27 October, 2005

framhaldsserían.


Dagur 4
Bátsferð um Stokkhólm, mæli með því. Sáum allt. Og svo má ekki gleyma að versla, alltaf gaman að versla.

Báturinn sigldi um höf, vötn, síki og díki Stokkhólms. Stokkhólmur er allur á floti, litlar eyjur troðfullar af húsum. Þeir virðast skemmta sér best í því að gera upp og byggja heilu eyjurnar allar í sérstökum stíl.

En svíar eru sumir ágætir. En þeir voru samt áberandi ókurteisustu gestgjafarnir í þessari ferð. Skítapakk.

Um kvöldið fórum við á Ítalskan veitingastað, og til að halda stíl þá þurfa þjónarnir að líta svoldið ítalskt út. Það er því best að ráða Tyrki. Tyrkneski þjóninn okkar var svo ánægður að geta æft sig í almennilegri tyrknesku að hann virtist ætla að biðja Sha á staðnum. Við fengum kokteila og kaffi eins og við vildum og hann bauðst meira að segja til að endurgreiða okkur miðann til Osló ef við myndum gista lengur. En mig langaði að hitta frænku og við það sat. Dýrslegt aðdráttarafl mitt gerði vonir þjónsins að engu og við tókum næturlestina til Osló.

Dagur 5
Sjöfn var veik. Og Thor er merkilegur maður.
Í morgunmat fengum við allt sem hugurinn girntist og þar að auki gamlan ost. Gamli osturinn er uppáhald Thors. Hann er svo vondur á bragðið að hann setur þrefalt meira af smjöri en osti á brauðið þegar hann étur það.

Svo hélt sætsíingið áfram um Osló og blablabla.

Ég held að húsið þeirra teljist ekki einbýlishús heldur blokk. Það er örugglega átta hæðir. + útsýnispallur á þakinu. Bíósalur í kjallaranum, verkfæraherbergi, tvöfaldur bílskúr, tómstundaherbergi með járnbrautarlest tjugga tjugga tjúú tjúúút.

Dagur 6
Algjör geðveiki. Strætó frá Osló til Gautaborgar klukkan 12:15.
Ferja frá Gautaborg til Frederikshavn kl.18:30 og koma klukkan 21:45.
Lest frá Frederikshavn til Aarhus klukkan 22:08. Jamm tímalega séð er það varla hægt.
Unskyld men hvor megen tid har vi til at köbe en billet.
Jah, I har halvanden minut så rejser vi.
Hold da kæft man, sérðu röðina í miðasölunni.

En það hafðist og við komumst heim klukkan 2 um nóttina.

Dagur 7
Fór í próf klukkan 9, gekk fínt. Eðlisfræðitilraunir og skýrslugerð. Tók 3daga og ekkert mál.

4 comments:

Anonymous said...

jahá það hefur margt á daga þína drifið kallinn minn. Skemmtileg ferðasaga. Mig langar að sjá myndir af vinkonunum þínum. Takk. Við Eva erum veikar. Oj. Hor og hósta. Oj

Anonymous said...

en þú manst að þetta er á www og comment eins og sjúkur einstaklingur geta misskilist. Bara að hafa það í huga. Reyndar fór ég á google og gerðir nafnið þitt og síðan kom ekki. Kannski ertu seif. Hvenær kemurðu í kaffi?

Eiríkur said...

Þetta er náttúrulega mín síða og ég má segja allt sem ég vil. Ef menn skilja ekki ostbrandarann, þá þeir um það.

Anonymous said...

Komin í Heiðardalinn og nýt gestrisni bræðranna. Er að læra að senda orðsendingu.Kann ekki að segja neitt í opnu kerfi.
Bless sæti