11 October, 2006

Fleiri glósur

Heimsins minnsti (þekkti) mótor.

Inni í frumunum okkar, sem eru litlar, er "líffæri" (organelle) sem heitir mitochondria og er ennþá minna.
Inni í mitochondria fer fram stærsti hlutinn af framleiðslunni á ATP sem við notum sem orku.
Þegar við notum ATP þá breytist það í ADP sem svo þarf að breyta aftur í ATP.

Í þessu ferli er mótor, keyrður af róteindum (H+).
Magnað, ha.
Hann er svo lítill að til að komast að því hvort að hann snérist í raun og veru, þá límdu þeir eina sameind við hann og skoðuðu hvernig hún snérist.
Ástæðan fyrir því að þeir límdu sameindina við hann er sú að þeir þurftu eitthvað stærra til að fylgjast með.
Ég held reyndar að þeir séu bara að ljúga, hvernig í ósköpunum á maður að finna svona út.
Eða að þeir eru bara sjúkir.
Alla vega þurfa þeir að fara að passa sig.

4 comments:

Anonymous said...

hvernig lím notuðu þeir...

Anonymous said...

En þekkirðu einhvern sem hefur lifað 59 sinnum áður?

Anonymous said...

Eg veit ekki hvort ad tekki einn svoleidis. Hvernig ser madur tad, er tad stimplad a ennid.

En eg kem til ad lifa ad eilifu, eda ca. 100 ar tad er nanast ad eilifu svo ad eg get fylgst med tvi.

Anonymous said...

t.e.a.s. hvort ad einhver komi til med ad lifna aftur vid.