09 October, 2005

Hvað er málið með Dani?

Ég skil ekki suma bekkjarfélaga mína. Þá er ég ekki að tala um tungumálið heldur þessa endalausu félagsþvingun. Það er endalaust verið að skipuleggja samkomur þar sem allur bekkurinn á að hittast. Gademmit maður ég sit með þessu pakki í 8 tíma á dag 5 daga vikunnar, ég þarf ekkert að hitta það um helgar líka.
Af hverju í ósköpunum ætti ég að koma, af því að við höfum svo mikið að tala um. "Hey, hey þú. Hvernig gekk með efnafræði-skýrsluna. Já, ok. H2O, sama hér." Vinir finna hvern annan, þannig virkar það bara, það þarf ekkert endalaust yfirborðskennt samkundukjaftæði sem enginn vill fara í.

"Njö njö njö þú ert bara félagsskítur þú kemur aldrei með okkur." "Kannski fíla ég þig bara ekki neitt, dettur þér það ekkert í hug. Fíflið þitt."

Sem betur fer hef ég mína allies í þessu sambandi, heil rotþró af félagskítum.
Kannski við gætum sett á fót leynifélag, svona neðanjarðar klóakkerfi.

7 comments:

Anonymous said...

Sammála ég er á því stigi að ég vil bara vera með fólki sem ég þekki og eru vinir mínir. Guðný Anna myndi segja að maður þyrfti að fara á svona samkomur til að stækka öryggismottuna sína - sem er kannski rétt. En mér finnst bara mínir vinir lang skemmtilegastir

Anonymous said...

Félagskítar! Það er verst að dönsku óvinir þínir geti ekki lesið íslensku.

Anonymous said...

ég þoli ekki heldur Dani, ef það mundi einhver baun labba framhjá mér þá mundi ég bítann og skallann svo og segja honum að hunskast heim til sín og segja honum að hætta að rækta tré og fara að rækta fjöll svo það verði eitthvað að sjá í þessu asnalega landi og svo mundi ég pissa á alla ljósastaura í landinu og eigna mér það og URRRRRRRRRR....

Eiríkur said...

þetta eru aumingjar

Anonymous said...

Eiríkur er ógeðslega klár

Anonymous said...

úú þú ert svo sætur Eiríkur og þú líka Sjöfn.

Anonymous said...

og Billy líka þú ert geðveikt sætur