18 September, 2006

Sjúbídúa

Ég þurfti nánast ekkert að læra í dag. Var ekki mættur upp í skóla fyrr en 10, forritaði eitthvað smotterí og fór svo inn á rannsóknarstofu að gera tilraunir með e.coli bakteríur.

Og svo þarf ég bara að skrá mig inn milli 12 og 18 á morgun í áframhaldandi skítpöddurannsóknir.

Það er ljúft að dunda sér.

4 comments:

Anonymous said...

Eftir því sem þú talar oftar um námið þitt verð ég alltaf minna og minna klár á því hvað í ósköpunum þú ert að læra.
Hilsen

Eiríkur said...

Ef ég vissi það sjálfur.

Anonymous said...

er námsráðgjafinn eitthvað búinn að svara?

Anonymous said...

Já námsráðgjafinn er búinn að svara og sagði að það ætti ekki að fara til Sweden því þar enda allir á því að kaupa sér bleikar skyrtur og fá sér strípur og eyrnalokka og eitthvað þaðan af verra........