11 February, 2006

5000Hz er það ekki skítnógu gott fyrir þig.

Lækninum fannst það alla vega, og ef maður lítur á björtu hliðarnar að þá er það betra en að heyra aðeins tóna undir 4999Hz.
En alla vega þá heimsótti ég lækninn um daginn, og hafði toppheyrn á hægra en heyrði upp að ca. 5000Hz á vinstra. Rest gæti komið einhvern tíma seinna en ekkert hægt að fullyrða. Heyrnin er samt ekki stærsta vandamálið, ég á í erfiðleikum með að liggja.
Ég meina það, hvers konar vandamál er það, þetta er náttúrulega bara rugl.
En það er eitthvað bilað í jafnvægiskerfinu, eða einhverju öðru og þegar ég ligg og sný höfðinu til vinstri þá fæ ég sjóntruflanir og svima.
Merkilegt.
Já það þykir mér.
Ef ég ligg nógu lengi á vinstri hliðinni þá hverfur það. En þá get ég ekki staðið upp í nokkrar mínútur. Jaa, Ég get reyndar staðið upp, en þá verð ég að halda mér í eitthvað.

Fer í brein skanning eftir mánuð ef þetta lagast ekki.
En nú vandast málið, læknar vita náttúrulega ekkert í sinn haus. Svo að nú bið ég um tilboð í sjúkdómsgreiningu.
Ég fæ líka hausverk, ekki stingandi, frekar svona doða í yfirborðið.
Og hálsinn og herðarnar eru bólgnar og fastar.
Og það suðar í vinstra eyranu.

10 comments:

Anonymous said...

Það hefur aldrei verið vandamál hjá mér að liggja.

Anonymous said...

Vandamál að liggja....það er vandamál!
Er þetta ekki bara líkaminn að hafna ákvörðun heilans með að flytja til Danmerkur?

Anonymous said...

??? Stöðusteinaflakk ???
Farðu vel með þig kallinn minn.
Takk fyrir lestrarkennsluna hjá stúlkunni hún er situr hér við hliðina á mér og les moggann. Öðru hverju fussar hún svo yfir óréttlæti heimsins og segir "jahh nú dámar mér ekki". Ég ætla út á bókasafn og ná í eitthvað auðlesið handa henni eins og íslandsklukkuna eða eitthvað svoleiðis.

Anonymous said...

Ég veit hvað er að þér, þú saknar bara mömmu þinnar svo mikið. Þeir Dolph, Chuck og BS.Christiansen hafa allir lent í þessu. Mömmustrákur!

Anonymous said...

MAaammma

Anonymous said...

Já, elsku Eiríkur minn. Á ég að fljúga til þín? Ég var að skrifa ráðleggingar hérna áðan en týndi þeim einhvern veginn þegar ég ætlaði að senda og nenni ekki að skrifa þær aftur.
Heldurðu að stöðusteinaflakkið hennar kolbrúnar sé brandari eða kvilli?

Anonymous said...

http://frontpage.simnet.is/jommi/menu.htm
Þarna geturðu fundið lagið Allir krakkar og gítargrip líka. Þá getið þið Kristín Sif sungið saman og þú spilað undir.

Anonymous said...

Kvilli mun það vera. Algjörlega óábyrg ágiskun auðvitað. Hér er síða um þetta held ég.
http://www.audiometrics.com/bppv.htm

Anonymous said...

Heyrðu, ég ruglaðist. Það var hún Eva Sóllilja sem fékk senda vísuna ekki hún Kr. Sif. Þið verðið þá bara að syngja öll saman.

Anonymous said...

ertu dauður