22 October, 2006

dú duru rumm

jæja þá er það próf í termodynamik og kinetik, eða eðlisefnafræði varma og hreyfinga.

Nákvæmlega, það er ekki einu sinni hægt að segja nafnið eðlilega hvað þá skilja fagið. Ég er búinn að sitja sveittur síðan við byrjuðum önnina, og alla síðustu viku frá morgni og fram eftir degi við að læra þetta helvíti. Þetta er reyndar allt að koma, síðasta föstudag (fyrir viku) þegar við byrjuðum að undirbúa okkur fyrir prófið þá sátum við 4 saman í þrjá tíma og reyndum að leysa tvö dæmi. Þegar enginn okkar hafði leyst a lið í hvorugu dæminu ákváðum við að gera eitthvað annað. En þetta er allt að koma, nú get ég leyst eitt dæmi á 3 tímum.

...það er verst að ég fæ 2 tíma fyrir tvö dæmi á morgun.

En að kastalakaupum, ég reyndi að lýsa húsinu fyrir Karinu og hún heyrði bara: heil höll, dásamlegt, eigin garður, með líkamsræktarstöð og bílskúr, þvottaherbergi, ný eldavél, aðeins að lappa upp á það.

Ég sagði reyndar, hreysi, hávaði, sóðalegt og dugar.

Reyndar lýst (ljós?) mér vel á það að hafa bílskúr og reyndar líka pláss fyrir gymmið.

hehe
kollegí er fyrir lúsera, handónýta höllin mín hér kem ég.

kanski

4 comments:

Anonymous said...

Mig langar í handónýta höll í últlöndum. Öfund.

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófinu.

Anonymous said...

Hvar er Dolph.....ég er með kylfuna hans!

Anonymous said...

Eirikur!
'Eg var bara jákvæð i husamálinu, ekki heimsk eins og þu lysir mig. Vona nu samt að þessi hinir husunum séu nóg huggulegir fyrir okkur!