27 October, 2005

framhaldsserían.


Dagur 4
Bátsferð um Stokkhólm, mæli með því. Sáum allt. Og svo má ekki gleyma að versla, alltaf gaman að versla.

Báturinn sigldi um höf, vötn, síki og díki Stokkhólms. Stokkhólmur er allur á floti, litlar eyjur troðfullar af húsum. Þeir virðast skemmta sér best í því að gera upp og byggja heilu eyjurnar allar í sérstökum stíl.

En svíar eru sumir ágætir. En þeir voru samt áberandi ókurteisustu gestgjafarnir í þessari ferð. Skítapakk.

Um kvöldið fórum við á Ítalskan veitingastað, og til að halda stíl þá þurfa þjónarnir að líta svoldið ítalskt út. Það er því best að ráða Tyrki. Tyrkneski þjóninn okkar var svo ánægður að geta æft sig í almennilegri tyrknesku að hann virtist ætla að biðja Sha á staðnum. Við fengum kokteila og kaffi eins og við vildum og hann bauðst meira að segja til að endurgreiða okkur miðann til Osló ef við myndum gista lengur. En mig langaði að hitta frænku og við það sat. Dýrslegt aðdráttarafl mitt gerði vonir þjónsins að engu og við tókum næturlestina til Osló.

Dagur 5
Sjöfn var veik. Og Thor er merkilegur maður.
Í morgunmat fengum við allt sem hugurinn girntist og þar að auki gamlan ost. Gamli osturinn er uppáhald Thors. Hann er svo vondur á bragðið að hann setur þrefalt meira af smjöri en osti á brauðið þegar hann étur það.

Svo hélt sætsíingið áfram um Osló og blablabla.

Ég held að húsið þeirra teljist ekki einbýlishús heldur blokk. Það er örugglega átta hæðir. + útsýnispallur á þakinu. Bíósalur í kjallaranum, verkfæraherbergi, tvöfaldur bílskúr, tómstundaherbergi með járnbrautarlest tjugga tjugga tjúú tjúúút.

Dagur 6
Algjör geðveiki. Strætó frá Osló til Gautaborgar klukkan 12:15.
Ferja frá Gautaborg til Frederikshavn kl.18:30 og koma klukkan 21:45.
Lest frá Frederikshavn til Aarhus klukkan 22:08. Jamm tímalega séð er það varla hægt.
Unskyld men hvor megen tid har vi til at köbe en billet.
Jah, I har halvanden minut så rejser vi.
Hold da kæft man, sérðu röðina í miðasölunni.

En það hafðist og við komumst heim klukkan 2 um nóttina.

Dagur 7
Fór í próf klukkan 9, gekk fínt. Eðlisfræðitilraunir og skýrslugerð. Tók 3daga og ekkert mál.

24 October, 2005

Skandinavíureisan


Og einhver sagði að það væri frí.
Og það varð frí.

Og einhver vildi fara í ferðalag.
Og allir fóru í ferðalag.

Við, ég og Tyrkneskir skiptinemar, fórum með lestinni til Kaupinhafnar. Svo til Stokkhólms og síðan til Osló, þaðan til Árósa.

Ferðafélagar mínir og það fólk sem kemur næst því að vera vinir mínir hér í Árósum eru tvær stelpur Nazar og Sha og vinur þeirra Cetin. Fínasta pakk.

Dagur 1
Nazar og Sha ákváðu að fara í Skandinavíureisu og við Cetin slógumst í för. Fyrst lá leiðin upp í strætó sem tók okkur niður á lestarstöðina í Árósum. Þar keypti ég gamli maðurinn, löggilding á fullorðnum er við 26 ára aldur í Evrópu, lestarmiða á uppsprengdu verði. Stuttu seinna kemur sjóðheitur, blóðheitur, stórhættulegur terroristi að farast úr illsku af því að rútufyrirtækið gúdderaði ekki stúdentakortið hans og hann fékk ekki afslátt. Cetin keypti sér því miða aðra leiðina til Kaupmannahafnar með lestinni.

Upphafið virkaði vel, fengum laus sæti fyrir okkur öll á sama stað. Stuttu seinna komu réttmætir eigendur og við fluttum okkur annað og svo aftur og aftur þar til við enduðum frammi á salerni í troðstappaðri lest. Þetta var eins og Kópavogsvagninn í skólabyrjun. Börn grátandi, gamalt fólk að pissa í buxurnar og tómt vesen.

En pirringurinn rann af okkur þegar til Köben var komið. Í skyndi var farið upp á gistiheimili og farangrinum pakkað undir rúm. Út í búð og nú skyldi skoða höfuðborg fyrrum drottnara Íslendinga. Matur, ein rauðvín á mann og af stað.

Kvað skal svo skoða í köben, nú marmeyjudýrið, það er það eina sem er frægt í Danmörku. Tyrkirnir vissu ekki einu sinni hvað Tívolí var, hvað þá Legoland. Ekki var langt heim að litlu hafmeyjunni en erfitt var það. Eftir fjögurra tíma ráf um götur lastabælisins komum við að hafmeyjunni og viti menn.
Hún er sæt.
Það var logn. Það var tunglbjart. Mánaskinið lýsti upp reykinn frá iðnaðarhverfinu á hafnarbakkanum og endurspeglaðist í sjónum á bak við dísina, Þar sem hún sat hógvær og auðmjúk á sínum stalli.
Fleira var það svosum ekki það kvöldið. Nema að ég spjallaði við færeyinga sem fannst Íslendingar vera að snobba full mikið fyrir enskumælandi löndum.

Dagur 2
Við fórum á safn. Erótíska safnið þykir spennandi og hreykir sér af því að víkka sjóndeildarhring viðskiptavina sinna. Hátt hreykir heimskur sér.
Það missir alveg marks í því að vera áhugavert. Vantar allan húmor, eða almennilegar söguskýringar eða eitthvað áhugavert. Brjóst og píkur eru meiriháttar, en inni á safni bak við gler illa teiknaðar, hálftími max. Og svo í restina var maður orðinn leiður á þessu. Fór út og settist við götuna og horfði á rassa og brjóst þar til leifarnar af hópnum skiluðu sér.
Svo fórum við í siglingu um síkin. Maður verður meyr með aldrinum.
Kristjanía - súr staður súrt fólk skil ekki.

Um kvöldið settumst ég Nazar og Sha upp í næturlestina til Stokkhólms og skildum Cetin eftir með marmeyjudruslunni.

Dagur 3
National Museum in Stockholm. ææææææði, ég elska söfn brrruuulllll.
Manni verður illt í bakinum á þessu engir almennilegir stólar. Og sýningin var um gamlar mublur frá Svíþjóð. Ú, sjáðu, gamall sími. Frááábært.

Flott borg Stokkhólmur, má eiga það og það besta: music museum.
Aldrei nokkurn tíma hef ég skemmt mér eins vel á safni eins og þar. Fullt af skrítnum hljóðfærum og tónlist og maður fékk að fikta í næstum öllu. Super fantastisk

Dagur 4
Bátsferð um Stokkhólm, mæli með því. Sáum allt. Og svo má ekki gleyma að versla, alltaf gaman að versla.

Næturlest til Osló.

Uss þetta er orðið allt of langt.

09 October, 2005

Hvað er málið með Dani?

Ég skil ekki suma bekkjarfélaga mína. Þá er ég ekki að tala um tungumálið heldur þessa endalausu félagsþvingun. Það er endalaust verið að skipuleggja samkomur þar sem allur bekkurinn á að hittast. Gademmit maður ég sit með þessu pakki í 8 tíma á dag 5 daga vikunnar, ég þarf ekkert að hitta það um helgar líka.
Af hverju í ósköpunum ætti ég að koma, af því að við höfum svo mikið að tala um. "Hey, hey þú. Hvernig gekk með efnafræði-skýrsluna. Já, ok. H2O, sama hér." Vinir finna hvern annan, þannig virkar það bara, það þarf ekkert endalaust yfirborðskennt samkundukjaftæði sem enginn vill fara í.

"Njö njö njö þú ert bara félagsskítur þú kemur aldrei með okkur." "Kannski fíla ég þig bara ekki neitt, dettur þér það ekkert í hug. Fíflið þitt."

Sem betur fer hef ég mína allies í þessu sambandi, heil rotþró af félagskítum.
Kannski við gætum sett á fót leynifélag, svona neðanjarðar klóakkerfi.

Kæra dagbók

Það er nú svosem enginn sem les þetta nema þú Sjöfn. En maður verður að bæta einhverju við annað slagið.

Hér er allt komið í fasta rútínu. Ef ég er ekki þunnur á sunnudegi þá les ég nokkrar blaðsíður og reikna skilaverkefni. Á mánudegi byrjar svo dönskulærdómurinn og maður meikar ca. 8-10 tíma á dag í lestri. Þá er maður algjörlega búinn og fer heim og heldur að maður geti klárað það sem vantar upp á heima en það tekur alveg fjóra tíma að jafna sig svo að maður les í mesta lagi í auka hálftíma klukkan ellefu. Svona eru dagarnir fram að fimmtudegi.
Þá gefast allir upp og fara út á lífið aðeins til að sjá eitthvað annað. Föstudagarnir eru svo frekar léttir og menn keppast við að klára þau verkefni sem eftir eru fyrir 3-4. Því að þá byrjar fredagsbarinn. újé.

Ég tók mér pásu þessa vikuna í drykkju, veitti ekki af var kominn með króníska þynnku. Vaknaði klukkan 9 í morgun og fór út að hjóla í rigningunni ótrúlega ferskur. Þarf svo að safna saman allri stærðfræðiþekkingunni núna, er að fara í próf á miðvikudaginn. Hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því. Ég er bara ógeðslega klár. Viðurkenndu það bara, þú veist það alveg.

04 October, 2005

Inflytjendavandamál

Eitt af því sem kom og kemur mér sífellt á óvart er innflytjendavandamál Danmerkur. Ég veit ekkert um það ennþá nema það sem að ég les í blöðunum og heyri á fólki hér. En það er í blöðunum á hverjum degi og maður verður var við það oft á dag. Fór út að skemmta mér um daginn, og svo eins og gengur þarf maður að borða áður en maður fer heim. Við röltum á borgarabúllu og þar inni voru "tyrkir" að vinna eins og er á flestum nætursölunum. Ég reyndi að spjalla við þá en gekk seint þar sem að ég talaði litla dönsku og þeir ekki íslensku en svona lala. Á meðan á þessu stóð þá sneri einn Daninn sér að mér og spurði, hvorfor snakker du med dem?, svona eins og það þyrfti ekki að kasta kveðju á lýðinn. Ekki það að maður tali alltaf við pylsusala en ég var bara að spyrja hann með hverju hann mælti.

Svo er þetta á hverjum degi í blöðunum, ghettókrakkar og normal danir og fleira í þeim dúr. Ég held að þeir séu ekkert að vinna börnin á sitt band með því að kalla þau annars flokks.

En það er víst hluti af þessu "tyrkjapakki" sem virkar ekki almennilega sækir bara bæturnar sínar og fer svo að hanga fyrir utan Bazar vest.

01 October, 2005

Sambó

Eiríki varð brátt í brók
barnið vildi í heiminn.
Saurinn slapp og ekkert djók.
Sambó var ekki feiminn