02 May, 2006

Til hamingju herra Eiríkur

Loksins fann ég mig aftur í náminu. Er að skrifa ritgerð um genameðferð, það er merkilegt. Undir genameðferðar flokkinn fellur ýmislegt eins og lækning krabbameins sem á reyndar langt í land og lækning SCID (severe combined immunodeficiency) sem menn byrjuðu fyrir nokkrum árum að fikta með. SCID sjúkdómurinn er single gene, sem þýðir að eitt gen í kroppnum er gallað.

Yfirlit (í mjög stuttu máli)
Mennirnir eru með 23 litningapör. Litningarnir geyma gen. Genin segja til um framleiðslu m.a. prótína í frumunum. Ef gen er bilað þá getur prótín framleiðslan klikkað og það haft í för með sér ægilegar afleiðingar.

En alla vega börn með SCID hafa óvirkt ónæmiskerfi og það er hægt að redda þeim á ýmsan hátt.
Geyma þau í loftbólu (David varð 12 ára)
Græða heilbrigðar frumur úr öðru fólki í þau. (David dó)
Gefa þeim lyf sem hjálpa þeim að verjast sýkingum. (David hefur líklega verið dáinn)
Eða dadaradd
Laga til í genunum. (hefðir átt að þrauka í loftbólunni)

Maður býr til retróvírus, sýkir (ekki David því hann dó) sjúklinginn og þar sem að retróvírusar eru þannig úr garði gerðir að þeir setja sitt erfðaefni inn í frumurnar þá erum við búinn að koma virku erfðaefni inn í frumurnar og sjúklingurinn getur sjálfur framleitt framvarðasveitina til að slást við óboðna gesti.
Kúl eða hvað.
Þetta er náttúrulega enþá í prófun en hefur sést virka. En svo er náttúrulega galli að vírusar eru ekki gáfaðir, þeir eru sniðugir og þeim er alveg sama hvort að þeir séu með tösku fulla af seðlum eða einhverju öðru, þeim finnst bara kúl að vera vírusar. Og þar af leiðandi geta þeir stökkbreyst frá upphaflegri byggingu og ruglað kerfið.
Í því lá smá problem í lækningu við XSCID týpu sjúkdómsins. Flestir fengu ónæmiskerfi og gátu farið að hafa það þokkalegt, en sumir fengu í kaupbæti ólæknandi sjúkdóminn hvítblæði.
Og það er náttúrulega bara ves.

En þetta er ég að læra, hvernig vírusar virka, erfðaefni, uppbygging fruma og svoleiðis. Og þetta er bara orðið gaman aftur. Sjitt hvað mér var farið að leiðast.
Á næstunni er svo verkefni um samskipti fruma (efnafræði).

3 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra að þetta er orðið skemmtilegt aftur. Var farið að hafa pínu áhyggjur af þessu. En segðu mér samskipti fruma!! Er það langur kúrst. Blessaður frumi hvað ert þú að gera, ég er að stökkbreytast en þú? Ég er að mímósa -eða eitthvað. Gera ekki frumur svoleiðis. Búið.

Anonymous said...

Nakvæmlega, tetta er bara tannig. Hey Joi mig vantar skrufjarn. Palli minn ekkert mal eg redda tvi bara fyrir tig. Og svo eru allir anægdir nema David, hann do.

Anonymous said...

Við hér fyrir austan erum líka rosa fegin að þú ert að hressast. Það er engin hemja að vera að láta sér leiðast. Pabba þínum tókst að elda buff að hætti ömmu þinnar og er mjög ánægður með sig. Hann hefur að mestu tekið yfir eldamennskuna enda klár í því fagi eins og öðru og óþarfi að vera að trufla hann. Hitti yndislega barnabarnið um helgina og er í skýjunum. Gangi þér allt í haginn.