24 March, 2006

Babú babú hætta á ferð.

Ég ákvað að fara aftur á knattspyrnuæfingu áðan, eftir langt hlé. Var bara nokkuð sprækur.
En...
Annars færi maður nú ekki að skrifa um fótboltaæfinguna.
En...
fitubollufótbolti er nú ekki það heillandi að maður þurfi eða þori að lýsa því í orðum.
En...
eyrnabólga getur aftur á móti verið heillandi.
En...

Nú hafði ég verið nokkuð góður í hausnum síðasta mánuðinn, ekki haft teljandi vandræði með jafnvægið. Svo að ég ákvað að fara í fótbolta.
Komst skammlaust í gegnum upphitunina. Skoraði mark í fyrstu snertingu. Fyrsti skallinn heppnaðist líka vonum framar, hann var inni ég er að segja ykkur það.
Jæja nú var minns farinn að hitna og bara orðinn nokkuð brattur. Óhræddur að taka almennilega þátt í leiknum.
SKUGGI.................................................................. bolti frá hægri
tek hann niður með hnakkanum (afhverju hnakkanum? ertu idjót).
BOINK
næ boltanum
SVART
boltinn náði mér tilbaka, ég sé ekki neitt. Lappirnar halda að ég sé bara farinn að sofa og ákveða að, , það sé nú bara ágætur tími fyrir blund.
JÖRÐ
eftir þessi örfáu sekúndubrot í heimi myrkursins sé ég ljósið aftur, það er ekki hvítt það er grátt, drullugrátt.
SPLASK
Og þar lá ég með andlitið ofan í jörðinni.
SVissH
Í sönnum Ninja anda stóð ég upp með því sama og neitaði öllu saman.

Tók smá pásu og svo var bara allt í fínu, svoldið skakkur núna en annars held ég að ég hafi bara haft gott af þessu.
Bölvað rugl ég var ringlaður í klukkutíma eftir æfingu, ég ætla að hringja í lækninn strax á mánudaginn. Þetta gengur ekki lengur.

23 March, 2006

Tungumálanámskeið

Það vita það ekki margir, en vegna legu íbúðarinnar minnar er ég í nánum tengslum við áhættuhópinn, að á ári hverju látast hátt í 50 manns af völdum tungumálanáms í Danmörku. Þetta er að sjálfsögðu mjög viðkvæmt mál fyrir Dani, og er kerfisbundið þaggað niður. "Óheppileg" bílslys, sérkennilegir "sjúkdómar" og fleira er oft svarið frá yfirvöldum.
En við vitum hvað er að gerast, ég hef sjálfur orðið vitni af því þegar ungur maður ætlaði að segja røve, sem ku vera hið illvígasta, og hné niður. Þegar ég kom að til að aðstoða gat ég lítið gert því að hann hafði gleypt í sér tunguna. Svo virðist sem kokhljóðin og óeðlileg lega kjálkans við danskan framburð geri það að verkum að tungan rennur niður í kok. Slíkt og hið sama gerist einnig meðal Dana en Danir hafa þróað með sér sterkari tunguvöðva til að bregðast við þessari hættu. Einnig þekkist meðal aldraðra og sjúkra að binda snæri í tunguna til að hægt sé að kippa í hana þegar hún festist.
Þjóðarsetningin þeirra Rød grød med fløde, hefur ekkert með graut að gera, þetta er nationalismi af hæstu gráðu. Til að teljast Dani verðurðu að geta sagt þessa setningu óaðfinnanlega. Án dansks tunguvöðva eða snæris ertu dauðadæmdur.
Ég hef nú fyrir hönd okkar Laumudana hafið þróun á nanóteygju sem smeygt er utan um framtönn og svo límd undir tunguna. Maður getur svo óhræddur reynt að gleypa tunguna því að teygjan veitir þann auka styrk sem nauðsynlegt er að hafa.
Með þessu stöðvum við þessa þögulu slátrun vonandi endanlega. Aftur á móti verður Røve bara bannað og bagdel notað í staðinn.

19 March, 2006

Og svo kom internetið.

Og þá var kátt í höllinni.
Ég hef reyndar ekki haft tíma til að sökkva mér í alvöru internetpælingar.
Svona eins og ebay, ukbikestore og backcountry.com en það kemur að því.

En eitt af því fyrsta sem ég gerði, á eftir skattaskýrslunni að sjálfsögðu, var að fara á allofmp3.com og kaupa nokkrar plötur. Það er svo gaman.
Keypti Jack Johnson, einhver einmanna gítarleikari að gaula, virkilega fínn.
Og svo keypti ég annan einmanna tónlistarmann, Jóse Gonsalez eða eitthvað álíka. Hann er svo einmanna að hann er að deyja úr væli, hann er ágætur við fyrstu hlustun en veit ekki hvað hann lifir lengi. Hann deyr ábyggilega úr harmi fljótlega.
Hann á lag í einni flottustu auglýsingu sem ég hefi séð. Skopparaboltaauglýsingin frá Sony. Í henni fleygja þeir nokkur þúsund skopparaboltum niður brekku og taka myndir af því. Ótrúlega flott. Skoðið líka heimildarmyndirnar.


Svo var eitthvað banvænt enskt fyrir valinu, rússnenskt eða er það rússneskt, eða rússlengst, eða bara rússlenkst eða kannski rússnest. Ég er ekki alveg að ná samhenginu í þeirri tónlist, gæti verið úr kvikmynd eða eitthvað allavega misjöfn tónlist.

Og svo ekki gleyma Bob Dylan. Hann vælir ekki, hann er dauður. Tónleikaplata sem ég er ekki búinn að ná almennilegri hlustun á, en ég tók eftir því strax að þarna var alvöru listamaður, sem getur breytt textunum ef svo ber undir. Minnti mig á þegar Jói er að syngja og lætur bara orðin passa.

En svo þegar maður komst í tónlistarhaminn fór ég að kíkja á safnið aftur og setti Oasis í gang og viti menn þá rámaði mig lag með Nýrri Danskri. Fór að grafa og svo: The meaning of soul af plötunni Don't beleive the truth er ótrúlega líkt laginu Fluga sem ég fann á safnplötunni ný dönsk 1987-97.

og nú er sagan öll.

10 March, 2006

Eg keypti mer kodda

Eg for og keypti mer speis kodda, tad er bara rugl.
Hann er asnalegur og virkar ekki nema ad tad se heitt inni i herberginu.
...og ta getur madur ekki sofnad.

Annars er eg ekki kominn med internetid aftur tannig ad eg nenni ekki ad skrifa neitt.
bless.

02 March, 2006

Hædi ho

Her snjoar.
og er stillt vedur.
Af hverju snjoadi ekki heima og var stillt vedur.

Eg ætla ad fara i Bilka a eftir og kannski i IKEA.

jamm, tad er allt ad gerast.