25 January, 2006

Hvaðan ertu? Ísland er best í heimi.

Ég fór í partý í fyrrakvöld að kveðja nokkra skiptinema sem eru að yfirgefa pleisið. Skiptinemar og annað útlendingapakk dregur sig svoldið saman hérna.
Jæja, og þarna er ég búinn með rauðvínsflöskuna mína, held reyndar að einhver annar hafi drukkið meirihlutann (ræt), og langaði í öl.
Sé þá Ameríkana í vandræðum með einn kassa af bjór. Af kurteisisástæðum og af því að mér þótti það lúmskt, ákvað ég að hefja samræður sem svo vonandi myndu enda í því að hann gæfi mér einn öl.
(Ég) Hi
(USA) Hi, nice to meet you.
E- Are you sure?
U- What?
E- How can you be sure it's nice to meet me, we've only just met. For all you know I might be a real bastard. Sorry, just joking. It's just a figure of speech right.
U- Yeah, no worries. I am from USA.
E- Yes, I noticed.
Og af því að ég hafði tekið eftir hreimnum hjá honum þá fóru samræðurnar strax út í það hversu stoltur hann væri af því að vera Bandaríkjamaður. Ég reyndi hvað eftir annað að vinna mig út úr þessum samræðum með að spyrja hann um þessi og hin skíðasvæði í Bandaríkjunum. En alltaf komum við aftur að þjóðerniskenndinni hjá honum.
U- Tell me are you proud of being Icelandic.
E- I can tell you I wouldn't want to have been born anywhere else, but I really don't understand the question. My identidy is not so firmly based on nationalistic ideas (ég laug, ísland er best í heimi og ég hata útlendinga).
En svo hélt þetta áfram þar til ég slapp með því að segja að á Íslandi væru Tyrkir réttdræpir. Fékk mikil og sterk viðbrögð en allt kom fyrir ekki hann gaf mér ekki bjór.
En þetta var samt rosalega gaman, ég er búinn að hitta tvo kana og báðir eru þeir ágætis drengir en þjóðarstoltið er alveg að gera út af við þá. Ég er fyrstur að viðurkenna að Ísland er best í heimi, það er ekki það að maður skilji ekki hvernig þjóðarímyndin getur verið föst í sjálfstæðisbaráttunni, en ég þarf ekki alltaf að tala um það. Þess vegna fundu menn upp fótboltann, svo að maður gæti rætt um eitthvað gjörsamlega meningslöst við hvern sem er.

No comments: