06 February, 2006

Eitt í viðbót og svo er ég hættur.

Ég átti í deilum við Tyrkja í gær um margumtalað málefni.
Hann vildi koma mér í skilning um það að ég ætti að taka tillit til múslima. Og ég sömuleiðis koma honum í skilning um það að múslimar ættu að taka tillit til mín. Þetta gekk hægt.
En eitt af því sem að hann sagði vakti mig til umhugsunar. Þeir brenna fána og sendiráð af því að þeir halda að þeir hafi ekki annarra kosta völ, ef þeir gera það ekki þá eru þeir linir og missa sinn stall meðal annarra múslimaþjóða.
Og þá fór ég að spá aðeins, jújú gott og gilt. En weit a minit, við tökum alveg gríðarlega mikið tillit til þeirra aðferða í diplómatíi.
Dæmi, Múhammeð - íslenski fáninn. Ísland = Syría Bandaríkin = Danmörk
Amerískt dagblað birtir myndir af fólki í fötum búnum til úr íslenska fánanum og einhverjum feitum Ameríkana í fánanærbuxum.
Allt verður vitlaust á Íslandi (segjum að sambandið hafi verið slæmt fyrir) og við kveikjum í Bandaríska sendiráðinu og því Kanadíska líka af því að þeir eru vinir Bandaríkjamanna.

Í raunveruleikanum myndum við(alla vega ég) verða helvíti súr og heimta afsökunarbeiðni frá viðkomandi dagblaði. En það er ekkert víst að Bandaríkjamenni átti sig á þessu, þeir halda jafnvel að þeir séu að sýna okkur virðingu, sbr. eilífa notkun þeirra á Bandaríska fánanum í fatnað og allt muligt.

En ef við nýttum okkur framangreindar aðferðir, myndi það jafngilda algjörum sambandsslitum og jaðra við stríðsyfirlýsingu af okkar hálfu.

9 comments:

Anonymous said...

Ertu örugglega hættur?

Anonymous said...

eitt í viðbót, bjórinn kostaði sexhundruð krónur.

Anonymous said...

svo voru dúkar á borðum, kominn nýr sófi, búið að lakka gólfið og menn að drekka rauðvín. Svona er Hansen í dag.

Anonymous said...

shit, það þarf að senda Chuck Norris til laga þetta.

Chuck Norris' tears cure cancer. Too bad he has never cried. Ever

Chuck Norris has counted to infinity. Twice.

Anonymous said...

Með tilliti til þess að Danir eru vondi kallinn og Múslimar góði kallinn, og þar sem þú býrð í miðju arabaríki rétt hjá Bazar west, er það þá rétti andinn að eiga í deilum við Tyrkja. Allavega ekki minnast á það að þeir hafi verið réttdræpir á Íslandi í den tid nema að Chuk Norris eða Dolph séu nálægt, helst þeir báðir.

Anonymous said...

Það er gott að þú ert hættur. Ég var farin að halda að þetta yrði þráhyggja hjá þér. Ég var meira að segja orðin dálítið hrædd um þig þarna í barbaríinu.
Mikið er orðið huggulegt á Hansen.
Ég hef heyrt því fleygt að guðdóttir þín sé farin að skríða og jafnvel ganga.

Anonymous said...

Heyrðu annars þú veist að þú berð ábyrgð á trúaruppeldi guðdóttur þinnar. Ætlarðu að gera hana að múslíma,ásatrúarmanni, kalvinista eða e.t.v. kristnum manni? Það er um óskaplega margt að velja.

Anonymous said...

Hún verður alin upp í gömlum og góðum lútherskum gildum. Bað á laugardögum og bara nammi um helgar.

Anonymous said...

Það er gott að heyra Eiríkur minn að stúlkan fái gott uppeldi frá þér.