19 March, 2006

Og svo kom internetið.

Og þá var kátt í höllinni.
Ég hef reyndar ekki haft tíma til að sökkva mér í alvöru internetpælingar.
Svona eins og ebay, ukbikestore og backcountry.com en það kemur að því.

En eitt af því fyrsta sem ég gerði, á eftir skattaskýrslunni að sjálfsögðu, var að fara á allofmp3.com og kaupa nokkrar plötur. Það er svo gaman.
Keypti Jack Johnson, einhver einmanna gítarleikari að gaula, virkilega fínn.
Og svo keypti ég annan einmanna tónlistarmann, Jóse Gonsalez eða eitthvað álíka. Hann er svo einmanna að hann er að deyja úr væli, hann er ágætur við fyrstu hlustun en veit ekki hvað hann lifir lengi. Hann deyr ábyggilega úr harmi fljótlega.
Hann á lag í einni flottustu auglýsingu sem ég hefi séð. Skopparaboltaauglýsingin frá Sony. Í henni fleygja þeir nokkur þúsund skopparaboltum niður brekku og taka myndir af því. Ótrúlega flott. Skoðið líka heimildarmyndirnar.


Svo var eitthvað banvænt enskt fyrir valinu, rússnenskt eða er það rússneskt, eða rússlengst, eða bara rússlenkst eða kannski rússnest. Ég er ekki alveg að ná samhenginu í þeirri tónlist, gæti verið úr kvikmynd eða eitthvað allavega misjöfn tónlist.

Og svo ekki gleyma Bob Dylan. Hann vælir ekki, hann er dauður. Tónleikaplata sem ég er ekki búinn að ná almennilegri hlustun á, en ég tók eftir því strax að þarna var alvöru listamaður, sem getur breytt textunum ef svo ber undir. Minnti mig á þegar Jói er að syngja og lætur bara orðin passa.

En svo þegar maður komst í tónlistarhaminn fór ég að kíkja á safnið aftur og setti Oasis í gang og viti menn þá rámaði mig lag með Nýrri Danskri. Fór að grafa og svo: The meaning of soul af plötunni Don't beleive the truth er ótrúlega líkt laginu Fluga sem ég fann á safnplötunni ný dönsk 1987-97.

og nú er sagan öll.

3 comments:

Anonymous said...

já allofmp3 er algjör snilld

Anonymous said...

ég er sammála þér með hann Jose. Sótti mér hann um daginn en ég held að hann gleymist fljótlega, nema kannski skopparaboltalagið.

Eiríkur said...

Það stendur Dylan live in Horsens, ætli það sé í danska feitabolluþorpinu.