26 July, 2010

Hann á afmæli í dag.

Hver hefði trúað því að maður gæti haldið honum á lífi svo lengi. Það hlýtur að vera Elínu að þakka. Reyndar er það Elínu að þakka, PAS PÅ gargaði hún á eftir mér í gær. Minns fleygði sér í jörðina og greip trítill sem var að æfa sig í tröppuhlaupi.

Til hamingju með daginn Herman Ingvi og njóttu kökunnar.

04 September, 2009

Herman Ingvi15 August, 2009

Og nafnið er....dadaramm

He-man

28 July, 2009

Litli Drengur Eiríks og Elínarson

Það var eitt gott laugardagskvöld, Barnaby löggimann var búinn að ná þrjótnum. Stórhættulegt glæpakvendi sem píndi og myrti fólk til að ná sér í nokkra aukapeninga. Hún hafði viljað fara í sólarlandaferð, en aldrei átt næga peninga. eða eitthvað álíka. Enskir smábæir eru líklega hættulegustu búsvæði sem maður finnur. Um kvöldið var Elín ekki viss hvort að það væri allur æsingurinn í Barnaby eða hríðir sem væru að trufla hana svo að við fórum nú bara að sofa. Réttara væri að segja að ég fór að sofa og Elín undi mér það, blessunin ;) Elín svaf lítið um nóttina en ég, svo þungsvæfur sem ég er, var alveg klár á því að þetta væri nú bara en ein pirringsnóttin þar sem litli sveinn léti aðeins á sér kræla en færi svo aftur í felur. Ég svaf þokkalega, gerði nokkrar aumkunarverðar tilraunir til samúðarklapps en var ekki til stórræðanna tiltækur. Um hálfsex var nú ekki lengur vafi á hvað væri í vændum svo að við fórum á fætur og fengum okkur morgunmat. Rúmlega sex fór vatnið og hríðarnar vour orðnar óþægilegar. Við hringdum á sjúkrahúsið og þar sem að vatnið var svoldið grænt, þá sögðu þau okkur að kíkja við. Leigubílstjórinn mætti á svæðið, nánast grænn af stressi og brunaði af stað. Okkur fannst nú nóg um þegar hann skrúfaði niður rúðuna og byrjaði að væla eins og sírena....væææææííííílllll (eða þannig, hann var nú ekki alveg svo stressaður). Við komum á sjúkrahúsið tíu mínútur í átta og þá var fæðingin þegar farinn að taka óbærilega á mér, ég vældi eins og smákrakki í hvert sinn sem Elín kveinkaði sér. Elín stóð sig þó eins og hetja þrátt fyrir snöktið í kallinum. Hún missti aðeins móðinn þegar að, eftir 2 tíma í óbærilegum sársauka, hún fékk að vita allt væri enn í startholunum. Nú hef ég lofað að vera ekki með einhverjar stórkostlegar lýsingar, en ef einhver er fædd til að eiga börn þá er það Elín, 0-9 á einum og hálfum tíma. Sunnudaginn 26.júlí klukkan 11:37 kom sonur í heiminn. Eftir stífa en stutta törn á fæðingardeildinni stökk guttinn út, krumpaður, fjólublár og krúttlega ljótur. Fallegasta fjólubláa rúsína sem ég hef séð.

Litli Drengur nokkurra stunda gamall.


Litli Drengur með móður sinni á þriðja degi.

Afrekslisti:

Þetta er gáfaðsta barn sem að ég hef hitt, og nú þegar er hann búinn að:

pissa, prumpa, ropa og freta

pirrast, orga og væla

brosa, æla og brjóstin éta

búmmelúmma og gæla

Eftirmáli:

Hann hefur það gott, hann sefur núna í sófanum með mér á meðan ég skrifa tilkynningar. Mamman fékk leyfi til að leggja sig aðeins. Ég býst við að hann vakni fljótlega. Hann hefur nú sofið óralengi, rúmlega tvo tíma :þ Þegar hann hefur það gott þá höfum við það líka gott. Elín er þreytt, skiljanlega hefur nánast ekki sofið síðustu fjóra sólarhringa. Við erum svo heppin að við fáum ómetanlega hjálp frá Ingrid, mömmu Elínar, sem kom í heimsókn til að kíkja á fyrsta barnabarnið koma í heiminn. Bið að heilsa, takk fyrir kveðjurnar og hafið það gott.

12 June, 2009

Þá eru bleyjurnar komnar

Og við byrjuð að æfa okkur á Bjarna Bangsa.

Annars er það að frétta af okkur skötuhjúum að Elín er kominn í barneignarfrí og ég enn í vinnunni. Hún er því heimavinnandi, sér um að þvo þvott í nýju þvottavélinni (takk mamma og pabbi) þrífa og elda mat fyrir mig þegar ég kem þreyttur heim úr vinnunni. Það er alveg frábært, skil ekkert afhverju menn(konur) voru eitthvað vesenast í þessu. Það er bara allt auðveldara. Nú höfum við allt í einu miklu meiri tíma til að gera ekki neitt. Alveg heilan helling af sófalúrum, hjólatúrum og hundasúrum.
Ég set bráðum í gang herferð: Konuna á bak við eldavélina. Spáið í allan peningin sem við myndum spara í menntakerfinu. Þegar konurnar væru búnar með 7.bekk þá taka þær tvö ár til viðbótar í hússtjórnunarnámi og voila klárar til undaneldis.

Svo erum við vikulega á fæðingaogforeldranámskeiði. Það er notalegt, þá hittir maður annað kúlufólk. Við erum með einn eðlisfræðing í hópnum og hann er bara pirrandi.
Það mætti halda að hann væri á leiðinni í próf. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort að það sé hann en ekki konan sem á að fæða.
Og svo er annað sem kom mér svoldið á óvart. Það er að mennirnir eru með meiningar um hvort að konan eigi að fá og hvað hún eigi að fá af verkjastillandi þegar fæðingin er kominn í gang. Seríöst, það eru ekki þeir sem eru að fæða. Ég verð þarna og styð mína kæru í öllum þeim lyfjagjöfum sem hún vill og vill ekki fá.
Svo var verið að velta sér aðeins upp úr sársaukanum og við kallarnir spurðir að því hvað okkur fyndist og ég segi í grínalvöru að ég sé nú bara feginn að það sé ekki ég sem er að fæða. Svo byrjuðu menn að segja að þetta væri jú bara náttúrulegt og þessi sársauki væri bara af hinu góða og þetta væri bara ekkert mál. Hippar allir saman.

Strákurinn hefur fengið nafn, Viktoríus, í höfuðið á norskri gúmmífrænku og það er nefnileg það.

09 May, 2009

Smá dót

Við vorum að færa aðeins til í svefnherberginu. Reyna að fá meira speis. Það var varla hægt að skipta um föt þarna. Hurðin opnaðist einungis hálfa leið og nærfötin þurfti að pressupakka, skríða yfir rúmið og troða ofan í kassa undir rúmi hinum megin. Ekki optimalt.

...en smá innskot, í nettó getur maður keypt vakúmpakkara til að pakka grænmetinu sínu. Algjör snilld, ég verð að fá svona. Sjjúúúp og svo er grænmetið bara vakúmað, maður getur líka pakkað súkkulaði og kökum og litlum Bono ef maður vill.

Jæja en aftur að ommöbleringunni, ég byrjaði í gær að færa dót fram á gang svo að maður hefði pláss til að flytja rúmið yfir í hinn endann. Og það er ótrúlegt hvað, ef maður er nýtinn, maður kemur miklu drasli inn í herbergi.

Gangurinn var fyrst fylltur

Og svo stofan

Og svo byrjaði Elín að galdra...


Og voila ekkert vesen allt komst fyrir á réttum stað og masser af plads
Helmingurinn undir rúm og rest út á svalir í góða veðrið.

19 February, 2009

Myndir og meira

Ég gleymdi náttúrulega öllu því merkilega. Krakkinn var yngri en fyrr var haldið fram og barnið býst ekki við að heilsa upp á okkur fyrr en í lok júlí. Og svo var það með fallega symmetrísk höfuð. Eða svo sagði hjúkkann, eða röntgenfræðingurinn, eða kannski bara læknir, hún var í grænum slopp. En að öðru, hér koma nokkrar myndir úr hverfinu.

Við búum í þessari blokk. Hún er risastór.


við búum hedna

Og þetta er snjókarlinn okkar, hann var svolítið súr þennan dag

Hver ólétt(ur)
Elín er ólétt

Takk fyrir áhorfið, heyrumst síðar.