18 April, 2006

Asterix í Chamonix 1

Jæja hvernig á að byrja, ætli sé ekki bara best að byrja á mynd. Hér er örri að pakka í bílinn í Vejle, þar sem að ég hitti strákana. Vejle er eitthvert villimannasambýli á Jótlandi. Ég vill ekki hafa of mörg orð um bílferðina suður til Cham, því að þá missi ég kúlið. En ferðin tók um 16 tíma, í stanslausri hryggskekkju. Eintóm gleði.
Svo þegar suður var komið, brutumst við inn í íbúðina sem var merkilega snyrtileg og vel búinn. Hefði hún vel rúmað 10 manns með smá náungakærleik. Ekki var laust við að það væri kominn svoldill fiðringur í liðið þá og þegar, en skynseminn sagði að nú skyldi hvílt og svo haldið upp í brekku. Eftir tíðindalítlar þrjár stundir, ruku menn upp stálhressir og eitthvað varð að fara að gera fyrst menn voru mættir.
ÉTA, það er eitthvað sem þeir geta.

Morgunmatur var snæddur til að hafa orku í þetta allt saman.
Nú var litli Eiríkur að farast úr spenningi yfir því að vera kominn af flatanum og langaði upp í fjall. Menn voru því reknir út að leigja skíði og dót og svo upp í fjall.
En, nota bene, kúlið mátti aldrei tapast.
Menn komust í miðasöluna, ískaldir á því.


Svo komumst við upp á svæði og kúlið myndaði hrím á skiðagleraugun.
En svo tapaðist það gjörsamlega þegar rennslisgleðin tók völdin, og menn tístu af gleði er þeir renndu sér niður fyrstu ferðina. Og svo var það ekki mikið fleira þann daginn.... eða hvað. (pistlinum varð að skipta í nokkrar ræmur, sjá næsta)

3 comments:

Anonymous said...

mér finnst þið mjög kúl

Anonymous said...

Hver er þessi ungi maður á neðstu myndinni, hann sést líka á nokkrum öðrum myndum og er afskaplega fallegur og flottur sama hvernig hann er klæddur og hvort sem það er sól eður ei. Er hægt að fá fleiri myndir af honum til að kæta geð okkar hér á klakanum.

Anonymous said...

Mér finnst þessi við hliðina á skeggjaða manninum á næstu mynd fyrir ofan, líka afar fagur með svo geislandi og falleg bros