25 October, 2006

Þetta var líka hreysi.

Jæja þá erum við búin að skila Randersvej 48, því meiri tíma sem ég fékk til að hugsa um pleisið því minna langaði mig að flytja inn. En við bíðum eftir Randersvej 38 sem lítur þó nokkuð betur út og er aðeins minna. En það vantar samt bílskúr. Og svo ætla ég að reyna að fá að skoða randersvej 92 og Egåvej 7 sem eru lítil og sæt hús, sem bæði líta betur út en höllin.

Svo er bara að bíða og sjá.

22 October, 2006

dú duru rumm

jæja þá er það próf í termodynamik og kinetik, eða eðlisefnafræði varma og hreyfinga.

Nákvæmlega, það er ekki einu sinni hægt að segja nafnið eðlilega hvað þá skilja fagið. Ég er búinn að sitja sveittur síðan við byrjuðum önnina, og alla síðustu viku frá morgni og fram eftir degi við að læra þetta helvíti. Þetta er reyndar allt að koma, síðasta föstudag (fyrir viku) þegar við byrjuðum að undirbúa okkur fyrir prófið þá sátum við 4 saman í þrjá tíma og reyndum að leysa tvö dæmi. Þegar enginn okkar hafði leyst a lið í hvorugu dæminu ákváðum við að gera eitthvað annað. En þetta er allt að koma, nú get ég leyst eitt dæmi á 3 tímum.

...það er verst að ég fæ 2 tíma fyrir tvö dæmi á morgun.

En að kastalakaupum, ég reyndi að lýsa húsinu fyrir Karinu og hún heyrði bara: heil höll, dásamlegt, eigin garður, með líkamsræktarstöð og bílskúr, þvottaherbergi, ný eldavél, aðeins að lappa upp á það.

Ég sagði reyndar, hreysi, hávaði, sóðalegt og dugar.

Reyndar lýst (ljós?) mér vel á það að hafa bílskúr og reyndar líka pláss fyrir gymmið.

hehe
kollegí er fyrir lúsera, handónýta höllin mín hér kem ég.

kanski

19 October, 2006

Veldið rís

Á morgun er ég að fara niður í bæ að sækja lyklana að húsi sem liggur í ca. 1km fjarlægð frá háskólanum. Þvílíkt veldi, það eru bara einbýlishús og ég veit ekki hvað.

Ég er reyndar bara að fara að skoða og sjá hvað er hægt að troða mörgum inn í húsið. Maður meikar ekki svona fjárfestingu einn. Það ætti nú að vera pláss fyrir þrjú, þrjá.
Höllin er skráð 115fm + 25fm kjallari + 50fm bílskúr f. 5000dkr. + rafmagn og hiti.

kjallarinn er tilvalinn fyrir gymmið, skúrinn er fyrir tímavélina og ég veit ekki hvað og hvað.

en ég fer í það minnsta á morgun þarna upp eftir til að skoða þetta.

Læt ykkur vita hvernig fer.

11 October, 2006

Fleiri glósur

Heimsins minnsti (þekkti) mótor.

Inni í frumunum okkar, sem eru litlar, er "líffæri" (organelle) sem heitir mitochondria og er ennþá minna.
Inni í mitochondria fer fram stærsti hlutinn af framleiðslunni á ATP sem við notum sem orku.
Þegar við notum ATP þá breytist það í ADP sem svo þarf að breyta aftur í ATP.

Í þessu ferli er mótor, keyrður af róteindum (H+).
Magnað, ha.
Hann er svo lítill að til að komast að því hvort að hann snérist í raun og veru, þá límdu þeir eina sameind við hann og skoðuðu hvernig hún snérist.
Ástæðan fyrir því að þeir límdu sameindina við hann er sú að þeir þurftu eitthvað stærra til að fylgjast með.
Ég held reyndar að þeir séu bara að ljúga, hvernig í ósköpunum á maður að finna svona út.
Eða að þeir eru bara sjúkir.
Alla vega þurfa þeir að fara að passa sig.

10 October, 2006

Glósur

· They enter at different stages into the gluconeogenesis, Glycerol is converted by glycerol kinase to glycerol phosphate and then by glycerol phosphate dehydrogenase to dihydroxyacetone phosphate(DHAP).
And then by Triose phosphate isomerase to glyceraldehyde-3-phosphate (GAP), which fits directly into the guconeogenic pathway.

Sniðugt, ha, sem einmitt tengist (óbeint) því sem ég og Sjöfn vorum að ræða.
En það var oföndun og afhverju hún var svona hættuleg, ég var búinn að gleyma því en hún hélt því fram að uppsöfnun af CO2 og eitrun í framhaldi væri vandamálið.

Gott boð, en það er víst akkúrat öfugt. Þegar CO2 safnast í blóðinu, þá þenjast æðarnar út og kallað er eftir meira súrefni til að skipta út fyrir CO2. Sem eru til dæmis eðlileg viðbrögð við áreynslu.
Oföndun minnkar CO2-magnið í blóðinu og þá fer kerfið í gang til að stoppa CO2 - O2 útskiptinguna, þrengir æðarnar og reynir að stoppa öndunina. Það getur endað með yfirliði.
Ef CO2 magnið verður of lítið, þá fer þetta í svoldið vesen því þá hækkar sýrustig blóðsins (blóðið verður minna súrt) og það kann líkaminn ekkert allt of vel við.
En sem betur er þetta ægilega fullkomið kerfi þannig að yfirleitt gerist ekki annað en að viðkomandi fellur í yfirlið.

Hins vegar þegar GAP kynnist Aldolase ensíminu þá fáum við fructose-1,6-biphospate sem svo í framhaldi verður F-6-P með hjálp af F-1,6-biphosphatase og svo breytist F-6-P í G-6-P með phosphoglucose isomerase ensíminu og síðast en ekki síst breytist G-6-P í Glúkósa og þá eru allir ánægðir.
JEEII

07 October, 2006

Slúður

Haukur og Heiðrún eru orðin foreldrar.
Haukur Jr. er kominn í heiminn.

02 October, 2006

Ég vann orrustuna

Búinn að ná flugunni út úr herberginu.

Hún býr núna frammi í sameiginlega rýminu.

Ég drap hana reyndar um daginn.

fékk smá samviskubit.

Svo lifnaði hún við (maður er bara ömurlegur morðingi) og faldi sig inni á klósetti.

Svo hljóp hún út þegar ég fór inn að skíta (skiljanlega)