22 December, 2006

Kominn til Íslands

Stundum er maður ekki hæfur til að skrifa, ég er reyndar með helling til að skrifa um, kínverja, kellingar, áfengisdrykkju, flugferðir, nýja frakkann minn, pólitískar vangaveltur og margt margt fleira.

En mér er bara svo illt, að ég get ekki einbeitt mér að öðru. Við erum bara að tala um sársauka, ja kannski ekki sársauka, en á 10-skalanum þar sem 0 væri enginn sársauki og 10 væri óbærilegt, þá skorar þetta alveg 3, jafnvel 4. Þetta hlýtur titilinn óþægindi í baki, en hefur nú staðið stanslaust í 3 vikur svo að þetta fer að hækka á skalanum. Ég gerði þau mistök, þegar ég kom heim að fara í lyfjaskápinn hennar mömmu og úða í mig hinum og þessum dóprestum. Þá fyrst fór þetta að vera pirrandi. Nú get ég ekki hugsað um annað en verkjalyf, ég fór í nudd (kínverjar) og keyrði þangað í jeppanum hennar mömmu (íklæddur nýja frakkanum mínum) og ennþá þunnur eftir kveðjupartíið (áfengisdrykkja). Þeir stóðu ofan á mér í klukkutíma og losuðu mig við hausverkinn þannig að það var ekki alslæmt. En nú er ég samt alveg að komast á ælustigið aftur. Þarf að standa upp og hreyfa mig svo að þetta víki aðeins.
Annars frábært að vera kominn heim.

Ef einhver þarf á mér að halda þá bý ég á heiðvanginum og hef símann 8926817

18 December, 2006

alveg tómur

fátt að gerast
lítið að frétta

frekar litlaus í kuldanum hérna
er að spá í að fara út að hlaupa.

Sjáumst á miðvikudagskvöldið.