17 November, 2005

Keypti tölvu

Uss, ég sé svosum ekki eftir peningunum sem fóru í tölvuna, ca. 5 mánaða leiga. Heldur sé ég eftir tímanum sem fór í þetta. Ó boj.
Allt í einu, fyrir ca. 3 vikum varð ég alveg viðþolslaus mig langaði svo í nýja tölvu. Ekki það að ferðavélin dyggði ekki, heldur "þurfti" ég að fá nýja tölvu þetta gekk ekki lengur.
Það voru svo sem nokkar ástæður sem ég gaf mér, mín er of lengi í gang. Er lengi að opna forritin, get ekki drepið þjóðverja, skrifar ekki geisladiska, ekki hægt að vinna með stór forrit á henni og bla bla bla.
Vandamálið var að:
Ég nota engin forrit, nema músík,póst og internet. Án gríns það er eina notkunin á vélinni ekki mesta, heldur eina.
Svo hvað hef ég að gera við nýja tölvu. Jú, þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Við erum byrjuð að forrita stærðfræðidæmi inn í forrit, og tölvurnar í skólanum eru vandræðum með það. Þær eru 18 sinnum hraðvirkari en mín held ég.
Sko, hah, ég þarf tölvu.
En aftur að tímaeyðslunni, eða dundinu. Ég ætlaði að kaupa ferðavél af því að það er best, skoðaði ferðavélar í minnst 3 tíma á dag í 18 daga. Það eru alla vega 54 tímar, það er nú nokkuð mikið finnst mér. Eftir heitar samræður við sjálfan mig sá ég að ég væri bara asni og ákvað að kaupa borðvél, enda hægt að fá meiri græju fyrir peninginn. Er ekki búinn að fá vélina en ég ætla að drepa alla þjóðverjana þegar ég fæ græjuna, nei afsakið forrita í Matlab.



Ps.
En nú veit ég allt um muninn á 400MHz og 533MHz DDR minniskubbum og afhverju maður vill kaupa móðurborð með 915 kubbasetti en ekki 855 og hvers vegna dual core örgjörvi er bara stundum betri og 64 bita virkar ekki alltaf eins og hann á að gera... DÍÍSEES.

15 comments:

Eiríkur said...

Ég hef ekki drepið þjóðverja í 3 mánuði.

Eiríkur said...

Maður þarf að drepa þjóðverja annað slagið.

Eiríkur said...

maður þarf að drepa þá reglulega

Eiríkur said...

drepa

Eiríkur said...

þjóðverja

Eiríkur said...

Hvenær kemur tölvan mín?

Anonymous said...

Þið eruð klikk

Anonymous said...

ég náði því ekki alveg, hverja ætlarðu að drepa? Láttu mig vita ef þig vantar aðstoð.

Eiríkur said...

Ég drap klónaða ameríkana í gær. Bara kortér en boj did it fíl gúd.

Eiríkur said...

drepa

Eiríkur said...

klón

Eiríkur said...

drepa

Anonymous said...

ég drap einhverja Ameríkana áðan og svo líka íraka svona til skiptis, írakanir voru reyndar með mér í liði en ég drap þá bara samt.

Anonymous said...

Ertu nú alveg að tapa þér ljúfurinn ? Það er ekki hollt að tapa sér í græjum. Farðu heldur út að ganga. Þú gætir jafnvel fengið þér hund til að ganga með. Það er betra en að verða græjungur.

Anonymous said...

Ertu búinn að fá tölvuna? Stenst hún allar væntingar, mtt. að drepa þjóðverja. Annað skiptir ekki máli!