08 January, 2006

Kjötbaka, ohh hvor var hun god.

Það er mikið gaman hjá mér hér í Danmörku að elda. Hráefnið er töluvert ódýrara en heima svo að maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég þarf að þróa bananalaxinn aðeins meira en kjötbakan sem ég prófaði í gær var asskoti góð.

Ég notaði 1stk. brauð úr bakaríinu ekki formbrauð heldur svona sporöskjulaga.
En það hafði þokkalega harða skorpu allan hringinn, svona eins og baguette brauðin eru, sem er möst.

400g nautahakk
2 stk. tyrkneskur pipar. ljósgrænn
1 stk tyrkneskur pipar sterkur. dökkgrænn
2. stk hvað það nú heitir graslaukur eða eitthvað þannig. Þeir voru afskaplega litlir þannig að hálfur eins og þeir eru heima á íslandi myndi duga.
4 meðal kartöflur.
1 eggaldin, avókadó held ég hann var svona eins og feitur blámaður með grænt hár.
ost.

Deig
1 bolli hveiti
4 matskeiðar vatn
1-4 tsk. salt.

Númeró únó, piparinn er skorinn niður og settur á pönnuna og hitaður í olíunni, ekki steiktur bara svona sviss sviss.
Kjötið er sett út í og steikt og mixað með piparnum. Krydda eftir smekk, ég kryddaði ca. 4 falt á við það sem ég geri venjulega. En ég krydda yfirleitt nánast ekki neitt.
þannig að 4 x nánast ekki neitt = 4 x 0 = 0.
Svona þegar ég fer að spá í það þá kryddaði ég örugglega tífalt á við venjulega, enda var það líka aðeins yfir strikið, hún var of sölt hjá mér.
Á meðan kjötið steikist eru kartöflurnar flysjaðar og skornar í bita. Þær eru síðan settar út í og bætt vatni með til að þær nái að sjóða aðeins.
Blaðlaukurinn skorinn niður og settur út í.

Svo fer maður að dunda sér aðeins í deiginu, þetta var ekki fallegt deig, en það var ágætt á bragðið.
Hveiti og salti blandað saman og vatni skvett í. Það verður að skvetta því á annars meiðir sig einhver. Mix og max og voila það er komið kjötbökudeig, ef ekki er brauð fyrir hendi er eflaust hægt að búa til bökuna bara úr deigi, ég prófa það næst.

Jæja nú eru kjöthrúgan búinn að sjóða í smá tíma, og þá er ágætt að skera niður blámanninn og henda honum út í og mixa.

Yes, ekki gleyma að það þarf að skera toppinn af brauðinu og grafa sig niður í það.
Svo má moka kjöthrúgunni af pönnunni yfir í brauðið, pas på það má náttúrulega ekki blotna of mikið. Svo setti ég nokkrar ostsneiðar ofan á kjötið. Deigið er svo lagt yfir gatið, ég þarf ekki að segja ykkur að fletja það út fyrst er það. Fínt að skvetta eða pensla smá olíu á deigið svo að það verði svolítið stökkt og salta smá.

Svo er draslið bakað í ofni þangað til deigið er orðið gott á bragðið, þetta tók mig 15mín á 150 í blástursofni með grilli. Það eru örugglega 25-30mín í venjulegum á 200.

Þessi dugaði fyrir 3 og það var smá afgangur, þannig að með meðlæti dugar hún vel fyrir 4.

Og hún var bara ógeðslega góð. aðeins of sölt en hún þarf að vera vel krydduð, því að kryddið fer svoldið í brauðið. Og það skiptir náttúrulega ekki öllu máli hvaða kryddjurtir eru notaðar, það má þess vegna vera papprikka og laukur fyrir tyrkneska piparinn. Þetta var bara í ísskápnum hjá mér.

Bara tilhugsun, fær mig til að langa í aðra. Brauðið varð stökkt og blautt á sama tíma mmmm, deigið varð svona salt brauð til að spísa með og kjöthrúgan var alveg eðal.

og að bæta við beikoni ohhhooohsllleeeef, og kannski smá jalepeno og ananas húje.

4 comments:

Anonymous said...

Gaman að sjá að þú ert í góðu stuði núna og alltaf jafn flinkur að elda. Kannske maður prufi þennan rétt einhvern tímann.

Anonymous said...

Nú náði ég að verða fyrst. Annars er meira skrifað á Barnaland - börnin alltaf vinsæl - sérstaklega þegar ekki þarf að hugsa um þau og skipta á þeim.

Anonymous said...

Uhhhmmmm maður verður bara svangur.

Anonymous said...

ummm girnó þetta maður ætti jafnvel bara að prófa þennan