31 August, 2006

Annars hugar

Vaknaði í morgun með einhverja ægilega vafatilfinningu, eins og að ég væri að gera eitthvað af mér. Ákvað svo að vera heima og lesa, sem er alltaf gaman. En nú gekk það ekki, þessi nagandi "eyða tímanum í vitleysu tilfinning" hékk bara á mér og var að gera mig brjálaðan. Svo að ég er nú í yfirvegunarpásu. Ég er að reyna að fá yfirlit yfir hvað ég er að læra, hvaða markmiðum ég stefni að, hvort að þetta passi saman og hvort að tímanum væri ef til vill betur varið í eitthvað allt annað. Það er ágætt að vera einbeittur og stefna á eitthvað, sem að svona þverhaus eins og ég er góður í. En ef stefnan er vitlaus...
Þó að þetta sé einungis fyrir mig þá ákvað ég að fara í þetta opinberlega til að ég þyrfti að hugsa mig betur um þegar ég skrifa.

Stig eitt:
Af hverju er ég að læra:
Af því að ég nenni ekki að vinna.
Af því að ég vil vinna við rannsóknir og þróun.

Hvernig rannsóknir og þróun.
Skynjarar: sem vinna í líkamanum. Rafmagns eða lífefnafræðilegir skynjarar.
Hönnun á gervilimum út frá hreyfigetu, stuðningi, snerpu og næmni venjulegs útlims.

Hvað þarf ég að læra til að komast í það.
Líffræði: Stoðkerfi, vöðvauppbyggingu, taugaboð.
Efnafræði: Uppbygging prótína, boðefna sem og byggingarefna til að nota í framleiðslu.
Eðlisfræði: Grunnþekking á aflfræði, álagsreikningi, brotþoli og fleira sem þyrfti til að búa græjuna til.
Rafmagnsfræði: Merkjafræði fyrir aukin skilning á rafboðum, forritun, skynjaratækni.
peninga

Hvað er ég að læra:
Nanófræði, sem snýra að framleiðslu hluta af stærðargráðu 0,1nm - 100nm. Byggir því að miklu leyti á námsefni í þeim stærðarflokki, einhverju sem er allt, allt of lítið.
Líffræði: Uppbygging og virkni DNA, prótína, molecular biology.
Efnafræði: Almenn efnafræði, lífræn efnafræði, eðlisefnafræði.
Eðlisfræði: Afl, bylgju, vökva, hita og svo skammtafræði.
Rafmagnsfræði: forritun.

Hvað vantar:
Betri yfirsýn í líffræðinni t.d. stoðkerfið. Skynjaratækni, merkjafræði úr rafmagnsfræði. Námsáhuga.

Er þetta eitthvað að passa:
hef ekki hugmynd, þarf að skoða það og vera fljótur að því. Sem nanófræðingur ætti ég að hafa greiðan aðgang í þann starfshóp sem ynni í skynjarageiranum, þar sem ég væri með þekkingu á starfsemi líkamans, efnafræðinni fyrir boðefnin sem þyrfti í skynjarann sjálfan og skilning á mæligræjunum. En ég myndi ekki hafa hugmynd um hvað heilinn væri að gera eða hvernig forrita ætti skynjarann.

Er til eitthvað annað sem passar betur:
Veit það ekki þarf að spyrja, er búinn að spyrja nokkra og þeir héldu að ég væri á réttum stað, en þeir voru einhverjir eðlisfræði nördar. Siggi segir mér að koma til Svíden og læra rafmagnsverkfræði og eitthvað bíó þar. Þarf að tala betur við Sigga.

Væri tímanum betur varið í eitthvað annað:
Já, úti að leika, það er ekki hollt að hugsa svona mikið.

8 comments:

Anonymous said...

jamm spurning um að sleppa því að ofhugsa hlutina. Tekur bara crashkúrs í anatomiunni einhvertíma og skreppur svo í taugalífeðlisfræði eftir nanoið og þá er þetta komið.
Chill bitch :o)

Anonymous said...

Ekki létt að hugsa Eiki, þetta þvælist fyrir manni. Mæli með því að þú kíkir hingað í Lundinn fljótlega og við tökum smá rúnt um svæðið.

Annars er myndband dagsins þetta myndband

Anonymous said...

Bíta á jaxlinn og bölva í hljóði.
Hvernig hefur Haukur það annars? Er hann ekki alltaf jafn kátur?
Hafðu það gott og mundu bara að njóta lífsins hvað svo sem þú gerir.

Anonymous said...

And the cheerleaders have arrived!!!

Go Eiki, go Eiki, go Eiki ggggooooooooo Eiiikiiiiiii minn

Anonymous said...

Ekki láta Sigga plata þig í neina vitleysu, það ganga nebblega allir í bleikum fötum í Sweden.

Anonymous said...

Svíþjóð er svakalegt. Eiki hefur sagt við mig margoft að sig hafi alltaf dreymt um ljóshærðar meyjar. Nóg af þeim hér
mynd

Þar sem þið bræður eruð báðir Cherrychoco þá passar bleikt ykkur vel. Hinsvegar má deila um margan svíann sem er ljóshærður með skyrtuna bundna um háls og látin lafa aftur á bak og klæddur í bleikum pólobol.

Eiki þú átt eftir að sjá margt hérna!

Anonymous said...

Siggi svarar þessu alveg sjálfur, ljóshærðir svíar með bleikar skirtur um hálsinn. Nei takk. Svo er gaurinn á myndinni meira málaður heldur en gellurnar. Er Siggi að verða svona?

Anonymous said...

Ja, formentlig sa det er