29 January, 2006

Dagatalið hefur sagt sitt álit.

Skólinn klárast 30.júní, eða það er síðasti mögulegi prófdagur. Og byrjar aftur 28. ágúst.

Nú er bara að finna vinnu.

27 January, 2006

Þá er það afstaðið í bili.

Kláraði stærðfræði í morgun, gekk frábærlega.

26 January, 2006

Hversu ruglaður ertu?

http://www.4degreez.com/misc/personality_disorder_test.mv

Persónuleikaprófið sýndi að suma af mínum persónueiginleikum mætti skýra með mildri persónuleikatruflun. Það eru náttúrulega allir snarrruglaðir.
En ég var milli schizotypal, milli narcissistic og alvarlega histrionic. Það pössuðu nú ekki allar greiningarnar en bottom lænið passaði held ég.
Ég talaði mikið, var athyglissjúkur og hafði sérvitran hugsunarhátt.
En svo sögðu "þeir" að ég væri grunnhygginn, gervilegur, lygi að vinum mínum og ætti erfitt með að mynda sterk vinatengsl.
Þannig að þetta féll eiginlega um sjálft sig, þ.e.a.s. þetta var bara vitleysa. Ergo-Ég tala ekki mikið, ég er ekki athyglissjúkur og ég er auðveldari að lesa en barnabók.

25 January, 2006

Hvaðan ertu? Ísland er best í heimi.

Ég fór í partý í fyrrakvöld að kveðja nokkra skiptinema sem eru að yfirgefa pleisið. Skiptinemar og annað útlendingapakk dregur sig svoldið saman hérna.
Jæja, og þarna er ég búinn með rauðvínsflöskuna mína, held reyndar að einhver annar hafi drukkið meirihlutann (ræt), og langaði í öl.
Sé þá Ameríkana í vandræðum með einn kassa af bjór. Af kurteisisástæðum og af því að mér þótti það lúmskt, ákvað ég að hefja samræður sem svo vonandi myndu enda í því að hann gæfi mér einn öl.
(Ég) Hi
(USA) Hi, nice to meet you.
E- Are you sure?
U- What?
E- How can you be sure it's nice to meet me, we've only just met. For all you know I might be a real bastard. Sorry, just joking. It's just a figure of speech right.
U- Yeah, no worries. I am from USA.
E- Yes, I noticed.
Og af því að ég hafði tekið eftir hreimnum hjá honum þá fóru samræðurnar strax út í það hversu stoltur hann væri af því að vera Bandaríkjamaður. Ég reyndi hvað eftir annað að vinna mig út úr þessum samræðum með að spyrja hann um þessi og hin skíðasvæði í Bandaríkjunum. En alltaf komum við aftur að þjóðerniskenndinni hjá honum.
U- Tell me are you proud of being Icelandic.
E- I can tell you I wouldn't want to have been born anywhere else, but I really don't understand the question. My identidy is not so firmly based on nationalistic ideas (ég laug, ísland er best í heimi og ég hata útlendinga).
En svo hélt þetta áfram þar til ég slapp með því að segja að á Íslandi væru Tyrkir réttdræpir. Fékk mikil og sterk viðbrögð en allt kom fyrir ekki hann gaf mér ekki bjór.
En þetta var samt rosalega gaman, ég er búinn að hitta tvo kana og báðir eru þeir ágætis drengir en þjóðarstoltið er alveg að gera út af við þá. Ég er fyrstur að viðurkenna að Ísland er best í heimi, það er ekki það að maður skilji ekki hvernig þjóðarímyndin getur verið föst í sjálfstæðisbaráttunni, en ég þarf ekki alltaf að tala um það. Þess vegna fundu menn upp fótboltann, svo að maður gæti rætt um eitthvað gjörsamlega meningslöst við hvern sem er.

21 January, 2006

En nú er þetta breytt....

...það bara gerist aldrei neitt.

Þess vegna hef ég ekkert skrifað.

Ég fer í stærðfræðipróf á föstudaginn í næstu viku, hef verið að undirbúa mig undir það með skólafélögunum. Og svo æfa líkama og sál. Borða ávexti.

Fann verslun sem selur bora, festi upp gítarhankann.

Málaði herbergið hjá Nazar, málningin kláraðist áður en ég var búinn og það er agalega ljótt.
Veit ekki hvort að ég nenni að gera eitthvað í því.

jamm.

Hér snjóar, frýs og hlánar á víxl.

14 January, 2006

Ikeahöllinni er byggð í litalandi.

Ég hef verið í stuði síðustu daga og fékk heimilisbætingabakteríu.
Keypti borvél og ætlaði nú aldeilis að láta vegginn finna fyrir því.
Vélin er solid, 3kg eða eitthvað svoleiðis og með fullt af verkfærum með, málband og allar græjur. Tréborar, stálborar og síðast en ekki síst steinborar.

Ég valdi mér stað til að hengja gítarhanka og réðst á vegginn. Áður en að ég komst í gegnum málninguna var þessi eðal steinbor kominn í kléssu. Án gríns þá held ég að hann sé úr kókdósaáli. Ég var nú svoldið súr af því að fékk ekki einu sinni að gera út af við borvélina.

Gatið er á bak við hurð þannig að það er í lagi.

En svo varð ég að finna mér eitthvað annað að gera.
Lita
Það er bara fátt skemmtilegra.
Nú er baðherbergið, hvítt og svart það verður að hafa ljós og skugga.
Grænt, rautt og ekki gleyma bláum sem nær herberginu saman í eina heild.

Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb.

Ég myndi sýna myndir en ég gleymdi minniskortinu í fartölvunni hans Arnórs.

12 January, 2006

Eðlisfræðin búin

Ég fékk 10 hújé.

Af 13 en 10 samt hújé

11 January, 2006

Uppskrift 3

1 stk Pizza
1 stk ofn

Tökum pizzu og setjum í ofn sem hefur hitabreytingar dh á tímaskeiði dt.
Pizza=ofn dhdt

Eftir hvert tímaskeið hefur Pizza hitnað sem nemur Pizzadt
Pizza /dh=ofn dt

Tökum heildið hvoru megin.

int(pizza /dh) = int (ofn dt)

Pizza og ofn eru konstantar og má því setja út fyrir.

Það verður því.
Pizza int(1/dh) = ofn int(dt)

Pizza(lnh2-lnh1) = ofn(t2-t1)
Pizza(ln(h2/h1)=ofn(t2-t1)
eða
Pizza(h2/h1)=e^ofn(t2-t1)
hitabreyting á Pizzu er í samhengi við það hve lengi hún var í ofninum.

Frá þessu drögum við þá ályktun að þetta hafi verið tímasóun og fáum okkur pizzu.

08 January, 2006

Grænmetissúba

Og svo uppskrift 2, þessa geta nú allir gert.

Loksins eftir nokkur ár af tilraunum tókst mér að gera súpu. Það er súpu án hjálparmiðla eins og krafts eða maggi poka. Vandræðin hafa falist í því að þær hafa bæði verið bragðlausar og skrítnar.

Og trikkið var ekki merkilegt.

Fyrst setur maður svoldið af olíu í botninn á pottinum og hitar hana.
Svo setur maður svoldinn slatta af grænmetinu í botninn og frussar það
svoldið.

Erfiðara var það ekki, þegar grænmetið er steikt í olíunni nær maður bragði út úr því.

Svo bætti ég líter af vatni út í, salti, pipar, smá grjónum og meira grænmeti.
Ekki sjóða grænmetið of lengi því þá verður það bara að mauki,
Gjörsvovel
Þessi fína grænmetissúpa úr fersku hráefni frá Bazarnum á hálftíma.

Ég hrærði líka eggjahvítu út í til að þykkja hana, þá verður hún agalega ljót, en ekki verri.

Það sem ég notaði var:
Graslaukur
paprikka
eitthvað beiskt grasdót sem ég kannast ekkert við.
squash það er græni félagi avókadósins, líkist helst gúrku.
salt 2 tsk
pipar eitthvað smotterí
2 eggjahvítur
2 msk olía
1 líter vatn

Kjötbaka, ohh hvor var hun god.

Það er mikið gaman hjá mér hér í Danmörku að elda. Hráefnið er töluvert ódýrara en heima svo að maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég þarf að þróa bananalaxinn aðeins meira en kjötbakan sem ég prófaði í gær var asskoti góð.

Ég notaði 1stk. brauð úr bakaríinu ekki formbrauð heldur svona sporöskjulaga.
En það hafði þokkalega harða skorpu allan hringinn, svona eins og baguette brauðin eru, sem er möst.

400g nautahakk
2 stk. tyrkneskur pipar. ljósgrænn
1 stk tyrkneskur pipar sterkur. dökkgrænn
2. stk hvað það nú heitir graslaukur eða eitthvað þannig. Þeir voru afskaplega litlir þannig að hálfur eins og þeir eru heima á íslandi myndi duga.
4 meðal kartöflur.
1 eggaldin, avókadó held ég hann var svona eins og feitur blámaður með grænt hár.
ost.

Deig
1 bolli hveiti
4 matskeiðar vatn
1-4 tsk. salt.

Númeró únó, piparinn er skorinn niður og settur á pönnuna og hitaður í olíunni, ekki steiktur bara svona sviss sviss.
Kjötið er sett út í og steikt og mixað með piparnum. Krydda eftir smekk, ég kryddaði ca. 4 falt á við það sem ég geri venjulega. En ég krydda yfirleitt nánast ekki neitt.
þannig að 4 x nánast ekki neitt = 4 x 0 = 0.
Svona þegar ég fer að spá í það þá kryddaði ég örugglega tífalt á við venjulega, enda var það líka aðeins yfir strikið, hún var of sölt hjá mér.
Á meðan kjötið steikist eru kartöflurnar flysjaðar og skornar í bita. Þær eru síðan settar út í og bætt vatni með til að þær nái að sjóða aðeins.
Blaðlaukurinn skorinn niður og settur út í.

Svo fer maður að dunda sér aðeins í deiginu, þetta var ekki fallegt deig, en það var ágætt á bragðið.
Hveiti og salti blandað saman og vatni skvett í. Það verður að skvetta því á annars meiðir sig einhver. Mix og max og voila það er komið kjötbökudeig, ef ekki er brauð fyrir hendi er eflaust hægt að búa til bökuna bara úr deigi, ég prófa það næst.

Jæja nú eru kjöthrúgan búinn að sjóða í smá tíma, og þá er ágætt að skera niður blámanninn og henda honum út í og mixa.

Yes, ekki gleyma að það þarf að skera toppinn af brauðinu og grafa sig niður í það.
Svo má moka kjöthrúgunni af pönnunni yfir í brauðið, pas på það má náttúrulega ekki blotna of mikið. Svo setti ég nokkrar ostsneiðar ofan á kjötið. Deigið er svo lagt yfir gatið, ég þarf ekki að segja ykkur að fletja það út fyrst er það. Fínt að skvetta eða pensla smá olíu á deigið svo að það verði svolítið stökkt og salta smá.

Svo er draslið bakað í ofni þangað til deigið er orðið gott á bragðið, þetta tók mig 15mín á 150 í blástursofni með grilli. Það eru örugglega 25-30mín í venjulegum á 200.

Þessi dugaði fyrir 3 og það var smá afgangur, þannig að með meðlæti dugar hún vel fyrir 4.

Og hún var bara ógeðslega góð. aðeins of sölt en hún þarf að vera vel krydduð, því að kryddið fer svoldið í brauðið. Og það skiptir náttúrulega ekki öllu máli hvaða kryddjurtir eru notaðar, það má þess vegna vera papprikka og laukur fyrir tyrkneska piparinn. Þetta var bara í ísskápnum hjá mér.

Bara tilhugsun, fær mig til að langa í aðra. Brauðið varð stökkt og blautt á sama tíma mmmm, deigið varð svona salt brauð til að spísa með og kjöthrúgan var alveg eðal.

og að bæta við beikoni ohhhooohsllleeeef, og kannski smá jalepeno og ananas húje.