13 November, 2006

Ísland best í heimi.

Í morgun vaknaði ég ægilega glaður, nánast hamingjusamur, svo fannst mér eitthvað vanta og varð næstum því glaður.
Ég held að ég sé ástfanginn.
Nú þarf ég bara að sannfæra einhverja konu um að ég sé sá eini sanni.
Eða það hlýtur að vera.
Ég er með fiðrildi í maganum og sveppi og gulrætur.

Reyndar er ég líka búinn að drekka 8 kaffibolla og kominn með skjálfta. Ég fór nefnilega í kaffibindindi í tvær vikur, eða 1 viku og 2 daga eða kannski bara 4 daga einn kaffibolla og svo aðra 4 daga og mér leið rosalega vel. Svo þurfti ég að fara að mæta í fyrirlestra klukkan 8 á morgnana og klukkan 10 og klukkan eitt um daginn og það var frábært. Afslappaður, rólegur, mótækilegur, zzzzzsofandi.
Þannig að ég er byrjaður að drekka kaffi aftur, og þetta er eins og að komast í dóp eða eitthvað, kaffifíknin er svo sterk að í dag, hef ég mest setið heima og skrifað verkefni og ég hef ekki náð að klára úr bollanum áður en ég er farinn að hella upp á aðra könnu.
gnnííííííííííííííííssst

Það er svosum fátt að gerast, báðum fjallahjólunum mínum var stolið. helvítis ali babar.
Þeir brutust inn í hjólakjallarann og stálu öllum sæmilegum fjallahjólum.

og svo var ég fullur um þarsíðustu helgi
http://www.picturetrail.com/gallery.fcgi?p=999&gid=13569030
brjálað stuð.
ég var reyndar líka fullur um helgina og þar síðustu helgi.
nei það er ekki satt ekki þar síðustu helgi, þá var ég svo þreyttur að ég fór heim áður en ég varð fullur. Ég reyndi samt.
Svona er þetta þegar maður hefur ekkert betra að gera.

jæja, best að halda áfram, nanódældun hér kem ég.
merkilegt alveg sama hvaða asnalegu engilsaxnesku orð maður lærir þá er ekkert mál að snúa þeim yfir á íslensku.
af því að ....
Ísland er best í heimi.

ps. ég kem heim með Örra feita, fimmtudagsnóttina 21.des klukkan 00:20.
ég flýg héðan 20.des klukkan 20:00

11 comments:

Anonymous said...

Billy er á leiðinni að sækja hjólin fyrir þig. Hann byrjar bara á íbúð 1 í húsi 1 og lætur kylfuna hans Dolph um að tala...

Anonymous said...

Allt er bezt í hófi - hlakka til að sjá þig. Á ég að sækja þig?

Anonymous said...

en kaffi er samt ægilega gott

Anonymous said...

drukkið með skemmtilegu fólki

Anonymous said...

t.d. systrunum

Anonymous said...

hvaða hjólum var stolið frá þér...vonandi ekki þessu rosa dýra með öllum fancy búnaðinum?

Anonymous said...

Einu giant fjallahjóli sem var að detta í sundur og einu nýju gary fisher sem ég keypti fyrir 2 mánuðum. Ekkert ægilega dýrt en alveg nógu dýrt.

Anonymous said...

förum í singstar til að gleyma hjólunum.

Anonymous said...

Meðan þið farið í singstar, þá förum við að keyra í skafla hérna á Íslandi. Snjór út um allt og verður farinn á morgun.

Anonymous said...

Neits hann er ekki enþá farinn Grettir. Hvað sem þú gerir ekki gerast veðurfræðingur ;o)

Anonymous said...

Já það er rétt hjá þér Kolla mín, snjórinn er hér enn og það er bara að bæta í öllum til mikillar skemmtunar.

Hafðu engar áhyggjur ég ætla ekki að verða veðurfræðingur þegar ég verð stór.