30 November, 2005

Á mörkunum

Ég gafst upp áðan og fór heim og sofnaði, klukkan hálf fimm. Það var næs, var að standa upp og ætla að fara að finna mér eitthvað að lesa. En ég er bara ekkert sáttur við þetta ástand, ég er að læra 8-12 tíma á dag. Og svo þegar við bætum þessum klukkutíma sem fer í að hjóla til og frá skóla og svo venjulegum kúk og piss og röfl tíma. Þá geri ég bara ekkert annað en að lesa, eða hugsa um að lesa. Ég tók upp nýjar lestrarvenjur fyrir 2 vikum reyna að komast yfir efnið í skólanum og vera í fríi heima. Síðustu tvær vikur hef ég mætt klukkan 8 og ekki farið heim fyrr en eftir 17 á daginn. Þetta hefur gengið ágætlega, þar til að maður fór að átta sig á því að maður komst ekki yfir allt efnið á þessum tíma og þurfti að fara að lesa á kvöldin líka. Og nú er danski vinur minn ákveðinn í að hætta og ætlar til Parísar eftir jól og búa með konunni sinni. Ég er þreyttur.
Hitti samt íslending sem vinnur í skólanum, er eðlisfræðingur og vinnur í við að búa til dót í geimför. Hann segir að þetta sé gaman, hann fær að "leika sér" allan daginn.
Ég tek á því fram að jólum, sé svo til.

23 November, 2005

Speki

Þessar setningar hafa einhvern veginn náð athygli minni umfram aðrar.

Change does not happen in time, change itself is time.
Electronic journal of theoratical physics.

There are no tits on the radio.
Scissor sisters

17 November, 2005

Keypti tölvu

Uss, ég sé svosum ekki eftir peningunum sem fóru í tölvuna, ca. 5 mánaða leiga. Heldur sé ég eftir tímanum sem fór í þetta. Ó boj.
Allt í einu, fyrir ca. 3 vikum varð ég alveg viðþolslaus mig langaði svo í nýja tölvu. Ekki það að ferðavélin dyggði ekki, heldur "þurfti" ég að fá nýja tölvu þetta gekk ekki lengur.
Það voru svo sem nokkar ástæður sem ég gaf mér, mín er of lengi í gang. Er lengi að opna forritin, get ekki drepið þjóðverja, skrifar ekki geisladiska, ekki hægt að vinna með stór forrit á henni og bla bla bla.
Vandamálið var að:
Ég nota engin forrit, nema músík,póst og internet. Án gríns það er eina notkunin á vélinni ekki mesta, heldur eina.
Svo hvað hef ég að gera við nýja tölvu. Jú, þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Við erum byrjuð að forrita stærðfræðidæmi inn í forrit, og tölvurnar í skólanum eru vandræðum með það. Þær eru 18 sinnum hraðvirkari en mín held ég.
Sko, hah, ég þarf tölvu.
En aftur að tímaeyðslunni, eða dundinu. Ég ætlaði að kaupa ferðavél af því að það er best, skoðaði ferðavélar í minnst 3 tíma á dag í 18 daga. Það eru alla vega 54 tímar, það er nú nokkuð mikið finnst mér. Eftir heitar samræður við sjálfan mig sá ég að ég væri bara asni og ákvað að kaupa borðvél, enda hægt að fá meiri græju fyrir peninginn. Er ekki búinn að fá vélina en ég ætla að drepa alla þjóðverjana þegar ég fæ græjuna, nei afsakið forrita í Matlab.



Ps.
En nú veit ég allt um muninn á 400MHz og 533MHz DDR minniskubbum og afhverju maður vill kaupa móðurborð með 915 kubbasetti en ekki 855 og hvers vegna dual core örgjörvi er bara stundum betri og 64 bita virkar ekki alltaf eins og hann á að gera... DÍÍSEES.

07 November, 2005

Kóngurinn mætti á svæðið.

Hvað haldið þið að hafi gerst áðan. Það er ekki nema von að þú lesandi hafir ekki hugmynd um það. Let me forklare það örlítið better. Ég var að æfa fjarstýringuna og hvað sé ég Davíð Oddsson var að flytja veðurfréttir í norsku sjónvarpi. Hann er ótrúlegur.

...eða að genamengi mannskepnunnar er takmarkað.