19 October, 2006

Veldið rís

Á morgun er ég að fara niður í bæ að sækja lyklana að húsi sem liggur í ca. 1km fjarlægð frá háskólanum. Þvílíkt veldi, það eru bara einbýlishús og ég veit ekki hvað.

Ég er reyndar bara að fara að skoða og sjá hvað er hægt að troða mörgum inn í húsið. Maður meikar ekki svona fjárfestingu einn. Það ætti nú að vera pláss fyrir þrjú, þrjá.
Höllin er skráð 115fm + 25fm kjallari + 50fm bílskúr f. 5000dkr. + rafmagn og hiti.

kjallarinn er tilvalinn fyrir gymmið, skúrinn er fyrir tímavélina og ég veit ekki hvað og hvað.

en ég fer í það minnsta á morgun þarna upp eftir til að skoða þetta.

Læt ykkur vita hvernig fer.

3 comments:

Anonymous said...

Vonandi færðu meðleigjendur svo þú getir farið að lifa eins og greifi. Þú gætir líka reynt að finna stærra hús. 115 fm er ekki stórt fyrir 3.

Anonymous said...

ég gæti líka selt annað nýrað og keypt eina blokk.

115fm er hellingur þegar maður býr í 16fm.

En annars þá fór ég þarna upp eftir að skoða og það var rosalegt.

25fm kjallarinn er örugglega fyrrverandi kartöflugeymsla eða kynlífsdyngja einhvers háaldraðs þýsks perverts.

Bílskúrinn var að hruni kominn og stefndi í að hann hryndi yfir mig þannig að ég hljóp út.

Húsið var nú allt í lagi, en ég myndi seint kaupa það.

og það var ekki víst að það væri hægt að leigja það lengur en fram í apríl, því að það á að rífa lengjuna og byggja nýtt.

þau viðurkenndu þó að þau væru nokkuð löt þarna og ef hægt væri að komast hjá því, þá væri þetta ekki rifið fyrr en eftir ár.

hehe ég verð að fá þetta hús, það er dásamlegt.

Anonymous said...

Var þjóðverjinn að bjóða þér eitthvað nammi?

Loksins fer maður að mæta til þín þegar maður fær eigið herbergi! Eru hrein rúmföt þá á hverjum degi?

Korridorlíf er erfitt, eitt ár er hámark eftir það er þetta ultra downhill.