske næste gang. Velkommen til Eriks hjemmeside. I de sidste par uger har der ikke sket noget super særligt, jeg var fuld, faktiskt var jeg stiv de förste fire dage af sommerferien. Da jeg efterladte (ræsjte væk fra) Århus efter to gode dage tog jeg toget til Horsens hvor jeg festede med min ven der. Den fölgende morgen kunne jeg godt föle at min krop var begyndt at destrueres på grund af for mæget sprut, men jeg havde en aftale med folk i Odense og hvis det er noget man skal i livet, så er det at være "true to your word".
Det gik da godt nok i starten, fik fire timers sovn og står så op klokken et og tager til Odense. På vejen tænker jeg at det ville være en god idee at være rolig, ikke starte for tidligt. Jeg sidder på gulvet med alle mine bagager fordi det var ikke plads. Föj jeg hader når det sker. Men hvad så.
BABARA, i Vejle får jeg besög af nogle glade drenge som skulle til konsert men det var så en eller anden fejl og deres billeder var ikke klare, så de skulle rejse tilbage.
Og hvad kan man lave når der kommer en fest ind i toget, nemlig. FESTE med.
Så var jeg i festlig humör da jeg kom til Odense men det duede ikke længe, klokken fem eller seks var der total system shutdown og jeg var nöd til at droppe flasken. Jeg gik i byen men det var mæget roligt aften.
Og så rejste jeg til Köbenhavn dagen efter, og flyvturen er faktiskt en historie i sig selv. Forsinkelser, rockers, slagsmål, sprut, gamle gamle töser og smukke flybetjener (stewardess).

Indtil næste gang...

26 June, 2006

Kerfið ruglaðist eitthvað

Ég truflaði kerfið eitthvað og það hefur ekki verið hægt að skrifa inn skilaboð en nú ætti það að vera komið.

24 June, 2006

Guð minn góður

Ferðasaga Eiríks rauða.

Kominn til Óðinsvéa og búinn að leggja slóð eyðileggingar eftir mig í Árósum og Horsens.
Úha það er gott að ég þarf aldrei að tala við þetta fólk aftur.

En skyldan kallar, komið að fjórða degi í kurteisisdrykkju.

sjáumst annað kvöld.

21 June, 2006

úh Ah Rikki Daða

Ich bin færdig mit meinen eksamens.

Og ég fékk 9 í líffræði þó á ensku, það verður að draga örlítið frá því. Því að það er næstum því svindl.

Nú er bara fyllerí og vesen fram á sunnudag.
Vesen
..Vesen
....Vesen
........Vesen
................Vesen
................................Vesen
................................................................Vesen

20 June, 2006

Meiri líffræði

Leiðinlegt (og stressað) fólk deyr fyrr. Þetta er eitt fallegast dæmið um náttúruval. Leiðindi í fólki hefur slæm áhrif á ónæmiskerfið, leiðinlega fólkið hefur líka áhrif á skemmtilegt fólk en í minna mæli.

Leiðinlega fólkið hefur verri taugasendingar inn í thymusinn sem framleiðir T-varnarfrumur og er einnig í verra sambandi við lymphocytusana sína. Lymphosytusarnir eru varnarfrumur(T og B) áunna ónæmiskerfisins.

17 June, 2006

Líffræði

Wild mustard er einhver gul planta úti í skógi, með því að rækta vissa eiginleika hennar hafa garðyrkjubændur búið til:
Brokkólí
Cabbage - kálhaus
Cauliflower - blómkál
Brussels sprouts - baunaspírur eða eitthvað álíka.

Mér fannst þetta bara merkilegt.

Einnig hafa garðyrkjubændur ræktað pepsí með sítrónubragði, það eru bara algjörir idjótar. Köld pepsí í mjóu löngu glasi með sítrónu er kannski fín. En volg pepsí með sítrónubragði er bara ekki að virka.

14 June, 2006

Þetta gengur

Þá er eðlisfræðin búin í bili.

Mætti sprækur klukkan 9 í morgun, tilbúinn í allt eða svo til. Taldi mig ver búinn að undirbúa allt saman upp á ca.8 vantaði herslumuninn upp á að hafa þetta allt á hreinu.

Vel efni 4, sem var að lýsa rafsegulbylgjum út frá Maxwell jöfnunum. Maxwell jöfnurnar er samansafn af jöfnum sem Herra Jón Maxwell notaði til að lýsa bylgjueðli ljóss ásamt fleiru.

Nú var minns nokkuð brattur, þetta ætti ekki að vera of erfitt, gæti jafnvel náð 9 út úr þessu.
<5 fall
6 Skilur efnið, kann það að hluta til
7 Skilur efnið, kann slatta en klúðraði prófinu
8 Sama
9 þýðir að maður kann þetta
10 að maður kann þetta of vel
11 að maður kann meira en nauðsynlegt getur talist
13 er fyrir skrítna fólkið sem enginn getur talað við.

Þannig að 9 er það sem maður sækist eftir til að vera nokkuð sáttur.

Svo fer ég inn í undirbúningsherbergið og keyri í allt efnið, nánast utanbókar á þeim 25mín sem ég fékk þar. Svo er ég sóttur í yfirheyrsluna.

Taflan var tóm og Eiríkur líka. En Eiríkur lét það ekki á sig fá, hann kann þetta nú alveg og þarf bara að komast í gang. Jæja svo kemur það, danskan svoldið að vefjast fyrir honum en hann getur nú útskýrt afhverju rafsegulbylgja hefur ekki stærð í útbreyðslustefnuna og þetta virðist nú ganga þokkalega helmingurinn af efninu búinn, búinn að finna ljóshraða og að rafsegulbylgjur ferðast með ljóshraða í tómi. Ný tafla, þar sem nú skyldi sko sýna fram á getuna við að lýsa orkuinnihaldi rafsegulbylgju.
Poynting vektor, lýsir orkuflæði í gegnum flöt og er gefin við

S= u dV
A dt þar sem u = ue + ub = e0E^2 og dV=Acdt

S= e0E^2 Acdt = ce0E^2
Adt

Og svo síðar I=Sav= 0,5(ce0E^2)

Og P=SA

Svona meira eða minna og nú var tekin ný tafla í verkefnið og hún var tóm eins og Eiríkur en nú varð Eiríkur stressaður, því að það kom ekkert. Hann byrjaði að skrifa eitt og annað og babla eitthvað og svo og svo eitthvað annað. En aldrei fer litli strákurinn í gang með neitt af viti, hann lítur yfir sínar fallegu teikningar fallast hendur og er þá beðinn um að útskýra bylgjujöfnuna fyrir sínusbylgju og af því að Eiríkur er svo upptekinn við að reyna að muna þetta einfalda efni með orkuinnihaldið að hann útskýrir bylgjujöfnuna í orði og skrifum án þess nokkurn tíma að hugsa sjálfrátt og það gerði hann sem betur fer rétt og náði þá samhenginu í öllu saman og reddaði sér fyrir horn.

Og þegar litli strákurinn er á leiðinni út segir hann með grátstaf í kverkunum, jeg tror jeg kommer igen.
En úha snillingurinn þótti sýna fram á getu í bylgjufræðum og af látbragði hans þótti þeim sem hann hefði gjörsamlega klúðrað prófinu út af stressi. Og gáfu honum 7.
Sem litli Eiríkur var bara þokkalega sáttur við, svona miðað við frammistöðu.

En þvílíkt klúður, ég er aldrei stressaður í prófi, en það tæmdist bara allt í einu kerfið. Ég mundi ekki einföldustu hluti úr eðlisfræði skildi varla hvað þeir sögðu og allt í tjóni. Og það versta var að ég missti baráttuviljann, um leið og ég gat ekki munað skít þá fór allur baráttuvilji, sjálfstraust og bara allt.
Þetta var holl reynsla, nú skil ég loksins hvernig það er að ganga illa í prófi.

13 June, 2006

Er ég kem heim í búðardal.

Er búinn að kaupa miða heim.

Mæti í eilíft sumar kl.23:55, sunnudagskvöldið 25.júní.

01 June, 2006

Eiríkur þú ert snillingur

En samt frekar slappur snillingur.

Þá er efnafræðiprófið búið og er ég nánast sannfærður um að ég hafi staðið prófið. Held meira að segja að ég gæti hafa náð 7.

En efnafræðipróf eru bara algjört krapp og kjaftæði, t.d. svaraði ég A við einni spurningu, sem er hárrétt, en allir hinir svöruðu B, sem er vitlaust, þá er skrifað í lausnirnar: A er réttast en fólk fær líka rétt fyrir B af því að það er líka séns á að það geti gerst.

Og svo svara ég öðrum spurningum með A eða B eða hvað það nú er, þá er það ekki hægt, þá er bara ein "rétt" lausn sem prófhöfundur ákveður. Þetta er samsæri, rasismi og ekkert annað.

Talandi um rasisma, þá eru nokkrar matsölur í skólanum. Ein sú alræmdasta sem ég geri allt til að sneiða hjá er í stærðfræðideildinni. Ég er búinn að kvarta nokkrum sinnum við skólabræður mína um mismunum í verðlagningu, það er nefnilega þannig kerfi að þær mega meta hversu mikið ég set á diskinn og svo kostar maturinn frá 250-350íkr. eftir áhuga og ég þarf alltaf að borga toppprís.
Í október síðastliðnum hætti ég að kaupa mat þar, en nú hitti svo á að eðlisfræðimatsalan var lokuð og ég ekki með neitt nesti. Ég held út til 10 aðfram kominn af hungri, svo verður klukkan 11, ég er farinn að missa mátt í útlimum, klukkan slær 12 og ég er farinn að fá ósjálfráða taugakippi, nú verður eitthvað að gerast. Ég skríð út í lyftu og fer niður í kantínu. Jæja, þetta lúkkar nú ekki svo slæmt, fiskur frá 200-300 nokkuð gott.
Svo tek ég einn fisk, nokkrar kartöflur og sósu og ætla svo að borga.
300kall takk.
300 kall ertu ruggluð, ég gæti ekki haft minna magn á disknum án þess að fá helmingsafslátt.
Ég sagði það reyndar ekki en ég minntist á að þetta væri nú asnalega vegið hjá henni. Og hún urrar bara eitthvað á dönsku. Svo kemur skólabróðir með 8kg á disknum og það er bara smíl og 250.
Ég missti mig bara og öskraði á hana RASISTI.
Grýtti svo kartöflunum í kokkinn: Þú ert ljótur og asnalegur og þú heldur að ravioli sé hérað í Norður-Noregi. Djöfull eruð þið minnimáttar

fáviti

Helvítis andskotans auli
ég vona að garnirnar gauli
gefi sig og þú kúkir kolum
og kynlífið það sé í molum
Meistari kokkur það mætti halda
að þú megir aldrei heima elda
því allt sem þú gerir er algert krapp
og þú ert RASISTI.

24 May, 2006

Tetta var ekki gamma var tad.

Jæja ta er tad ordid stadfest, eg er nørd.

Fyrr i dag notadi eg, i kasual samtali, ordid gamma geislar, beta geislar og geislavirkt protin.

Mer leid svoldid skringilega tegar eg attadi mig a tessu.

rock on brothers and sisters

07 May, 2006

því það er komið sumar

úha

Ég fór út að hlaupa í dag, fann nauthólsvíkurstíginn. Þar sem fólk þykist vera að hlaupa en er bara sýna stinnan rassinn og skoða aðra rassa. Svo skokkaði ég niður í bæ og í gegnum almenningsgarðinn, þar skokkar enginn. Nema ég, úha, blómin eru farinn að springa út í sumarblíðunni. Eftir nokkuð karlmennskulegt hlaup í gegnum garðinn, kassinn út, herpa rasskinnarnar saman, stút á munninn og ekki anda nema á fimm mínútna fresti, tók ég á rás heim á leið. Þá skokkaði ég í gegnum huggulegt hverfi, en hús hafa ekki mjög hvetjandi áhrif, þannig að nú fór minn að þreytast. Koma svo Eiríkur, bara tvær mínutur að gatnamótunum og svo tvær heim að næstu. Hver er sterkastur, Eiki. Hver er fljótastur, Eiki. Hver ætlar að hlaupa rest...
Og svo komst ég heim, alveg að niðurlotum kominn, eftir tæplega 15km skokk, það sem maður gerir ekki fyrir sæta rassa.

En hér er ný uppskrift, virkilega góð.
1 dós kókosmjólk
1/2 dós ananasbitar
300g kjúklingur í bitum.
200g hrísgrjón
1 laukur
2 gulrætur fyrir litinn.
nokkrir sveppir

kjúklingur steiktur, kryddaður með chili eða einhverju öðru eitri. Ég hafði hann virkilega sterkan því að kókosinn og ananasinn eru svo sætir.
Laukur, sveppir og gulrætur settar út í og steiktar með.
Ananas og kókos helt yfir.
Hrísgrjónin soðinn og helt út í.

Þetta tókst merkilega vel, svona sterkt sætt jumsi gumms. Dugir fyrir ca. þrjá fullorðna.

Svo var ég með eitthvað fleira en er alveg búinn að gleyma því hverju ég blandaði saman, þar.

02 May, 2006

Til hamingju herra Eiríkur

Loksins fann ég mig aftur í náminu. Er að skrifa ritgerð um genameðferð, það er merkilegt. Undir genameðferðar flokkinn fellur ýmislegt eins og lækning krabbameins sem á reyndar langt í land og lækning SCID (severe combined immunodeficiency) sem menn byrjuðu fyrir nokkrum árum að fikta með. SCID sjúkdómurinn er single gene, sem þýðir að eitt gen í kroppnum er gallað.

Yfirlit (í mjög stuttu máli)
Mennirnir eru með 23 litningapör. Litningarnir geyma gen. Genin segja til um framleiðslu m.a. prótína í frumunum. Ef gen er bilað þá getur prótín framleiðslan klikkað og það haft í för með sér ægilegar afleiðingar.

En alla vega börn með SCID hafa óvirkt ónæmiskerfi og það er hægt að redda þeim á ýmsan hátt.
Geyma þau í loftbólu (David varð 12 ára)
Græða heilbrigðar frumur úr öðru fólki í þau. (David dó)
Gefa þeim lyf sem hjálpa þeim að verjast sýkingum. (David hefur líklega verið dáinn)
Eða dadaradd
Laga til í genunum. (hefðir átt að þrauka í loftbólunni)

Maður býr til retróvírus, sýkir (ekki David því hann dó) sjúklinginn og þar sem að retróvírusar eru þannig úr garði gerðir að þeir setja sitt erfðaefni inn í frumurnar þá erum við búinn að koma virku erfðaefni inn í frumurnar og sjúklingurinn getur sjálfur framleitt framvarðasveitina til að slást við óboðna gesti.
Kúl eða hvað.
Þetta er náttúrulega enþá í prófun en hefur sést virka. En svo er náttúrulega galli að vírusar eru ekki gáfaðir, þeir eru sniðugir og þeim er alveg sama hvort að þeir séu með tösku fulla af seðlum eða einhverju öðru, þeim finnst bara kúl að vera vírusar. Og þar af leiðandi geta þeir stökkbreyst frá upphaflegri byggingu og ruglað kerfið.
Í því lá smá problem í lækningu við XSCID týpu sjúkdómsins. Flestir fengu ónæmiskerfi og gátu farið að hafa það þokkalegt, en sumir fengu í kaupbæti ólæknandi sjúkdóminn hvítblæði.
Og það er náttúrulega bara ves.

En þetta er ég að læra, hvernig vírusar virka, erfðaefni, uppbygging fruma og svoleiðis. Og þetta er bara orðið gaman aftur. Sjitt hvað mér var farið að leiðast.
Á næstunni er svo verkefni um samskipti fruma (efnafræði).

29 April, 2006

Karókí er best

Fór í smá karókí í gær. Það er bara svo gaman, það versta eða besta var að það var engin samkeppni. Danir geta bara ekki sungið. Ég söng ekki vel, bara svona eins og venjulega, en guð minn góður, Danir eru bara aldir upp við að hljóma illa.
Þetta var langt frá Hansen standardinum.
Jæja best að fara að kaupa sér buxur.

Get your motor runnin

23 April, 2006

Trölladetta

Í góðum fíling
Ég stend á skýi
just driving along, driving along
þetta er of gott til að vera sattSjitt, það hlaut að koma að því

Trölladetta

Þetta gæti hafist
Neibb, ekki sjéns
Guð minn góður Hvar er Eiki? Þarna er Eiki
Dauður

19 April, 2006

Asterix í Chamonix 4

Athugið það er eitthvað ves, ég get ekki birt þetta í almennilegri röð. Ferðasagan byrjar neðar og yngist upp (tíhí, yngist upp).

Sólskin og gott veður á jöklinum, sprungusvæðið í baksýn.









Ljósmyndari til að taka myndir af kúlinu.











Kúlið
















Hugmyndir að leiðum voru nokkrar og eru því margar góðar ástæður til að fara aftur, jafnvel þó að maður bíði með að ná næsta þrepi. Til dæmis er hægt að renna niður Aguille d'Tacul.




Og svo fengum við okkur öl.
Annars var þetta nokkuð róleg og góð ferð.

Asterix í Chamonix 3

Frábært veður, frábær dagur.
Og til að gera hann enn frábærri þá kíkjum við aðeins á Cosmiques gilið. Þó að vitum að það sé búið að trakka það til helvítis.
Nau, nau nauts, það er nánast ófarið. Hvað skal nú gert? Skyldi reynt, skyldi örlögunum storkað, skyldi næsta þrepi í rennslisfimi náð. Nei, ekki í dag. Kannski sem betur fer. Dæmi hver fyrir sig.
En nú er allavega góð ástæða til að snúa aftur. Nú veit maður að þetta er alveg hægt.

Myndirnar ljúga svoldið held ég (vona ég) þó að þetta sé erfitt, þá er það ekki svona skelfilegt.

En alla vega fórum við ekki niður þann daginn. Heldur rúlluðum niður barnabrekkuna á eftir hinum. Túristaleiðin er virkilega fín leið, magnað útsýni, liggur yfir sprungusvæði (lions, tigers, bears, oh my) og svo niður mer de glace (merde glass).
En hvað sem gerist, þá skal maður halda kúlinu, það er alveg möst.
...og helst að hafa ljósmyndara sem festir augnablikið á filmu.

18 April, 2006

Asterix í Chamonix 2

Þegar niður í sólskinsbaðaðan bæin var komið eftir dásamlegan dag á skíðum, var farið nokkuð fljótlega í Apótekið til að kaupa nauðsynleg verkjalyf og stoðtæki.
Ég, uppfullur af orku, réðst á fjallið. Í fyrstu ferð og nánast fyrstu beygju, fór ég í hrútaleik við jörðina. Stangaði helvítið af öllu afli svo undirtók í dalnum (fannst mér). Jörðin gaf sig ekki og harðhausinn ekki heldur, þannig að hálsinn lét undan. En það var ekki látið á sig fá (lyfjavísindin eru á góðri leið) frekar en veðrið.
Nágrannar okkar í skíðaleigunni voru algjörir spaðar, svo að heppilegast var að tala við þá um leiðir og færi og veðurspá og fleira.
Ég fór niður til að kanna: "Fyrirgefður herra Froskur, en heldurðu að það sé í lagi að renna sér niður Grand Envers leiðina eftir hádegi, svona upp á snjóflóð og svona. Því að það er alltaf skýjað fyrir hádegi."
Herra Froskur: "Hvad for noget, ohh oui Gran envö. Það er nú alltaf ákveðinn áhætta í að renna sér á skíðum. En á morgun þurfið þið ekki að hafa neinar áhyggjur það verður sól allan daginn."
Frábært, þá er það ákveðið.
Næsti dagur byrjaði nú ekki eins vel og maður hafði búist við.
En Spaðafroskum skal treysta.
Upp í fjall fórum við og skyldi bara taka því rólega í blindunni. Finna byrjunina á leiðinni og svo bíða eftir sólskininu.
Sól sól skín á mig, ský ský burt með þig.

Upp í blámann stefndum við ótrauðir. Komum í miðasöluna, 33 evrur settar í bakkann. Ungfrú litli sæti froskur: "Það er óveður uppi, ekki hægt að skíða niður. Tu va sikker on this."
Skíðatöffari:"óveður það getur ekki verið, ég er með vottorð frá spaða. Upp skal vaðið."
"Oui, oui, monsieur, hier ist deine karte."

Kláfurinn ruddist upp, inn í skýjabakkann og svo sást ekki meir þann daginn. Fórum fullir bjartsýni út á hrygginn ógurlega, þar sem eru 1000m fall á aðra hliðina og 300m á hina. Eftir nokkra tugi metra var ákveðið að skella sér í línu svo að við myndum allavega finna hvern annann á leiðinni. Eftir þvæling á fjallinu í tæpa tvo tíma, var nútímatæknin tekin í notkun.
Riinng Riiinng
Já, Siggi hérna.
Þetta er Örvar, hvað ná skýin langt niður.
Langt.
Og það var nú bara of mikið fyrir okkur og við snérum við. En nú voru góð ráð dýr, því að það sem hafði verið slæmt skyggni og stórkostlegur púðursnjór á leiðinni niður , var nú blint og helvítis fyrihöfn á leiðinni upp. Og þó að við séum nú allir íþróttamenn í fremstu röð, þá tekur snjólabb í þriggja og hálfskílómeters hæð alltaf vel á. En upp í kláfstöð komumst við þó þokkalega heilir (þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Örvars að senda mig í dauðann). Fengum töluverða athygli japanskra ferðamanna, sem að sjálfsögðu þótti þetta nokkuð magnað að einhver væri svo vitlaus að vaða út þetta veður.
En spaðanum skeikaði aðeins, það var á næsta degi sem sólin kom og heillaði okkur.
En nú höfðum við verið þarna á svæðinu í 5 daga og veðrið alltaf að gabba okkur svo að við vorum orðnir sinnulausir og varkárir. Og í því lágu mistökin, of seinir að ákveða leið. Of seinir af stað. Og of seinir að fá miða. Við fengum kláfsæti klukkan hálfeitt og því var hugmyndin að rúlla niður túristaleiðina frá Midi. Enda búið að trakka allt annað niður og við allt of seinir á ferðinni, njö njö njö.

Blessuð sólin elskar allt

Asterix í Chamonix 1

Jæja hvernig á að byrja, ætli sé ekki bara best að byrja á mynd. Hér er örri að pakka í bílinn í Vejle, þar sem að ég hitti strákana. Vejle er eitthvert villimannasambýli á Jótlandi. Ég vill ekki hafa of mörg orð um bílferðina suður til Cham, því að þá missi ég kúlið. En ferðin tók um 16 tíma, í stanslausri hryggskekkju. Eintóm gleði.
Svo þegar suður var komið, brutumst við inn í íbúðina sem var merkilega snyrtileg og vel búinn. Hefði hún vel rúmað 10 manns með smá náungakærleik. Ekki var laust við að það væri kominn svoldill fiðringur í liðið þá og þegar, en skynseminn sagði að nú skyldi hvílt og svo haldið upp í brekku. Eftir tíðindalítlar þrjár stundir, ruku menn upp stálhressir og eitthvað varð að fara að gera fyrst menn voru mættir.
ÉTA, það er eitthvað sem þeir geta.

Morgunmatur var snæddur til að hafa orku í þetta allt saman.
Nú var litli Eiríkur að farast úr spenningi yfir því að vera kominn af flatanum og langaði upp í fjall. Menn voru því reknir út að leigja skíði og dót og svo upp í fjall.
En, nota bene, kúlið mátti aldrei tapast.
Menn komust í miðasöluna, ískaldir á því.


Svo komumst við upp á svæði og kúlið myndaði hrím á skiðagleraugun.
En svo tapaðist það gjörsamlega þegar rennslisgleðin tók völdin, og menn tístu af gleði er þeir renndu sér niður fyrstu ferðina. Og svo var það ekki mikið fleira þann daginn.... eða hvað. (pistlinum varð að skipta í nokkrar ræmur, sjá næsta)

16 April, 2006

Ennta lifandi

God vika, rennsli og vesen i bland.
Haettir i bili, keyrum heim a morgun.

06 April, 2006

Ég er aumingi.

Fór til nýja eyrnalæknisins í gær, hann greindi mig með Kolluveiki, eða eyrnasteina. Eyrnasteinar eru ekki til sem staðfestur sjúkdómur, en það er til meðhöndlun við þeim. Hún felst í því að snúa hausnum í nokkra hringi þar til að eyrnasteinarnir gefast upp og fara eitthvað annað. Það á nú eftir að koma í ljós hvort þetta virkaði, en það hafði jákvæð áhrif í bili.
En svo af því að ég var laus við jafnvægisvesenið, gat líkaminn farið að beita sér að öðru og þá fer ég að finna það að ég er með ægilega vöðvabólgu í hálsinum og herðunum. Ef ég geri svo eitthað í því, kemur þá ekki bara eitthvað annað, og hver ræður forgangsröðuninni.

Og svo er ég að fara á skíði í fyrramálið, ligga ligga lái. Eða ég er að fara að keyra á morgun. Á skíði á laugardaginn.

04 April, 2006

Það er erfitt að vera danskur

Danir eru búnir til úr svínakjöti og baunum. Það er vond lykt af þeim og þeir svitna inn á við.
Ég reyndi að verða danskur áðan og steikti mér væna sneið af akfeitum aligelti frá Galten kommúnunni. Ég er hálfnaður, það er vond lykt af mér. Þegar ég klára baunirnar þá hlýtur innansvitinn að byrja að leka.

01 April, 2006

Eðlisfræði elskar alla

Kláraði eðlisfræði í gær, úha. Það var geysierfitt. Mér gekk þokkalega, en er samt í vandræðum með eitt dæmi, þar sem hinir fengu 0 fékk ég kvaðratrót af 5/8 * helling af bókstöfum. Ég veit í hverju munurinn liggur og er búinn að skoða hann oft. En ég er ekki enn búinn að átta mig á því hvort svarið er rétt. Þetta var erfitt.
Var ég búinn að segja að það væri erfitt.

Æfingaleikur við AGF á eftir. Urr þessir keppir verða settir í barnavagn og þeim rúllað inn á elliheimili.
...og svo...

24 March, 2006

Babú babú hætta á ferð.

Ég ákvað að fara aftur á knattspyrnuæfingu áðan, eftir langt hlé. Var bara nokkuð sprækur.
En...
Annars færi maður nú ekki að skrifa um fótboltaæfinguna.
En...
fitubollufótbolti er nú ekki það heillandi að maður þurfi eða þori að lýsa því í orðum.
En...
eyrnabólga getur aftur á móti verið heillandi.
En...

Nú hafði ég verið nokkuð góður í hausnum síðasta mánuðinn, ekki haft teljandi vandræði með jafnvægið. Svo að ég ákvað að fara í fótbolta.
Komst skammlaust í gegnum upphitunina. Skoraði mark í fyrstu snertingu. Fyrsti skallinn heppnaðist líka vonum framar, hann var inni ég er að segja ykkur það.
Jæja nú var minns farinn að hitna og bara orðinn nokkuð brattur. Óhræddur að taka almennilega þátt í leiknum.
SKUGGI.................................................................. bolti frá hægri
tek hann niður með hnakkanum (afhverju hnakkanum? ertu idjót).
BOINK
næ boltanum
SVART
boltinn náði mér tilbaka, ég sé ekki neitt. Lappirnar halda að ég sé bara farinn að sofa og ákveða að, , það sé nú bara ágætur tími fyrir blund.
JÖRÐ
eftir þessi örfáu sekúndubrot í heimi myrkursins sé ég ljósið aftur, það er ekki hvítt það er grátt, drullugrátt.
SPLASK
Og þar lá ég með andlitið ofan í jörðinni.
SVissH
Í sönnum Ninja anda stóð ég upp með því sama og neitaði öllu saman.

Tók smá pásu og svo var bara allt í fínu, svoldið skakkur núna en annars held ég að ég hafi bara haft gott af þessu.
Bölvað rugl ég var ringlaður í klukkutíma eftir æfingu, ég ætla að hringja í lækninn strax á mánudaginn. Þetta gengur ekki lengur.

23 March, 2006

Tungumálanámskeið

Það vita það ekki margir, en vegna legu íbúðarinnar minnar er ég í nánum tengslum við áhættuhópinn, að á ári hverju látast hátt í 50 manns af völdum tungumálanáms í Danmörku. Þetta er að sjálfsögðu mjög viðkvæmt mál fyrir Dani, og er kerfisbundið þaggað niður. "Óheppileg" bílslys, sérkennilegir "sjúkdómar" og fleira er oft svarið frá yfirvöldum.
En við vitum hvað er að gerast, ég hef sjálfur orðið vitni af því þegar ungur maður ætlaði að segja røve, sem ku vera hið illvígasta, og hné niður. Þegar ég kom að til að aðstoða gat ég lítið gert því að hann hafði gleypt í sér tunguna. Svo virðist sem kokhljóðin og óeðlileg lega kjálkans við danskan framburð geri það að verkum að tungan rennur niður í kok. Slíkt og hið sama gerist einnig meðal Dana en Danir hafa þróað með sér sterkari tunguvöðva til að bregðast við þessari hættu. Einnig þekkist meðal aldraðra og sjúkra að binda snæri í tunguna til að hægt sé að kippa í hana þegar hún festist.
Þjóðarsetningin þeirra Rød grød med fløde, hefur ekkert með graut að gera, þetta er nationalismi af hæstu gráðu. Til að teljast Dani verðurðu að geta sagt þessa setningu óaðfinnanlega. Án dansks tunguvöðva eða snæris ertu dauðadæmdur.
Ég hef nú fyrir hönd okkar Laumudana hafið þróun á nanóteygju sem smeygt er utan um framtönn og svo límd undir tunguna. Maður getur svo óhræddur reynt að gleypa tunguna því að teygjan veitir þann auka styrk sem nauðsynlegt er að hafa.
Með þessu stöðvum við þessa þögulu slátrun vonandi endanlega. Aftur á móti verður Røve bara bannað og bagdel notað í staðinn.

19 March, 2006

Og svo kom internetið.

Og þá var kátt í höllinni.
Ég hef reyndar ekki haft tíma til að sökkva mér í alvöru internetpælingar.
Svona eins og ebay, ukbikestore og backcountry.com en það kemur að því.

En eitt af því fyrsta sem ég gerði, á eftir skattaskýrslunni að sjálfsögðu, var að fara á allofmp3.com og kaupa nokkrar plötur. Það er svo gaman.
Keypti Jack Johnson, einhver einmanna gítarleikari að gaula, virkilega fínn.
Og svo keypti ég annan einmanna tónlistarmann, Jóse Gonsalez eða eitthvað álíka. Hann er svo einmanna að hann er að deyja úr væli, hann er ágætur við fyrstu hlustun en veit ekki hvað hann lifir lengi. Hann deyr ábyggilega úr harmi fljótlega.
Hann á lag í einni flottustu auglýsingu sem ég hefi séð. Skopparaboltaauglýsingin frá Sony. Í henni fleygja þeir nokkur þúsund skopparaboltum niður brekku og taka myndir af því. Ótrúlega flott. Skoðið líka heimildarmyndirnar.


Svo var eitthvað banvænt enskt fyrir valinu, rússnenskt eða er það rússneskt, eða rússlengst, eða bara rússlenkst eða kannski rússnest. Ég er ekki alveg að ná samhenginu í þeirri tónlist, gæti verið úr kvikmynd eða eitthvað allavega misjöfn tónlist.

Og svo ekki gleyma Bob Dylan. Hann vælir ekki, hann er dauður. Tónleikaplata sem ég er ekki búinn að ná almennilegri hlustun á, en ég tók eftir því strax að þarna var alvöru listamaður, sem getur breytt textunum ef svo ber undir. Minnti mig á þegar Jói er að syngja og lætur bara orðin passa.

En svo þegar maður komst í tónlistarhaminn fór ég að kíkja á safnið aftur og setti Oasis í gang og viti menn þá rámaði mig lag með Nýrri Danskri. Fór að grafa og svo: The meaning of soul af plötunni Don't beleive the truth er ótrúlega líkt laginu Fluga sem ég fann á safnplötunni ný dönsk 1987-97.

og nú er sagan öll.

10 March, 2006

Eg keypti mer kodda

Eg for og keypti mer speis kodda, tad er bara rugl.
Hann er asnalegur og virkar ekki nema ad tad se heitt inni i herberginu.
...og ta getur madur ekki sofnad.

Annars er eg ekki kominn med internetid aftur tannig ad eg nenni ekki ad skrifa neitt.
bless.

02 March, 2006

Hædi ho

Her snjoar.
og er stillt vedur.
Af hverju snjoadi ekki heima og var stillt vedur.

Eg ætla ad fara i Bilka a eftir og kannski i IKEA.

jamm, tad er allt ad gerast.

19 February, 2006

Internetid biladi

Hvad gerir madur an internets.
Tad er natturulega hægt ad gera fullt. En tegar madur nennir ekki ad gera neitt ta snyr madur ser ad besta vininum.
Sjonvarpinu
Vissud tid ad full utgafa af Das Boot tekur 4 tima og 42 minutur ad spila + pasur.
En annars frabær mynd, flott ad sja hana a tveimur kvoldum, ekki i einu.
Ghost busters 102 min
Phonebooth 84min
Mississippi Burning 143min
Godfather 1 2 og 3 Ekki spyrja.

11 February, 2006

5000Hz er það ekki skítnógu gott fyrir þig.

Lækninum fannst það alla vega, og ef maður lítur á björtu hliðarnar að þá er það betra en að heyra aðeins tóna undir 4999Hz.
En alla vega þá heimsótti ég lækninn um daginn, og hafði toppheyrn á hægra en heyrði upp að ca. 5000Hz á vinstra. Rest gæti komið einhvern tíma seinna en ekkert hægt að fullyrða. Heyrnin er samt ekki stærsta vandamálið, ég á í erfiðleikum með að liggja.
Ég meina það, hvers konar vandamál er það, þetta er náttúrulega bara rugl.
En það er eitthvað bilað í jafnvægiskerfinu, eða einhverju öðru og þegar ég ligg og sný höfðinu til vinstri þá fæ ég sjóntruflanir og svima.
Merkilegt.
Já það þykir mér.
Ef ég ligg nógu lengi á vinstri hliðinni þá hverfur það. En þá get ég ekki staðið upp í nokkrar mínútur. Jaa, Ég get reyndar staðið upp, en þá verð ég að halda mér í eitthvað.

Fer í brein skanning eftir mánuð ef þetta lagast ekki.
En nú vandast málið, læknar vita náttúrulega ekkert í sinn haus. Svo að nú bið ég um tilboð í sjúkdómsgreiningu.
Ég fæ líka hausverk, ekki stingandi, frekar svona doða í yfirborðið.
Og hálsinn og herðarnar eru bólgnar og fastar.
Og það suðar í vinstra eyranu.

06 February, 2006

Eitt í viðbót og svo er ég hættur.

Ég átti í deilum við Tyrkja í gær um margumtalað málefni.
Hann vildi koma mér í skilning um það að ég ætti að taka tillit til múslima. Og ég sömuleiðis koma honum í skilning um það að múslimar ættu að taka tillit til mín. Þetta gekk hægt.
En eitt af því sem að hann sagði vakti mig til umhugsunar. Þeir brenna fána og sendiráð af því að þeir halda að þeir hafi ekki annarra kosta völ, ef þeir gera það ekki þá eru þeir linir og missa sinn stall meðal annarra múslimaþjóða.
Og þá fór ég að spá aðeins, jújú gott og gilt. En weit a minit, við tökum alveg gríðarlega mikið tillit til þeirra aðferða í diplómatíi.
Dæmi, Múhammeð - íslenski fáninn. Ísland = Syría Bandaríkin = Danmörk
Amerískt dagblað birtir myndir af fólki í fötum búnum til úr íslenska fánanum og einhverjum feitum Ameríkana í fánanærbuxum.
Allt verður vitlaust á Íslandi (segjum að sambandið hafi verið slæmt fyrir) og við kveikjum í Bandaríska sendiráðinu og því Kanadíska líka af því að þeir eru vinir Bandaríkjamanna.

Í raunveruleikanum myndum við(alla vega ég) verða helvíti súr og heimta afsökunarbeiðni frá viðkomandi dagblaði. En það er ekkert víst að Bandaríkjamenni átti sig á þessu, þeir halda jafnvel að þeir séu að sýna okkur virðingu, sbr. eilífa notkun þeirra á Bandaríska fánanum í fatnað og allt muligt.

En ef við nýttum okkur framangreindar aðferðir, myndi það jafngilda algjörum sambandsslitum og jaðra við stríðsyfirlýsingu af okkar hálfu.

05 February, 2006

Reiði getur af sér reiði

Ég er hættur að vera reiður og pirraður, það tekur of mikla orku.
En ég er ekki hættur að vera þrjóskur. Og ég er ekki hættur að líta í kringum mig.

Wikipedia segir þetta um GDP í þessum löndum.
GDP er mælikerfi fyrir framleiðslu þjóðar, skoðað út frá neyslutölum. GDP = private consumption + government + investment + net exports. Tölur á hvern íbúa segja ekki beint til um lifistandardinn en það er fylgni þar á milli.

Heildar GDP-------------GDP per íbúa í $

  1. USA --------13.1 Billjón -------43 þús
  2. Kína --------7.1 Biljón (2004) -1.6(2005)
  3. Japan -------3.8 Biljónir -------29.9 þús
  4. Íran --------560 milljarðar ----8 þús
  5. Pólland------512 milljarðar ----13þús
  6. Danmörk ---188 milljarðar ----34.7 þús
  7. Sádí Arabía -316 milljarðar----14þús
  8. Jórdan -----24.6 milljarðar----4.5þús
  9. Ísland ------15 milljarðar------52þús
  10. Syría--------------------------1.3þús(2003)

Þetta tók svo langan tíma að ransaka þetta að ég er búinn að gleyma hvað ég lagði af stað með. Ég ætlaði að kanna hversu mikil tengsl væru milli fátæktar og vesens í löndunum. En þetta var svo mikið af tölum að ég missti alveg sjónar á markmiðinu.

Heildartalan segir til um stærð markaðarins í hverju landi, fer náttúrulega töluvert eftir fjölda mannskepna sem búa þar.

Tölur per íbúa segja svo hversu miklu fólk er að eyða á hverjum stað. Ég held að þetta taki mig betri partinn af árinu að skrúfa mig í gegnum þetta. Því að ég veit ekki hvort að það sé tekið inn í að 5000íkr í Danmörku duga lengur en 5000íkr á Íslandi. Þannig að þetta eru kannski ekki samanburðarhæfar tölur, þ.e. ekki er hægt að segja að sá sem eyðir 35 peningum í Danmörku hafi það betra en sá sem eyðir 5 peningum í Jórdan. Það er að sjálfsögðu líklegt en ekki staðfest.

Ég ætla að sofa á þessu í nokkrar vikur, og sjá hvort að ég finni út úr þessu.

En annars til að sýna hvað ég meina, þá er keypti ég í matinn í síðustu viku. 3kg af ávöxtum(25kr) , 3kg af nautahakki (alvöru ekki bland 150kr), brauð, sósur, haframjöl, grænmeti og kex og borgaði um 300dkr fyrir það.

Ég veit nú ekki hversu traustur aðili Wikipedia er, en ef ég skildi þetta GDP rétt þá passaði það við íslenska yfirlitið.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Thjodhagsyfirlit.xls

http://en.wikipedia.org/wiki/Gross_Domestic_Product#GDP_and_standard_of_living

http://www.eia.doe.gov/emeu/cabs/OPEC_Revenues/OPEC.html

www.wikipedia.org

04 February, 2006

Þetta er ekki mér að kenna.

Nú keppast allir við að sverja af sér ábyrgð á skrípómálinu. JP segja að það hafi verið Imamanarnir (skilst að það séu einhvers konar prestar) sem hafi komið þessu af stað með röngum upplýsingum um kóranbrennur og fleira hátíðlegt.
Svo kemur aðal Imaminn og segir, nei herregud det var ikke min skyld. Við fluttum ekki rangar upplýsingar. En svo skipti hann um skoðun og sagði við notuðum bara tjáningarfrelsið okkar. Og svo skipti hann aftur um skoðun og sagði hvaða upplýsingar, þetta eru bara gróusögur. Við vitum ekkert um þessar staðhæfingar. Hann hélt að hann væri háll sem áll en virkaði bara asnalegur. Hann var frekar eins feitur blár flóðhestur í ninjaleik.
Þetta er náttúrulega risamál hérna í Danmörku og í mörgum öðrum löndum. Veit ekki hversu mikið af þessu kemur heim til Íslands.
En það sem fer mest í taugarnar á mér, það sem að gerir mig alveg ógeðslega pirraðan, úrillan og reiðan er þegar talsmenn sumra múslimahópa koma fram, þá tala þeir um hvað þetta sé eðlilegt að vera pirraður og eðlilega hefði mátt búast við þessum viðbrögðum. Við verðum að vinna saman og taka tillit til hvers annars. Það verður að koma til móts við Islam.
Þetta lúkkar vel í sjónvarpi og selur nokkra sleikipinna en hvað meinar fólk.
Má ekki teikna skrípó. Eða má bara ekki teikna skrípó af Múhammeð. Eða má bara ekki stríða múslimum, búhú.
Ég sé bara ekki hvernig er hægt að réttlæta það í danskri menningu (sem er ansi lík íslenskri), að það sé einhver undanskilinn skrípó.
Og það þykir mér RISAstór hluti af þessu máli. Það að mega ekki gera grín að múhammeð er ansi stór biti af minni menningu.
Ein af mínum uppáhaldsteiknimyndasögum er frönsk. Fjallar hún um útúrreykta nunnu, sem gengur um í Dr.Martins og lemur púka og aðra franska embættismenn. Í einni sögunni drepur hún Jesú. Sem er bara sjúkt, en þannig vill ég hafa það og ég er ekki tilbúinn til að fórna því.
Og svo annað, þá var Dönum líkt við Nasista á Sky news áðan. Fólk er náttúrulega alveg snarbilað. Það eru skrípamyndir í dagblaði vs. dauðahótanir, sprengjuhótanir, íkveikjur, árásir og mannrán. Og svo er vandamálið náttúrulega að þeir örfáu sem þora að segja sannleikann eru kallaðir rasistar. Ég horfði á Sky í gær, m.a. umræður um frumvarp sem bannar fólki að gera grín að múslimum. Og til að hafa hlutfallið gott þá var einn á móti þrem í umræðunum. Við verðum að taka tillit til múslima og ekki gera grín að þeim búhú. Þessi eini vildi ekki að það væri sett í lög, og vildi ekki sjá að fólki væri mismunað eftir trúarbrögðum. Það væru lög um meiðyrði og að menn bæru ábyrgð á gjörðum sínum. Og hann var hvað eftir annað kallaður rasisti.
Það er vandamálið með sannleikann, það sjá ekki allir sama sannleikann.

02 February, 2006

Það hlýtur eitthvað annað að vera að?


Síðustu vikur hefur allt verið að verða vitlaust bæði í Danmörku en þó aðallega í miðausturlöndum og svo verið að teygja sig lengra austur í heiminum.
Ástæðan er sú að Jótlandsbréfið birti teiknimyndir af Múhammeð spámanni í september síðastliðnum. Mótmæli og fánabrennur eru tíðar(ekki í Danmörku) og höfuðstöðvar Jyllandspóstsins hafa verið rýmdar eftir sprengjuhótanir.
Nú hafa önnur dagblöð í Evrópu tekið upp hanskann fyrir Dani og birt myndirnar í sínum blöðum, sumum múslimum til mikils ama.
Þetta er mikil og áhugaverð krísa og eru mörg atriði sem ég skil ekki.
1. Hvernig stendur á því að múslimar standa svo þétt saman? Það eru aðgerðir í fleiri en einu ríki þarna niðri í kúkalabbalandi.
2. Hvernig getur maður réttlætt morðhótanir, mannrán, ofbeldi með því að segja að einhver ljótur maður í Danmörku hafi teiknað skrípó?

Þvinguð rétthugsun, alveg eins og er í öllum löndum þá er ákveðin staðalmynd. Hvernig þú átt að haga þér, hugsa, tala o.s.frv. Maður sér þetta hér og heima og í fréttunum. Verst að þetta er mestmegnis byggt á misskilningi. Fæstir þeirra hafa séð teiknimyndirnar eða vita um hvað málið snýst. Ég hef ekki séð nema eina teikningu og hún er nú ekki merkileg.
Í leiðara jórdansks dagblaðs biður ritstjórinn fólk um að sýna stillingu og skynsama hugsun. Þeir birtu nokkrar myndanna til að fólk sæi um hvað málið snérist. Ásamt því, beindi ritstjórinn athyglinni að því hvort væri verra fyrir islam, teiknimyndir eða sprengjuhótanir og ofbeldi. Hann er ekki vinsæll og fékk tiltal, ef hann var ekki bara rekinn.
Svo datt einhverjum í hug að danska ríkið ætti að biðjast afsökunar, sem betur fer er það ekki á stefnuskránni. Hvernig væri ef ríkisstjórnir ætluðu að fara að taka ábyrgð á öllu sem stendur í dagblöðum, hvað með DV eða Sun, væru þau sorprit með í ábyrgðarskírteininu.
Það er margt sem hægt er að skoða í þessu sambandi, en gremja gagnvart vestrænum þjóðum á líklega stærstan hlut í þessu máli. En á hún að öllu leyti rétt á sér?
Olía drýfur stóran hluta heimsins áfram, peningar líka, það fara ógrynni af peningum til miðausturlanda í greiðslum fyrir olíu. En þeir peningar enda yfirleitt í vasa fárra toppa, sem svo aftur kaupa eitthvað júnk frá Evrópu og Asíu til að vera flottir á því. Ég ætla ekki að segja að ég hafi vit á þessu, en olíuverð er ákveðið af miðausturlöndum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Það er náttúrulega hætta á því að Bandaríkin fari bara í stríð ef þau fái ekki betri prís, en engu að síður er þarna innmoksturstæki peningalega séð. Hvað verður svo um peningana?

En annars að þá eru innflytjendurnir hér orðnir varkárir, farnir að merkja búðirnar með danska fánanum og auglýsa hvað það sé gott að búa í Danmörku. Ég skil þá vel það er gott að búa í Danmörku, en Danir eru orðnir útlendingahatarar svo það er best að passa sig. Ég skil Dani líka vel, ég bý í Litlu-arabíu það er varla að maður sjái Dana hérna.

En nóg í bili, ég kem með fleiri fréttaskýringar seinna.

01 February, 2006

Hvernig eru dagarnir á litinn?

Ég var að búa til dagatal fyrir mig, og fór að spá í hvernig dagarnir væru á litinn.
Ég komst að þessu:
Sunnudagur = gulur
Mánudagur = appelsínugulur
Þriðjudagur = blágrár
Miðvikudagur = ljósgrár
Fimmtudagur = dökkgrár
Föstudagur = grár
Laugardagur = Rauður

Af hverju eru þrír dagar gráir? og af hverju er enginn grænn dagur?

29 January, 2006

Dagatalið hefur sagt sitt álit.

Skólinn klárast 30.júní, eða það er síðasti mögulegi prófdagur. Og byrjar aftur 28. ágúst.

Nú er bara að finna vinnu.

27 January, 2006

Þá er það afstaðið í bili.

Kláraði stærðfræði í morgun, gekk frábærlega.

26 January, 2006

Hversu ruglaður ertu?

http://www.4degreez.com/misc/personality_disorder_test.mv

Persónuleikaprófið sýndi að suma af mínum persónueiginleikum mætti skýra með mildri persónuleikatruflun. Það eru náttúrulega allir snarrruglaðir.
En ég var milli schizotypal, milli narcissistic og alvarlega histrionic. Það pössuðu nú ekki allar greiningarnar en bottom lænið passaði held ég.
Ég talaði mikið, var athyglissjúkur og hafði sérvitran hugsunarhátt.
En svo sögðu "þeir" að ég væri grunnhygginn, gervilegur, lygi að vinum mínum og ætti erfitt með að mynda sterk vinatengsl.
Þannig að þetta féll eiginlega um sjálft sig, þ.e.a.s. þetta var bara vitleysa. Ergo-Ég tala ekki mikið, ég er ekki athyglissjúkur og ég er auðveldari að lesa en barnabók.

25 January, 2006

Hvaðan ertu? Ísland er best í heimi.

Ég fór í partý í fyrrakvöld að kveðja nokkra skiptinema sem eru að yfirgefa pleisið. Skiptinemar og annað útlendingapakk dregur sig svoldið saman hérna.
Jæja, og þarna er ég búinn með rauðvínsflöskuna mína, held reyndar að einhver annar hafi drukkið meirihlutann (ræt), og langaði í öl.
Sé þá Ameríkana í vandræðum með einn kassa af bjór. Af kurteisisástæðum og af því að mér þótti það lúmskt, ákvað ég að hefja samræður sem svo vonandi myndu enda í því að hann gæfi mér einn öl.
(Ég) Hi
(USA) Hi, nice to meet you.
E- Are you sure?
U- What?
E- How can you be sure it's nice to meet me, we've only just met. For all you know I might be a real bastard. Sorry, just joking. It's just a figure of speech right.
U- Yeah, no worries. I am from USA.
E- Yes, I noticed.
Og af því að ég hafði tekið eftir hreimnum hjá honum þá fóru samræðurnar strax út í það hversu stoltur hann væri af því að vera Bandaríkjamaður. Ég reyndi hvað eftir annað að vinna mig út úr þessum samræðum með að spyrja hann um þessi og hin skíðasvæði í Bandaríkjunum. En alltaf komum við aftur að þjóðerniskenndinni hjá honum.
U- Tell me are you proud of being Icelandic.
E- I can tell you I wouldn't want to have been born anywhere else, but I really don't understand the question. My identidy is not so firmly based on nationalistic ideas (ég laug, ísland er best í heimi og ég hata útlendinga).
En svo hélt þetta áfram þar til ég slapp með því að segja að á Íslandi væru Tyrkir réttdræpir. Fékk mikil og sterk viðbrögð en allt kom fyrir ekki hann gaf mér ekki bjór.
En þetta var samt rosalega gaman, ég er búinn að hitta tvo kana og báðir eru þeir ágætis drengir en þjóðarstoltið er alveg að gera út af við þá. Ég er fyrstur að viðurkenna að Ísland er best í heimi, það er ekki það að maður skilji ekki hvernig þjóðarímyndin getur verið föst í sjálfstæðisbaráttunni, en ég þarf ekki alltaf að tala um það. Þess vegna fundu menn upp fótboltann, svo að maður gæti rætt um eitthvað gjörsamlega meningslöst við hvern sem er.

21 January, 2006

En nú er þetta breytt....

...það bara gerist aldrei neitt.

Þess vegna hef ég ekkert skrifað.

Ég fer í stærðfræðipróf á föstudaginn í næstu viku, hef verið að undirbúa mig undir það með skólafélögunum. Og svo æfa líkama og sál. Borða ávexti.

Fann verslun sem selur bora, festi upp gítarhankann.

Málaði herbergið hjá Nazar, málningin kláraðist áður en ég var búinn og það er agalega ljótt.
Veit ekki hvort að ég nenni að gera eitthvað í því.

jamm.

Hér snjóar, frýs og hlánar á víxl.

14 January, 2006

Ikeahöllinni er byggð í litalandi.

Ég hef verið í stuði síðustu daga og fékk heimilisbætingabakteríu.
Keypti borvél og ætlaði nú aldeilis að láta vegginn finna fyrir því.
Vélin er solid, 3kg eða eitthvað svoleiðis og með fullt af verkfærum með, málband og allar græjur. Tréborar, stálborar og síðast en ekki síst steinborar.

Ég valdi mér stað til að hengja gítarhanka og réðst á vegginn. Áður en að ég komst í gegnum málninguna var þessi eðal steinbor kominn í kléssu. Án gríns þá held ég að hann sé úr kókdósaáli. Ég var nú svoldið súr af því að fékk ekki einu sinni að gera út af við borvélina.

Gatið er á bak við hurð þannig að það er í lagi.

En svo varð ég að finna mér eitthvað annað að gera.
Lita
Það er bara fátt skemmtilegra.
Nú er baðherbergið, hvítt og svart það verður að hafa ljós og skugga.
Grænt, rautt og ekki gleyma bláum sem nær herberginu saman í eina heild.

Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb.

Ég myndi sýna myndir en ég gleymdi minniskortinu í fartölvunni hans Arnórs.

12 January, 2006

Eðlisfræðin búin

Ég fékk 10 hújé.

Af 13 en 10 samt hújé

11 January, 2006

Uppskrift 3

1 stk Pizza
1 stk ofn

Tökum pizzu og setjum í ofn sem hefur hitabreytingar dh á tímaskeiði dt.
Pizza=ofn dhdt

Eftir hvert tímaskeið hefur Pizza hitnað sem nemur Pizzadt
Pizza /dh=ofn dt

Tökum heildið hvoru megin.

int(pizza /dh) = int (ofn dt)

Pizza og ofn eru konstantar og má því setja út fyrir.

Það verður því.
Pizza int(1/dh) = ofn int(dt)

Pizza(lnh2-lnh1) = ofn(t2-t1)
Pizza(ln(h2/h1)=ofn(t2-t1)
eða
Pizza(h2/h1)=e^ofn(t2-t1)
hitabreyting á Pizzu er í samhengi við það hve lengi hún var í ofninum.

Frá þessu drögum við þá ályktun að þetta hafi verið tímasóun og fáum okkur pizzu.

08 January, 2006

Grænmetissúba

Og svo uppskrift 2, þessa geta nú allir gert.

Loksins eftir nokkur ár af tilraunum tókst mér að gera súpu. Það er súpu án hjálparmiðla eins og krafts eða maggi poka. Vandræðin hafa falist í því að þær hafa bæði verið bragðlausar og skrítnar.

Og trikkið var ekki merkilegt.

Fyrst setur maður svoldið af olíu í botninn á pottinum og hitar hana.
Svo setur maður svoldinn slatta af grænmetinu í botninn og frussar það
svoldið.

Erfiðara var það ekki, þegar grænmetið er steikt í olíunni nær maður bragði út úr því.

Svo bætti ég líter af vatni út í, salti, pipar, smá grjónum og meira grænmeti.
Ekki sjóða grænmetið of lengi því þá verður það bara að mauki,
Gjörsvovel
Þessi fína grænmetissúpa úr fersku hráefni frá Bazarnum á hálftíma.

Ég hrærði líka eggjahvítu út í til að þykkja hana, þá verður hún agalega ljót, en ekki verri.

Það sem ég notaði var:
Graslaukur
paprikka
eitthvað beiskt grasdót sem ég kannast ekkert við.
squash það er græni félagi avókadósins, líkist helst gúrku.
salt 2 tsk
pipar eitthvað smotterí
2 eggjahvítur
2 msk olía
1 líter vatn

Kjötbaka, ohh hvor var hun god.

Það er mikið gaman hjá mér hér í Danmörku að elda. Hráefnið er töluvert ódýrara en heima svo að maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég þarf að þróa bananalaxinn aðeins meira en kjötbakan sem ég prófaði í gær var asskoti góð.

Ég notaði 1stk. brauð úr bakaríinu ekki formbrauð heldur svona sporöskjulaga.
En það hafði þokkalega harða skorpu allan hringinn, svona eins og baguette brauðin eru, sem er möst.

400g nautahakk
2 stk. tyrkneskur pipar. ljósgrænn
1 stk tyrkneskur pipar sterkur. dökkgrænn
2. stk hvað það nú heitir graslaukur eða eitthvað þannig. Þeir voru afskaplega litlir þannig að hálfur eins og þeir eru heima á íslandi myndi duga.
4 meðal kartöflur.
1 eggaldin, avókadó held ég hann var svona eins og feitur blámaður með grænt hár.
ost.

Deig
1 bolli hveiti
4 matskeiðar vatn
1-4 tsk. salt.

Númeró únó, piparinn er skorinn niður og settur á pönnuna og hitaður í olíunni, ekki steiktur bara svona sviss sviss.
Kjötið er sett út í og steikt og mixað með piparnum. Krydda eftir smekk, ég kryddaði ca. 4 falt á við það sem ég geri venjulega. En ég krydda yfirleitt nánast ekki neitt.
þannig að 4 x nánast ekki neitt = 4 x 0 = 0.
Svona þegar ég fer að spá í það þá kryddaði ég örugglega tífalt á við venjulega, enda var það líka aðeins yfir strikið, hún var of sölt hjá mér.
Á meðan kjötið steikist eru kartöflurnar flysjaðar og skornar í bita. Þær eru síðan settar út í og bætt vatni með til að þær nái að sjóða aðeins.
Blaðlaukurinn skorinn niður og settur út í.

Svo fer maður að dunda sér aðeins í deiginu, þetta var ekki fallegt deig, en það var ágætt á bragðið.
Hveiti og salti blandað saman og vatni skvett í. Það verður að skvetta því á annars meiðir sig einhver. Mix og max og voila það er komið kjötbökudeig, ef ekki er brauð fyrir hendi er eflaust hægt að búa til bökuna bara úr deigi, ég prófa það næst.

Jæja nú eru kjöthrúgan búinn að sjóða í smá tíma, og þá er ágætt að skera niður blámanninn og henda honum út í og mixa.

Yes, ekki gleyma að það þarf að skera toppinn af brauðinu og grafa sig niður í það.
Svo má moka kjöthrúgunni af pönnunni yfir í brauðið, pas på það má náttúrulega ekki blotna of mikið. Svo setti ég nokkrar ostsneiðar ofan á kjötið. Deigið er svo lagt yfir gatið, ég þarf ekki að segja ykkur að fletja það út fyrst er það. Fínt að skvetta eða pensla smá olíu á deigið svo að það verði svolítið stökkt og salta smá.

Svo er draslið bakað í ofni þangað til deigið er orðið gott á bragðið, þetta tók mig 15mín á 150 í blástursofni með grilli. Það eru örugglega 25-30mín í venjulegum á 200.

Þessi dugaði fyrir 3 og það var smá afgangur, þannig að með meðlæti dugar hún vel fyrir 4.

Og hún var bara ógeðslega góð. aðeins of sölt en hún þarf að vera vel krydduð, því að kryddið fer svoldið í brauðið. Og það skiptir náttúrulega ekki öllu máli hvaða kryddjurtir eru notaðar, það má þess vegna vera papprikka og laukur fyrir tyrkneska piparinn. Þetta var bara í ísskápnum hjá mér.

Bara tilhugsun, fær mig til að langa í aðra. Brauðið varð stökkt og blautt á sama tíma mmmm, deigið varð svona salt brauð til að spísa með og kjöthrúgan var alveg eðal.

og að bæta við beikoni ohhhooohsllleeeef, og kannski smá jalepeno og ananas húje.