07 May, 2006

því það er komið sumar

úha

Ég fór út að hlaupa í dag, fann nauthólsvíkurstíginn. Þar sem fólk þykist vera að hlaupa en er bara sýna stinnan rassinn og skoða aðra rassa. Svo skokkaði ég niður í bæ og í gegnum almenningsgarðinn, þar skokkar enginn. Nema ég, úha, blómin eru farinn að springa út í sumarblíðunni. Eftir nokkuð karlmennskulegt hlaup í gegnum garðinn, kassinn út, herpa rasskinnarnar saman, stút á munninn og ekki anda nema á fimm mínútna fresti, tók ég á rás heim á leið. Þá skokkaði ég í gegnum huggulegt hverfi, en hús hafa ekki mjög hvetjandi áhrif, þannig að nú fór minn að þreytast. Koma svo Eiríkur, bara tvær mínutur að gatnamótunum og svo tvær heim að næstu. Hver er sterkastur, Eiki. Hver er fljótastur, Eiki. Hver ætlar að hlaupa rest...
Og svo komst ég heim, alveg að niðurlotum kominn, eftir tæplega 15km skokk, það sem maður gerir ekki fyrir sæta rassa.

En hér er ný uppskrift, virkilega góð.
1 dós kókosmjólk
1/2 dós ananasbitar
300g kjúklingur í bitum.
200g hrísgrjón
1 laukur
2 gulrætur fyrir litinn.
nokkrir sveppir

kjúklingur steiktur, kryddaður með chili eða einhverju öðru eitri. Ég hafði hann virkilega sterkan því að kókosinn og ananasinn eru svo sætir.
Laukur, sveppir og gulrætur settar út í og steiktar með.
Ananas og kókos helt yfir.
Hrísgrjónin soðinn og helt út í.

Þetta tókst merkilega vel, svona sterkt sætt jumsi gumms. Dugir fyrir ca. þrjá fullorðna.

Svo var ég með eitthvað fleira en er alveg búinn að gleyma því hverju ég blandaði saman, þar.

14 comments:

Anonymous said...

akkúru skrifaru svona leiðinlega kveðju í gestabókin, ég vil ekkert með þig hafa hvað meinaru. Líst annars vel á þennan ananas- kókosrétt hljómar vel. Það er líka komið sumar á íslandi.

Anonymous said...

Fasisti

Eg sa eitthvad eplatresdæmi a sidunni hja ter og mundi ta eftir lagi med nyrri dønsk, Eplatre.

Svo er bara ritskodun og læti.

Anonymous said...

já já það er sko ritskoðun það má ekkert segja nú til dags. Kolla ætlaði einhvern tímann að skrifa fitubolla ef mig minnir rétt nei eða var það sæta rassgat - svona í meiningunni krúsí krúsi. Æj ég man það ekki alla vegana orð sem manni finnst venjulega ekkert svakalegt. Og þá kom svona sjálfvirk ritskoðun hja barnaland sem sagði að þetta væri dónaskapur.

Anonymous said...

en það er rosalega gott veður hérna á klakanum, aðalega þó í Hafnarfirði.

Anonymous said...

Hí hí sýndist standa þarna kókómjólk og fannst þetta sko mínus girnilegt.
En ég mátti semsagt ekki skrifa SKRAMBI sæt :o)

Anonymous said...

En hvernig væri að nota kókómjólk í eitthvað matarkyns.
Eða t.d. að þeyta rjóma og blanda hann með kakói og fá súkkúlaðirjóma.
eða bananarjóma
eða bananakókómjólk.

Anonymous said...

Já, já, bananarjómakókómjólk, var ég búinn að minnast á það hvað það er gott veður í Hafnarfirði. Bara láta vita!!!

Anonymous said...

Það snjóar á Egilsstöðum og Sjöfn, Thor og amma þín eru í heimsókn. Bráðum lýkur vetri og þá kemur betri tíð og blóm í haga.
Það eru víst komin pálmatré í Hafnarfirði.

Anonymous said...

Fór í BootCamp í morgun. Ertu búin að heyra af því? Brjáluð keyrsa. Hef aldrei svitnað svona mikið og lýg ég ekki. Sá bara stjörnur á eftir. Nú á sko að koma sér í form.

Anonymous said...

Hvernig er veðrið? Hér snjóar. Hefurðu það ekki gott, ljúflingur?

Anonymous said...

jú hef það fínt, það er sól í Hafnarfirði eins og venjulega, maður þarf að fara að vökva garðinn. Það verður sól alla helgina.

Anonymous said...

Það er verst hvað pálmatrén eu farin að byrgja fyrir útsýnið þarna í Hafnarfirði

Anonymous said...

hér er kalt og það rignir.

Anonymous said...

Jæja, þá er sumarið búið. Það var nú óvenju langt og hlýtt þetta árið. Það er byrjað að snjóa í Hafnarfirði!