28 December, 2007

þegar maður hefur ekkert vesen

þá finnur maður sér bara eitthvað vesen.

Ég er í miðjum próflestrinum og gengur bara vel. Svo vel að gær fór ég út að hlaupa.
Hafði hugsað mér að skokka 5-6km og koma svo við í búðinni á leiðinni heim. Eftir 3km hugsa ég að það gæti nú verið gaman að skokka aðeins lengra. Eiturfrískur og rólegu tempói lulla ég áfram og svo rúlla kílómetrarnir inn.
6km gott tempo, gæti farið hraðar en það er langt eftir.
Í 10km er ég enn frískur og hugsa að það væri nú alveg hægt að bæta nokkrum metrum við. Skokka af stað í áttina að Galten eftir þessum fallaga moldarstíg sem liggur meðfram Brabrand tjörninni. Svo koma 12km og ég er enn á sama tempóinu, þokkalega frískur svo að ég hugsa að ég klári bara hringinn í kringum tjörnina.
Þetta verður svo allt eitthvað þokukennt eftir það.
Það byrjaði að rigna, kom svarta myrkur, stígurinn breytist í drullusvað á 2-3km kafla og í 17km er allt orðið svart, ég hef ekki hugmynd um hvar ég er eða hvaða leið ég á að fara heim. Það er skítakuldi og maður kominn með krampa í lappirnar. Að lokum kom ég heim eftir 22km skokktúr.
Með viðkomu í nettó þar sem fyllt var á nammibirgðirnar.
Og svo var ég að vakna núna eftir 12 tíma svefn, þá er maður klár í lærdóminn aftur.

22 December, 2007

Þessi afgerandi augnablik

Þar sem maður virkilega þarf að hugsa sitt ráð.
Hvað er framhaldið?
Hvernig slepp ég best út úr mínum vandræðum?
Er það sem mig langar mest til að gera akkúrat núna, best, þegar til lengri tíma er litið?

Ég átti eitt slíkt hér snemma í morgun.
Dagurinn byrjaði huggulega, fór á fætur hálfníu, tók bækurnar og settist fram í eldhús til að vekja ekki frúnna.
Mallaði svo einn skammt hafragraut með rúsínum og kaffibolla í eftirrétt.

Stúderaði svo aðeins burðarþolsfræðin.
dúbí dúbí, þetta gengur bara þokkalega.
...og svo, eins og vani er, þá fer hafragrauturinn að banka, og nú búinn að háma í sig kaffi allan morguninn. Þetta er því morgunúrillur, koffínskjálfandi hafraklumpur með illt í huga.
Það er því ekki annað hægt en að skynda sér á götótta hægindastólinn og njóta þess sem koma skal.
Fram til þessa hafði þetta bara gengið vel og væri ekki í frásögur færandi nema...

að sjálfskammtandi sápulögurinn sem sprautar ilmdropum út í mínar dásamlegu hægðir hann smellur í sundur og dettur ofan í klósettið.

blúúbbs

Hvað er til bragðs.
Verkefnið var hafið.
Verkefninu var ekki lokið.

1. klára verkefnið.

  • Það er það sem mig langar mest. Hálffúll hafraklumpur er ekkert minna fúll en heill.
  • Sjálfskammtarinn er í beinni skotlínu. óboj
  • Það er ekki hægt að sturta sjálfskamtaranum.
2. Gera hlé og ná í skammtarann
  • Verkefnið var hafið
  • Sjálfskammtarinn flýtur í ógeðinu.

óboj, óboj, what to do, what to do.

Og svo kemur uppljómunin, ástæðan fyrir því að mannskepnan getur búið til svo dásamlega hluti sem ristað brauð og Guinness í dós. Rökfærsla og samtenging.

Það er ekki hægt að sturta helvítis sjálfskammtaranum og hann flýtur í ógeðinu. Dadara, sem um vopnahlé við morgunúrilla koffínskjálfandi hafraklumpinn, sturta niður, sæki ilmstútinn, þvæ mér um hendurnar og hleypi brúnum.

Stundum er maður alveg ótrúlega útsjónasamur.

hehe.

20 December, 2007

Klámmyndir

Ég er ekkert allt of jafnréttissinnaður, ég er meira bara svona sinnaður og reyni eins og ég get að vera frekar jafn og síðast kemur svo hvort að það sé rétt það sem ég er að sinna. En ef eitthvað er þá er ég svoldill karlkyns femínisti, fyrir það fyrsta þá fer það í taugarnar á mér að það er ekki einu sinni til orð yfir það að vera áhugamaður um jafnréttisbaráttu karla, það væri þá helst kallað karlremba.
Er það ekki óþarfi.

En þá eru það klámmyndirnar og stereotýpur í þeim. Við vorum að ræða þessi grafalvarlegu má í vinnunni. Við vitum öll að það er verið að gera lítið úr konum þegar þær fá sér að ríða í klámmyndum.
En hafið þið einhvern tíman spáð í klámfolann okkar.
Iðnaðarmaðurinn Hr. Píp mætir á svæðið.
Lagar klósettið og þegar Hr. Píp ætlar að fá borgað þá stekkur frúin bara á hann og heimtar að hann taki borgun í blíðu, sem og hann gerir bara af því að hann hefur ekki nógu sjálfstæðan huga til að fá peningana.
Hvernig á Hr. Píp að borga reikningana í lok mánaðarins.
Eru karlmenn bara einhver heilalaus leiktæki með viðgerðarbónusi.

06 December, 2007

dúbí dúbí

fór í vinnuna í gær
skrúfaði nokkrar skrúfur.
kveikti svo á tölvunni og fór að lesa útboðsgögn.

Verkefnið felst í að gera útboðsgögn fyrir viðvörunarkerfi fyrir olíudreifingarstöð /olíuuppdælingarstöð á lítilli eyju suður í Quatar.

Quatar er eitt af ríkari löndum í heiminum. Fullt af olíu, dópi og lauslátum kellingum.
Og þeir eiga Íran sem nágranna, þeir eru pínulítið smeikir við að Íranir komi og hertaki litlu eyjuna þeirra.

Þess vegna vilja þeir hafa eitthvert ægilegt kerfi sem vakir yfir hverjum einum og einasta sentimetra. kúl nok.

alltaf gaman af svona æfingum.

Svo að ég les bara gögnin og teikna myndir.
aðallega skrípó, andrés önd og svona.

svo erum við byrjuð á jólasveinaleiknum hér á kollegíinu. alltaf gaman að því.

Jólasveinaleikurinn felst í því að maður fær úthlutað "vini" sem maður þarf svo að sjá um í desember mánuði. Maður getur verið krútt, og gefið súkkulaði eða svín hehe... sem er miklu skemmtilegra.

Þetta hefur nú farið rólega af stað núna. það versta sem ég hef gert núna er að binda hluta af innvolsinu í skápnum hjá mínum vini þannig að þegar hún opnaði skápinn þá hrundu tepokar og dótarí út og... MÚHAHA

og svo er ég með fullt af hugmyndum MÚHAHA

26 November, 2007

Ég verð 85 ára gamall.

Það segir bankinn minn. Og þess vegna þarf ég að fara að leggja fyrir svo að ég geti verið ríkt gamalmenni. En til þess að ég geti lagt fyrir fékk ég mér aukavinnu, sem er svokölluð erfiðisvinna svo að talan hlýtur að fara lækkandi. Þannig að ég verð e.t.v. ekki 85. Þetta er tómt ves.
Annað hvort verð ég fátækur ellismellur eða dey ríkur.
Þá er bara spurning hvort er betra.

19 November, 2007

Sæta Simone


Hér er loksins mynd af dömunni.
Segið hæ við Simone.

15 November, 2007

Ný færsla


Hellingur að segja, bara latur að skrifa.


Það gengur vel í skólanum, náði 4 í munnlegu prófi í jarðfræði um daginn.

12-10-7-4-2-0-(-3) Þetta er skalinn

A B C D E F ECTS skali

10 9 8 7 6 4 kannski samsvarandi á íslenskan skala.


Ég er ekki sáttur, ég hefði átt að fá 10, ég er bara skítlélegur í munnlegum prófum.


Fer í stærðfræði og eðlisfræði í janúar, það er skriflegt og munnlegt. Stefni á 13, reyndar bara 7 ég nenni ekki að eyða of miklum tíma í þetta.


mmm, við keyptum okkur bangsa um daginn. Hann heitir Bjarni. hann er sætur.

segið hæ við Bjarna.



Ég er ennþá með kærustu, hún heitir ennþá Simone, ég þarf að redda mynd af henni við tækifæri. Við ætlum að halda jólin saman.

Ég kem líklegast heim í janúar.

Ég er kannski kominn með aukavinnu. Ég er reyndar kominn með aukavinnu, er stundum að vinna fyrir skólann, næla í verðandi verkfræðinga.
En fékk símhringingu í morgun, einhver kall að spyrja hvort að ég gæti stjórnað lyftu og málað rör. Ég sagði bara kúl jess sir, ég get allt.
En svo var smá misræmi í hvenær dagsins þetta væri svo að við ætlum að ræða saman síðar. Það er ágætt að komast út annað slagið og vinna.
Það er reyndar algjört möst. Vinnan mín fyrir skólann felst í því sem áður sagði að fanga áhuga nýstudenta, sem og smábarna eða foreldra eða hvern sem á leið hjá. Og svo bla bla bla, Eiríkur bullar um allt sem honum dettur í hug, ég er orðinn sérfræðingur í að vita allt um verkfræði. Rafmagn, tölvur, vélar, byggingar, það er alveg ótrúlegt hversu mikið ég í rauninni veit.

jæja leiter, tsjúgga búú.

10 October, 2007

Ogedslega fyndid

Hun verdur bara ad læra ad meta tad sem hun fær.

Frakkland

Ungur madur skar tumalfingur af kærustunni sinni.
Parid hafdi verid i sambandi i halft ar. Eitt kvøldid, tegar madurinn eldar, kvartar konan undan matnum og segir kokkin lelegan og ad gamli kærastinn hafi verid mikid betri i eldhusinu.
Kallinn brast heldur illa vid, tok eldhushnif og skar tumalfingurna af kærustunni.

Tessar kellingar, alltaf røflandi. Vonandi lætur hun ser tetta ad kenningu verda.

07 October, 2007

Hjólatúr í fallega veðrinu

Ég fór í hjólatúr í góða veðrinu í gær og tók nokkrar myndir. Gjörið þið svo vel, svona er Danmörk í dag.


Rétt fyrir utan Stavtrup um 7km frá miðbæ Árósa. Séð til suð-austurs í áttina að Tranbjerg.


Sami staður, litið í austur í áttina til Árósa. Til norðvesturs myndi maður sjá í hverfið mitt, ef ekki hefði verið fyrir öll trén og vegavinnuvélarnar sem voru fyrir.



Þessi mynd er tekin til norðurs, og þarna er ég kominn nokkrum km. lengra vestur á bóginn. Ef myndgæðin væru betri, þá gæti maður séð Brabrand, þar sem að ég bý, í fjarska hægra megin á myndinni.


Og þá er það kirkjan mín. Ekki mín reyndar, ætli ég sé ekki í Gellerup sókninni. En það er ljót kirkja svo að þetta er kirkjan mín. Brabrand kirkjan stendur við brabrand vatnið og fylgist grannt með ófreskjunni sem býr í gruggugum drullupollinum.

Dullupollurinn


Þeir eru duglegir garðyrkjumennirnir

25 September, 2007

Dagbókarfærsla: Klakamótið 2007

Athugið hér er á ferðinni dagbókarfærsla ekki gamansaga, þetta er bara einhver runa.

Ég fór í fótbolta um daginn.
Notaði heila helgi í það.

Fór á klakamótið, dadara. Klakamótið er árleg íþróttasamkoma íslenskra karlmanna búsettra í Danmörku og nágrenni. Og þarna var Jón mættur, og þarna var Sigurður mættur, og Gummi og Jói, og Bubbi og Frikki. Þarna mætist alveg hellingur af fólki og maður getur verið viss um að hitta einhvern sem maður hefur ekki séð lengi og átti síst von á að hitta þarna.

Meðal annars var þarna ungur maður úr Hafnarfirðinum, sem ég þekki ekki og átti alls ekki von á að hitta. Man ekkert hvað hann heitir eða hver hann er, en hann var í Víðistaðaskóla á sama tíma og ég, líklega einum árgangi á undan. Þegar ég mæti til Horsens á föstudagskvöldið kl. átta þá tekur hann á móti okkur á 4. hæðinni og er að gera sig tilbúinn til að skúra gólfið, með andlitinu. Þá hafði hann ásamt öðrum Kaupmannahafnarbúum tekið langferðabíl fyrr um daginn og voru þeir alveg gjörsamlega á sneplunum þegar hér var komið við sögu.
Sem betur fer gerði ég mér grein fyrir því að þeim gæti maður ekki náð, svo að ég fór á skólapöbbinn með nokkrum úr mínu liði. Einn þeirra hann Andri gat nú ekki hugsað sér að vera eftirbátur Köbverja og var á góðri leið með að ná þeim. Ég var ekki í sömu hugleiðingum á þessu tímabili þannig að ég skrapp í heimsókn til Hilla og kíkti á Hilmlöfu frænku.
Hún er voða sæt.
Hilmar er vænn drengur og góður gestgjafi (og Ólöf líka), og svo fór að fljótlega eftir að ég geng út úr íbúðinni þeirra þá er ég orðinn eilítið ruggandi, glaður og graður.
Dadara út á skólapöbb aftur og hitta böddíana.
....engir böddíar...allir farnir niður í bæ.
dadara niður í bæ.
Jæja svo er maður kominn niður í bæ og heldur að það sé nú ekki svo erfitt að finna einn af þessum 150 íslendingum á röltinu, en ekkert gerist.
Svo eftir nokkra bjóra og eitthvað fylleríissnakk þá held ég heim á leið.
Og þar sem að maður er nú ekki í fyrsta skipti fullur í framandi landi þá er maður það rútíneraður að maður veit nákvæmlega hvar maður á að gista. Svo ég dreg upp miðann með nafninu á skólanum þar sem við gistum.
Undskyld mine damer og herrer men hvar er Vejlby skole.
?????Vejlby skole, det ved jeg sku ikke.
Og svo prófum við aftur.
Hvar er Vejlby skole?
Vejlby, er það ekki í árósum.

Og svo eftir nokkrar mínútur af skoðanakönnun í miðbæ Horsens þá kemst ég að því að ég hef skrifað einhverja helvítis vitleysu niður. Nú eru góð ráð dýr, klukkan orðin rúmlega fimm, síminn batteríislaus, ég á enga vini og veit ekki hvar ég á heima.

Ég hafði svona grófa hugmynd um í hvaða átt ég átti að halda þannig að af stað arka ég og hitt fljótlega nokkra pilta sem eru í sömu hugleiðingum, nema á leið í þveröfuga átt.
Nú eru góð ráð dýr, annað hvort að labba í rétta átt eða snúa við og fylgja íslensku dátunum. Sú mest lógíska lausn var valin og snúið við. Eftir nokkrar mínútur er ég búinn að átt mig á því að við erum á leiðinni út úr bænum og það sem betra er ég er búinn að grafa upp nafnið á skólanum. Veifað til næsta leigara og keyrt upp á hótel.

Klukkan er 9:30. Ég er minnst þunnur af liðinu, fyrir utan þá sem voru að koma.
9:35 Framherjinn grætur, kallar á mömmu sína, vill fara heim.
9:38 Framherjinn opnaði augun, sá að hægri kantur hafði það verra. Dreif sig á fætur til að pína hann.
9:42 Hægri kantur orgar af sársauka þegar vinstri bakvörður vekur hann með ljúfu klappi.
9:45 vinstri bakvörður er kominn í stuð og er að vinna í því að vekja hann Valla.
Valli neitar að fara á fætur.
Valli er ekki í liðinu.
Hver er Valli?
Fljótlega spyrst út að það sé verið að leita að Valla.
Hvar er Valli?
Valli slapp ekki þó hann hefði falið sig í herberginu okkar.

10:10 komnir út á völl og leikur að hefjast. þetta er meiriháttar.
10:25 varamaðurinn er lagstur í fósturstellingu á hliðarlínunni, ætlar aldrei að spila fótbolta aftur.
brrrr þetta verður erfitt.

Komst svo í 8 liða úrslit. Sem þýddi að við spiluðum á sunnudeginum líka. óboj.
Þetta líktist bílastæðinu fyrir rúturnar frá Þórsmörk eftir 1.helgina í júlí.
Eintóm hamingja.
Þá er maður búinn að fara á þrjú klakamót og næsta mót verður hér í Árósum þannig að þau verða fjögur.
gaman gaman.

13 September, 2007

Jæja, er þetta ekki orðið nokkuð gott bara.

Var að setja upp quick time forritið, sem er ágætis myndspilar sem maður þarf stundum að nota.
Nema að ég er eitthvað að renna í gegnum leyfisskilmálana og rek svo augun í þetta.

APPLE-SOFTWARE ER IKKE BEREGNET TIL BRUG I FORBINDELSE MED DRIFTEN AF ATOMREAKTORER, FLYNAVIGATIONSSYSTEMER, FLYKOMMUNIKATIONSSYSTEMER, SYSTEMER TIL STYRING AF LUFT-TRAFIK, RESPIRATORER ELLER ANDET UDSTYR, HVOR FEJL I APPLE-SOFTWARE VIL KUNNE MEDFØRE DØDSFALD, PERSONSKADE, OMFATTENDE FYSISKE ØDELÆGGELSER ELLER MILJØSKADER.

Það er samt gott að vita af því að quick time er hvorki ætlað til að stýra kjarnakljúfum né flugumferð.
Ég er að spá í hvort að þeir hafi sett þetta inn upp á djókið, ef einhver skildi nú nenna að lesa skilmálana.
bara að spá.

28 August, 2007

Nýtt stúlkubarn, komið í heiminn.

Herra og frú Ólöf eignuðust dóttur í nótt sem leið.
Gleðifrétt sem er gaman að deila með ykkur.
Hilmari heilsast eftir atvikum vel, sem og Ólöfu og Hilmlöfu litlu.

21 August, 2007

kominn í hinn heim

Mættur í gettóið.

þreyttur, ætla að leggja mig.

Var samferða tilvonandi tengdamömmu minni í lestinni.
Nú þarf ég bara að grafa upp hvað dóttirin heitir og hvernig ég get haft samband.

09 August, 2007

Harry Potter seríunni lokið

Búinn að lesa Potterinn.
Harry Potter dó, eða ekki!!!
Aldrei að vita.
hmm

Kveð potterinn með söknuði.

Bínn að átta mig á því að The Dudleys, fjölskyldan hans Harry, er versta fólk í bókmenntasögunni.
Dudley fær smá persónuleika í síðustu bókinni, svo hann telst ekki alvondur.
En foreldrarnir eru hrein illska. Aldrei hefur verið jafn óskiljanleg illska í sagnaheiminum.
Jú reyndar í hann var kallaður þetta. Þó ekki, því að einstöku sinnum þá sá hún að sér, grýlan í þeirri bók.
En Dudleys hjónin eru ekkert.
Þau eru tóm.
Vond
Herra Voldemort er illmenni, gerir verri hluti en Dudleyarnir, en það er smá lógík í þessu hjá honum. Það er alveg hægt að reikna hann út. Hann er reyndar bæði vitlaus og fyrirsjáanlegur, en það er annað mál.
Þau eru ekkert
Tóm
Vond

13 July, 2007

Hansenhellan er týnd

Fór á hansen í gær. Fékk mér einn til tvo.

Meðan við Valli sátum úti og sugum í okkur orku, fórum við að ræða uppáhalds lokalinn okkar.
Þar sem er þessi hárfína blanda af rónum, fyllibyttum og fastagestum. Það er ekki á öllum börum þar sem aðalfastagesturinn fær mynd af sér til að menn geti litið á ef hann situr ekki í sætinu sínu. Eða stendur ég held að það sé búið að taka stólinn hans.
Einnig hefur sést til The Kell vera að mála bygginguna. Það sést einnig á þakkantinum að The Kell hefur verið að mála bygginguna.

En allavega þar sem við sitjum fyrir utan og verðum sífellt orkumeiri, þá lítum við yfir jarðraskið fyrir utan og sjáum hvergi helluna. Helluna sem er eitt af kennileitum Hafnarfjarðar, ja og í rauninni alls Íslands. Því hellan er vel kynnt á erlendri grund. Hefst nú leit að helluhelvítinu, en hvergi sést kvikindið. Það er því sett á fót keppni um að finna nýja hellu. Matsmenn og dómarar voru þrír: Valli formaður, Beggi sterki og ég Eiríkur nanó.
Reglurnar voru einfaldar, ef ég gat bifað honum þá var hann ógildur. Og það var byrjað á einhverju kríli sem þótti líklegur kandídat.
Iss, þetta var bara fyrir börn og hann nefndist því barnsterkur.
Því næst kom litlu stærra ferlíki og með erfiðismunum tókst nanókrílinu að fá loft undir hann.
Hann var því nefndur krílsterkur.
Þetta gekk nú ekki lengur, og bröltu nú fjöllin tvö Valli og Beggi upp á hrúguna og fundu þar hæfilega stórt bjarg og veltu því niður. Niður kemur það og lætur illa á leiðinni.
Góður kandídat á ferð, það er klárt.
Jæja, þá er nanó látinn gera lítið úr sér.
urr
hniuugggh
urr
hniuuuuggh
URRRR
HNIUUGGGGHH AAARRRGG

Eiríki er þakkað fyrir að þrífa steininn og svo ýtt frá.
Og Valli hefur átökin.
hobb hobb
HNNNNIIIIIIIIUUUUUUUGGGGHHHHH
GGGRRRRR
VRRRRRÆÆÆÆÆLLLLL
AARRRRGGHHH
HNIIIIUUUUUGGGGGGHHHHH PISSSSSSS SJÚÚÚÚ

HA HA girlie man, let me show you how strong man do it.

og Beggi byrjar á því að reyna að hræða steininn burt.
grrRRRRRRRR BRRR BÚÍAKASSA
HNNNNNNNNNNNNNÍÍÍÍÍÍÍÚUUUGGGGGGHHHVVASDFEÆAG
PPPRRRRRRIIISSSUFUUFUUUFJ

BAAAAAAAHHHHHHH DJÖFULSINS ANDSKOTANS HELVÍTIS ANDSKOTANS DJÖFULSINS HELVÍTI.

og þar sem að bæði Valli og Beggi náðu næstum því að lyfta steininum, þá var hann kallaður næstum því nógusterkur.

Smókingbumban

Ég er farinn að skilja af hverju allir eru svona feitir hérna á Íslandi.
Það er bara allt allt of mikil velmegun.
Það er matur alls staðar, og matur er nú bara þannig að maður borðar ef maður er svangur.
Og svo borðar maður aðeins meira, ef maður skyldi nú ekki fá aftur mat fljótlega.
Og svo eru allar þessar kökur og allt þetta nammi ekki til að bæta málið. Maður getur reynt að sleppa því að borða nammi.
...en það skeður nú ekki mikið þó að maður fái sér einn mola, vel.
og þá er maður fallinn og hættir ekki fyrr en skálin er tóm.

Ég stefni á að bæta á mig 5kg í sumar, ná mér í smá forða fyrir veturinn. Kaupa sér svo smóking og þá er maður kominn í gírinn.

02 July, 2007

Jæja þá er maður kominn heim

og ekkki mikið að segja við því.
Verð að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu VSB ásamt Jóa og Jenna Raggasonum.
Á að teikna línur og strik. Þeir vilja meina að þetta séu súlur, plötur og veggir.
Neibb.
línur og strik.
Sími á meðan á dvölinni stendur er hinn klassíski 892 68 17.
og ég er í vistun hjá mömmu.

ég keypti mér óvart monster púlsmæli á ebay áður en ég kom heim og þvílíkt fjör.
maður bara verður að fara út að leika með græjuna, fór upp á Helgafell í gær. Og allt mælt, vegalengd, hraði, púls, hæðarbreytingar.
Samanlögð uppferð var 486m, reyndar var niðurferðin aðeins 485 þannig að það var eitthvað mis.

Og búinn að koma hjólinu í gang, újé þetta er bara of gaman.
vrúúúmmm
vraarúúmmm

29 June, 2007

Æsland hír æ kom

mmm pulsa á Stöðinni.

passið ykkur ég er að koma.
og ég er fullur. dadara

27 June, 2007

Prinsinn

Inni á mínu salerni er einstætt lífríki. Enda einstaklega góðar aðstæður til lífmyndunar. Vatn í miklu magni. Steinefni, úr vatninu. Lífrænt afgangur, s.s. húðflögur, hár og ... nei það er ekki kúkur. Ég legg það ekki í vana minn að kúka á gólfið.

Þarna hafa bæði menn og dýr átt góðar stundir. Harmónían hefur verið algjör. Kóngulóin Kristján X hefur ríkt yfir þessu svæði og gert vel í að halda stöðugleikanum. En Kristján X er týndur, og það stefnir í óöld á svæðinu. Ýmsir minni spámenn hafa gert tilkall til krúnunar en þeir eru hvorki jafn stabílir né eins umburðalyndir eins og hann félagi Kristján. Kristján þurfti nefnilega ekki mikið pláss til að ríkja. Hann hafði bara sitt horn á bak við frárennslisrörin og lét það duga. Einstaka sinnum færði hann sig út á mitt loft ef að ég var ekki heima, en það var til að fá betri yfirsín og hann fór aftur í hásætið um leið og Hr. Eiríkur yfirfógeti og landvörður kom aftur í þjónustu.
ó þvílík vandræði
ó þvílík óreiða

Ég hef reyndar eina Lóuna grunaða um að hafa ráðið Kristján af dögum. Þetta er þessi lævísa týpa, prumpar í laumi. Hún býr nefnilega inni í dyrafalsinum og skýst bara út til að glenna sig framan í mig meðan ég sit þarna sallarólegur og sinni mínu endurvinnsluhlutverki.
NÚ GLENNI ÉG MIG FRAMAN Í ÞIG
NJUUUUUU
ÉG GLENNI MIG FRAMAN Í ÞIG

Og ég næ helvítinu ekki. Ég viðurkenni nú að ég hef ekki reynt mjög mikið, enda hef ég ekki fengið skipun um slíkt frá mínum herra.

En hvar er Kóngurinn, ó sei sei.
og hvað á húsbóndalaus varðhundur að gera...

21 June, 2007

jaså

Í skrifstofubyggingum er lágmarksstærð á klósetti 1fm.
Lágmarkshæð 2,2m, við skáhallandi loft er lágmarkshæð 2,0m.

Og það þurfa að vera vatnssalerni.

09 June, 2007

dum durum dudu dururu rurumm

BOOOOORRRRNNNN TTTOOOOO BBEEEEEE WIIIIILLLD

Haldiði ekki að drengurinn hafi sigrað karókíkeppni kollegísins.

Lagið var ekki til í lagavali kvöldsins, svo að nú voru góð ráð dýr. Annað hvort að velja lag sem maður gæti sungið og falla niður í meðalmennsku. Lag sem maður gæti ekki sungið og eiga á hættu að falla alveg út af listanum.
EÐA
Fá sér gógó píu, og garga sig í gegnum lagið, með gítariffi, trommum, bassalínu og sóló, a capella.

Var reyndar stoppaður í byrjun, því menn vildu finna lagið og ýta á PLAY.

iss, við notum ekki play, skrúfaðu bara upp í míkrafóninum.

Þvílíkur kraftur, þvílíkur hávaði og þvílíkt og annað eins sjóv.

þeir tónar sem ég og Lea náðum í sameiningu þeir hafa aldrei heyrst í born to be wild áður. Ég vissi ekki einu sinni að maður gæti sungið lagið í falsettu. Final kántdávn liðar voru bara bassar miðað við tónhæðina í verstu hviðunum.

hújéé, nú er maður loksins farinn að fá viðurkenningu eftir þrotlausar æfingar.

29 May, 2007

Mývargurinn er skæður

Verð bara að sýna ykkur þetta.
Klæjaði aðeins í fótinn þegar ég vaknaði í morgunn.

Svo bólgnaði þetta hægt og rólega upp í dag. Tók ekki eftir þessu fyrr en um 10 leytið þegar ég ætlaði heim. Búinn að kæla þetta og borða lyfjaskápinn þannig að fóturinn er farinn að líkjast sjálfum sér aftur. no worries. En hann var ógeðslega fyndinn áðan.

21 May, 2007

Jæja

Hvar á maður að byrja.
Hvernig væri að byrja á, maður á ekki að hjóla fullur.
og svo er við hæfi að segja frá því að foreldrarnir komu í heimsókn, ásamt Arnóri bróður og stuttu áður hafði Arnór móðurbróðir komið við.
Það var huggulegt, maður hafði fleiri til að drekka kaffi með. Kaffi, mmm
Ég er kominn með pressukönnu. Jenni og Karina voru orðinn þreytt á einhverju instant sulli. Ég var reyndar líka búinn að finna mér venjulega könnu. Svo að nú hef ég fleiri valmöguleika. instant, fínmalað og grófmalað.

En maður á samt ekki að hjóla fullur.

Fjölskyldan fór í bíltúr, keyrðum til Silkiborgar og skoðuðum okkur um. Fórum svo á Himmelbjerget, sem var fínt. Ekki stórt, frekar en annað í Danmörku. Jú reyndar eru brjóstin svoldið stór í danmörku, mmm kæfa. En útsýnið var gott.

Og svo kom föstudagur, og mér var boðið á barinn. Barinn var góður. Svo var partý. Partýið var skemmtilegt. Og ég fór ekki niður í bæ og fann taxa, heldur hjólaði heim. Maður á ekki að hjóla fullur. En það var heppilegt því að ég var svo drukkinn að ég gat ekki gengið.
Og ég legg af stað á hjólinu, (skynsamlegt), vrúúúmmm. Brabrand hír æ kom.
Það eru 4km út í brabrand frá háskólanum. Langir 4 kílómetrar, nær því að vera 4000m.
Og þetta gengur þokkalega, kominn á hjólið. Allt að gerast, upp eftir Langeladesgade yfir ljósin. Vona að það hafi verið grænt. Vrúúúmmm, íha.
Og þarna er beygja, og þá fór þetta nú allt að verða skuggalegt, því að eftir fyrstu beygjuna þá sá ég beygjur út um allt.
HAALLLÓÓ, nú er beygja. ....vrrúúúmmm út á götu yfir götuna upp á gangstétt hinum meginn. Nah, þetta var víst ekki beygja.... vrarúúúúmm út á götu aftur yfir götuna, upp á gangstétt og inn í skóg. Þvílíkt safarí ferðalag.
Og nú á ég aðeins 3700m eftir.
vrúúúmmm
og svo til baka.
vraarúúmm
nema ég náði ekki inn í skóg, heldur stökk einhver brjálaður dvergur í veg fyrir mig og barði mig í ennið með gangstéttarhellu. Klikkaðir þessir dvergar.
babúú babúú
jæja, hjólið rétt við, kíkt á stellið, allt óbrotið. Aumur í hausnum en ekkert alvarlegt.
vrúúúúmmm áfram er haldið, íha, partý partý.
vrarúúúmm
Ég verð nú að viðurkenna að á þessum tímapunkti var ég búinn að átta mig á því, ekki að stoppa og hringja á taxa, heldur að þetta gengi betur ef að ég lokaði öðru auganu. En svo er þetta bara ekkert að gera sig, því að ég sé heldur ekkert með opna auganu, og það er eitthvað vesen á andlitinu, það dropar úr því. Sjúkraliðinn Eiríkur, gerir það besta í stöðunni og fer í þá stöðugustu stellingu sem hægt er að finna í þessu ástandi.
BOINK
Flatur á jörðinni að fikta í andlitinu, blóðið lekur niður hálsmálið, hjólað útatað í líkamsleifum.
og ennþá 3600m eftir upp í brabrand.
Þetta er ekkert mál, Eiríkur, við reddum þessu, skrifum bara SMS og látum vinkonuna vita af komu okkar upp á kollegí, þá fær maður smá samúð.
Það fór nú dágóður tími í að skrifa SMS-ið og það hljómaði svona.
Hjælp, jeg bløder. Kommer om 15min.
Jæja þá er maður nú seif, svo þarf bara að koma sér heim.
Hjóólandi, oh mí god.
vrrúúúúúúúmmmmmm
VRAAAAARÚÚÚMMMM

kemst svo við illan leik upp á kollegí. Innyflin tekin af bögglaberanum og borinn inn. Merkilegt nokk, að þá framdi ég fyrstu hjálp á sjálfum mér þegar ég kom inn á bað. Raðaði innyflunum á rétta staði og svona, milta vinstra neðra maður man þetta alveg, eða ekki.
Jæja, þá er best að finna einhvern ábyrgðarfullan sem getur nú sagt mér hvort að ég sé að drepast. Staulast spaðölvaður á nærbuxum og blóðugri skyrtu einum fata, út til Anders eðlisfræðings sem aldrei drekkur og er alltaf heima, hann veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið en tekur þessu með ró og rekur mig í rúmið.
ónei, fyrst þarf maður nú að fá orku til að takast á við þessi meiðsl. Og það er farið í ísskápinn.
vrúúúmmm
vrarrúúúúmmm
hehe

Svo að lokum til að vera ekki að hræða fólk að óþörfu, sms2: Jeg er i live - vi snakkes.

Eftirmáli
Kom of seint á slysó þannig að það var ekki hægt að sauma, þótti heldur ekki merkilegt. Fékk plástur.
Og svo segir Række, sæti læknirinn minn, plásturinn má ekki blotna.
Það er nú í lagi ég fer aldrei í bað, segir Eiríkur fyndni.
Ja, plásturinn má ekki blotna og hann þarf að vera á í minnst viku.

Og þá söng Stebbi, svimi sviði svitabað, svimi sviti bað.

08 May, 2007

Fígje Fígureóa

Fór á Bazarinn á föstudaginn, fylla á ávaxta og grænmetisbirgðirnar. Ég keypti mér kíló af fíkjum.
Umm fíkjur, umm góðar.
Át dulítinn slatta af þeim á föstudaginn. Og svo líka á laugardaginn.
Umm fíkjur, umm góðar.
Svo á laugardagskvöldið að þá dettur okkur hér á ganginum í hug að elda saman. Eða reyndar var það þannig að það var löng helgi og ég hélt að það væri enginn heima. Svo að ég greip alla sem ég fann og spurði hvort að það væri ekki tilvalið að elda saman í einsemdinni. En það voru sárafáir farnir burt svo að það endaði í því að helmingur íbúa tók þátt í eldamennskunni.
Og það var veisla.
Gratíneraðar kartöflur, steiktur kjúlli, laxabaka, gulrótarsalat, maukað spínat og chilibananar.
Og það var gott.
Svo voru vínber og fíkjur í eftirrétt.
umm fíkjur, umm góðar.
Og allt var gott.
Og það var laugardagskvöld og ekkert partý, kallinn bara rólegur á því. En eitthvað var að gerjast í því neðra.

Hola, mi amigo.
HOOLLLA. ORALE
Hverjir eruð þið?
Sorry, my íslensk is not very good. We be enrique's amigos.
Me is Figje Figureóa, and these are my brothers.
HOLA, ORALE, QE PASA?
WHERE'S THE YAKUSSI?
Hvað meinarður hvað er yakuzi?
The Yakussi, man, where is it?
je, come on man, show us the yakussi, we know it's there.
Ég veit ekki hvað þið eruð að tala um.
come on man, we want to paartyy, where's the yakussi?
If you don't tell us we will go and find it ourselves.
Og svo var þeim hleypt í yakussiinn.
Og það var sungið.
Og það var dansað.
Og það var fallegt.
umm fíkjur, umm góðar.
Og partýið entist í tvo daga.

05 May, 2007

02 May, 2007

Tour de blok - og það var gaman

Fríða sýndi sínar bestu hliðar, í eldhúsinu.


Dýrið og Gaston urðu svo hrifnir að allt ætlaði um koll að keyra.
Tekannan var á sínum stað og reyndi að fá athygli þeirra (og allra annarra), en ekkert gekk.
Herra Clocksworth, reyndi að stilla til friðar en hann hvorki sá né heyrði nokkurn skapaðan hlut af því að hann er allgjör pappakassi.
Og það endaði svo með því að Indiana Jones og albínóa dragdrottningin Lumiere gengu í milli og drápu bæði Fríðu og Dýrið, enda enginn sem nennir að tala við svona skrítið fólk.






19 April, 2007

Tour de Blok

Jæja nú er að koma að karnivalinu. Ríó hvað, þegar tour de blok er í gangi hérna í ghettóinu þá verður allt vitlaust.

Fyrir þá sem ekki vita hvað tour de blok er, þá er það kollegíhátíð hér á Hejredalskollegiinu þar sem ég bý. Gangarnir taka sig saman, einir eða sameinaðir öðrum göngum og reyna að hafa flottasta ganginn. Gengið er á milli staða og dýrðin skoðuð og þeim veigum sem boðið er upp á er skolað niður.

Við munum vinna. Við ætlum að hafa Fríða og dýrið þema. Ég er Lumiere, reyni að setja inn myndir þegar að því kemur. Verst að ég á ekki myndavél. Jæja best að fara að mála og gera klárt.

10 April, 2007

Sjöfn á bráðum afmæli

og þá á ég líka bráðum afmæli.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað mig langar í, í afmælisgjöf, og ég held að mig vanti íslenska bók, einhverja góða skáldsögu. Ég er aðeins byrjaður að tapa íslenskunni og þarf að fara að æfa mig.

Sömuleiðis þyrfti ég líka danska bók, því eftir að ég fór að einbeita mér að íslensku aftur þá á ég í erfiðleikum með dönskuna. Ég er eiginlegasta barasta rimelig fukked.

08 April, 2007

Erik bygningsingeniør

Bara að athuga hvernig þetta hljómaði.

02 April, 2007

Páskafrí

Og þá er komið að ferðarbyrjun. Legg í hann í fyrramálið klukkan 5 og ferðinni er heitið til Osló.
Ætli sé þá ekki best að fara að byrja að pakka.

26 March, 2007

Dubi dubi dubi

Vaaa madur, eg er barasta næstum tvi kominn i paskafri.
Eg tarf ad mæta nokkrum sinnum i vikunni, en bara eitthvad litid. Reikna eitthvad smotteri, teikna adeins og bara ligga ligga lai.

Klukkan er nuna 8:25 og eg sit i tomri skolastofunni af tvi ad eg las vitlaust a stundaskranna okkar. Brjalad. Ætla ad lesa eitthvad smotteri, reikna eitthvad smotteri og teikna eitthvad smotteri. Svo fer eg ut i solina.

17 March, 2007

Majónes

oh mí god
oh mí god
oh mí god

ég spilaði fótboltaleik í dag,
og síðasta fimmtudag.

..og ég er þreyttur.

merkilegt hvernig þetta hefur áhrif á kauplöngun. Þegar ég kom heim eftir leikinn áðan, ógeðslega þreyttur, hreinlega alveg uppgefinn, í molum, ef ég hefði verið ryk þá lægi ég á bak við sófann, ég var svo þreyttur að ég reyndi að komast á bak við sófann, en allavega þurfti ég að fara út í búð.
Listinn var mjög dæmigerður: mjólk, brauð, egg, kjöt, fiskur og grænmeti. En þegar ég kom til baka aftur þá var engin mjólk, ekkert kjöt, engin egg, ekkert grænmeti. Mér fannst þetta skrítið því að ég kom heim með fullan poka, og var svo þreyttur að ég var að spá í að hringja á leigubíl. En ofan í pokanum var: brauð, súkkúlaði, fiskur, meira súkkúlaði, snakk, kók, kex og majónes.
Maður hreinlega lifir ekki af án majóness.

Majónes lengi lifi

11 March, 2007

Dumme møgbitch kælling

hvaða fokking fáviti fann upp þetta autocad dótarí. það er alltaf að færa línurnar mínar þegar ég er að teikna. Nei sko, það er betra ef veggurinn er bara settur út í horn. Já, allir veggir eru betri ef þeir eru allir settir út í sama hornið. og hvaða lógík er í því að ef ég teikna keilu í lárréttu plani að hún liggi þá 90° á planið, af hverju getur hún ekki bara staðið. og afhverju þarf hún að vera úti í horni með öllum hinum veggjunum.

ADFASDFQWERQWERQegfræ
dumme møgbitchkælling autocad shit

08 March, 2007

Nýji liturinn

er grænn

fékk endalausar auglýsingar um að breyta blogginu mínu, uppfæra það.
Af því að það var miklu betra.
og nú er það
grænt.
....miklu betra.

23 February, 2007

Plötur sem ég er að hlusta á.

Mér finnst stundum erfitt að finna plötur sem mér líkar, og þar sem að Jesús segir að maður eigi að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig þá ætla ég að nefna nokkrar plötur sem ég hef nýlega komist yfir og hef gaman af. Allt í easy listening geiranum.

Norah Jones - not too late
Norah í sínum sauðvinalega jassfíling.
the sun doesn't like you, you always get burned

Jack Johnson - Brushfire fairytales og On and On
gone, going, gone everything, gone give a dam, gone be the birds when they don't want to sing.

Regina Spektre - Soviet kitsch og Begin to Hope
Amerískur-rússneskur-gyðingur sem syngur og spilar á píanóið sitt.
Mary Ann's a bitch

Just Jack - overtones
Eitthvað sem ég fann óvart inni á allofmp3, svoldill Streets fílingur í þessu, gæti þess vegna verið sami gaurinn. Ekki jafn skarpt og Streets en gaman að því.
since you became a VI Person, it seems your problems have all worsened.

Gare du Nord - Kind of cool
Næstum því of kúl, semi elektronískt jazz grúv.
everything was cool, and cool was good

22 February, 2007

Snjóstormur allt að verða vitlaust

og bara stuð, fullt af snjó, snjókast, snjókallar, bílslys, hjólaslys, manna slys og aktíón.












Og ég skautandi á milli á nýja hjólinu mínu, vrúúmm vrúúm.




12 February, 2007

Í skólanum er gaman þar leika allir saman

Þetta er bara fínt, er ekki ennþá byrjaður að taka eftir.
Er núna að teikna dýraspítala. Hef ekki hugmynd um hvernig á að gera það. En það verður eitthvað fallegt.

Er líka veikur, maður fær greinilega aðrar pestir þegar maður fer í annan skóla. En það er ekki svo slæmt, smá kvefógeð.

leiter.

06 February, 2007

Nanó hvíl í friði

Jæja þá er ég búinn að gefa vísindaferilinn upp á bátinn. Er búinn að skipta yfir í byggingatæknifræði og byrja á fimmtudaginn kl.8:00 í stofu 295 í byggingu DA12. Og ég er ógeðslega ánægður með þá ákvörðun.
Ég er líka ánægður með að hafa prófað monsterakademíska námið til að sjá að ég hef hvorki námsáhugann eða er tilbúinn að fórna mínu félagstengslum til að verða vísindamaður.
Hvernig vildi þetta til?
Gekk ekki allt vel?
Féllstu í einhverju?

Ja, eins og einhverjir hafa ef til vill heyrt þá hef ég stundum vælt yfir nanó, en þar sem að ég væli stanslaust hafa fæstir tekið eftir því. Mitt plan var, að þó að mér leiddist annað slagið, þá myndi ég bara halda þetta út og verða besti vísindamaður í heimi, þó að það tæki 30ár. Sem og ég hef gert hingað til, nota bene með fína einkunn. Svo fór ég til Frakklands um daginn og það var í fyrsta skipti sem námsþokunni létti síðan í sumar og sem betur fer því að þegar ég snéri aftur sá hversu mikil eyðsla á lífi það væri að lifa í þokunni í þrjú og hálft ár í viðbót. Og nú kemur uppljóstrun um minn innri mann, ég fór að gráta þegar ég las tvíburaþversögnina í eðlisfræðinni.
Tvíburaþversögnin er reyndar ekki þversögn heldur miskilningur og tekur langan tíma að útskýra. En allavega út af því að helvítið hann Einstein fann það út að allt er afstætt, nema ljóshraði í loftæmi, þá getur liðið styttri tími um borð í geimflaug sem flýgur á hraða sem er nokkur prósent af ljóshraða, miðað við jörðina. (ætla ekki að útskýra það frekar)
Og tvíburaþversögnin segir frá tvíburum (strák og stelpu :) ), þar sem að hann er haldinn útþrá en hún vill vera heima á jörðinni. Svo flýgur tvíburinn til næstu stjörnu og þegar hann kemur til baka þá hafa liðið 30 ár í lífi hans en 50 ár í lífi stúlkunnar. Þversögnin spyr svo: Ef að við segjum að geimflauginn sé kyrr og jörðin fljúgi í burtu (sem er alveg hægt, því að þá geimflauginn bara viðmiðið okkar) ætti þá ekki stúlkan að eldast minna og strákurinn meira. Ef þið hafið áhuga þá get ég útskýrt rest en það er ekki mikilvægt í þessu tilviki. Það sem er merkilegt er það að þegar ég las þetta þá átti ég ekki í neinum vandræðum með að skilja formúluna eða kenninguna, það sem ég skildi ekki var hvers vegna nokkur maður væri svo vitlaus að eyða allri ævinni í þessa geimferð, sem kannski og kannski ekki væri nokkrum til gagns.
Og svo hafði ég bara ekki lengur áhuga á að halda þetta út.

...og svo var það Hilli sem ýtti mér yfir þröskuldinn út úr nanó, takk Hilli þú ert sætur.

Takk nanó, þetta var gaman (stundum(sjaldnast)) en héðan af verðurðu bara í bóninu sem ég nota á bílinn minn.

03 February, 2007

Ferðasagan: Vegurinn til Parísar

Kafli 1

Þetta byrjaði allt saman fallega, félagi Hilli var svo vinalegur að koma ásamt sinni heitelskuðu Ólöfu og sækja okkur Jönson til Árósa og keyra okkur út á flugvöll. Við turtildúfurnar settumst í baksætið og hlökkuðum ákaft til komandi daga. Veðrið var þokkalegt, alla vega innan úr bílnum, það rigndi og var mjög lágskýjað. Ekið var út á hraðbraut og áleiðis til Vejle, svo var beygt inn á einhvern sveitaveginn og tekin short cut til að stytta ferðatímann, sem hafði verið reiknaður nákvæmlega út af nanósérfræðingum og sameindalíffræðingum. Ekki vildi betur til en að löggan var búinn að loka fyrir veginn sem við ætluðum að keyra. Nú voru góð ráð dýr því ekki þekktum við svæðið allt of vel, við ókum dálítinn spöl áfram og vonuðum að við værum á réttri leið. Þar sem tíminn var af skornum skammti tókum við enga óþarfa áhættu heldur stönsuðum í húsgagnaverksmiðju og spurðum til vegar. Hilmar reykspólaði inn á bílaplanið, tók handbremsubeygju og bakkaði í stæði. Við stukkum út, réðumst að háaldraðri afgreiðslukonuninni og spurðum hvort að hægt væri að komast til Billund þessa leiðina. “Det må i undskylde, men jeg kender det her område ikke så godt, men måske kan den unge mand herinde fortælle jer lidt mere”. Við snúum okkur við og mætum þar manni sem var ca. 3 vikum yngri en konan. Hann var ákafur í að hjálpa okkur og við útskýrðum vandamálið, að við værum á leið út á flugvöll og værum orðinn sein fyrir. Hann skildi það vel og við spurðum hann hvort að við hefðum staðsett okkur rétt á vegakortinu okkar. Hann gaf nú lítið fyrir vegakort og útskýrði leiðina vel og vandlega, vel og vandlega, vel og vandlega og vel og vand...
Þegar hann byrjaði að útskýra leiðina vel og vandlega í fjórða sinn bökkuðum við út, þökkuðum fyrir okkur og brunuðum af stað...
... og svo fórum við inn í biðsalinn við útganginn út í flugvélina. Þar sem við sitjum og bíðum, koma tvær gullfallegar danskar skvísur niður tröppurnar, og viti menn Herr Jönson og önnur stúlkan, hún Sine, áttu sameiginlega vinkonu og höfðu hist áður. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir (eða hátt í það), við fengum númerið þeirra og skipulögðum hitting þegar við kæmum til Parísar. Þær voru að gera verkefni fyrir arkitektaskólann, voru að fara að skoða hús.
Þetta hús: http://www.galinsky.com/buildings/savoye/index.htm

...og svo komum við inn á gistiheimilið okkar, sem hafði ekki klósett inni á herbergi, sem betur fer. Sem betur fer segi ég, því það er tíska á sumum gistiheimilum í París að í herberginu er sturta og klósett, og þá meina ég bara í herberginu, enginn hurð eða hola eða neitt, bara í einu horninu. Ekki það, það eru örugglega áhugaverðar samræður á meðan allir hafa sína morgunskitu saman. En nóg um það, við kíkjum í kring um okkur og athugum hverjir deila með okkur herbergi. Það er nú ekki mikið að gerast í þeirri deildinni, en þó er farangri staflað í eitt hornið, kvenmannsfarangur.
Ef maður spyr ekki, þá fær maður aldrei að vita neitt og upphófust nú persónunjósnir af grófustu gráðu. Fyrst var reynt að komast að þjóðerni, en myndasögublaðið sem lá þarna var franskt svo ekki var mikið að græða á því.
Dúbí dúbí dúbí
Hvaða skóstærð notar hún, og það var skóstærð 40, jæja væntanlega í hærri kantinum en samt ekkert konkret.
Dúbí dúbí dúbí
Er þetta beltið hennar sem hangir þarna. Humm. Og beltið var skoðað, við fundum mest notaða gatið og mátuðum svo við okkur. Jönson er rindill svo að beltið komst þrisvar utan um hann, en einungis tvisvar utan um mig.
Fí fó fæ fumm
Við látum kyrrt liggja og skundum út á næsta bar. Þar sem við vorum í hverfinu, afsakið. Jönson bjó í París í nokkra mánuði í fyrra ásamt franskri kærustu sinni og við fórum þarna niður eftir til að sækja verkfærakassann hans og fleira. Þar sem við vorum í hverfinu hans, þá hafði hann ákveðinn bar í huga. Barinn var Dellys eða Dullys og er í 100m fjarlægð frá gare l’est lestarstöðinni.
(Hér átti að vera kort af parís en það er eitthvað ves á kerfinu.)

Og það átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar að fara þar inn. Þar inni hittum við Barbapabba, sem var barþjónninn okkar ásamt frönskum kennara, hana Katrine sem spjölluðum aðeins við. Ekki stoppuðum við lengi það skiptið því höfðum mælt okkur mót við fyrrverandi kærustuna, hana Kim, á kínverskum veitingastað. Og svo var borðað og drukkið, fram á kvöld.
Og svo sá ég svoldið nýtt, Kim býr í þriggja herbergja íbúð, ekki mjög stórri, en nokkuð huggulegri. Leigir út eitt herbergi, og svo sefur hún í einu og dóttirinn sefur í því sem væntanlega væri notað sem matkrókur undir öðrum kringumstæðum. En það er svo merkilega raðað, eða ekki raðað að það er nánast hvergi hægt að setjast niður í íbúðinni. Ég hef 12,5fm til að bjóða fólki í heimsókn og það geta vel setið fjórir, og jafnvel 5-6 ef það er stemming. Við vorum fimm og það sátu tvö á gólfinu. Merkilegt.
En meira var það ekki í þetta skiptið. Væntanlegt, heilsað upp á djöfullinn í Notre Dame, sofandi kínverjar, franskar söngdívur og fleira.

30 January, 2007

Tout le monde

er að undirbúa ferðasöguna, veit ekki hvort að ég nenni að skrifa allt.
En það verður alla vega best of.
annars var þetta alveg frábært.

22 January, 2007

Mai, oui

Jæja þá þarf ,maður að fara að rifja upp frönskuna.
Ég ætla til Parísar á morgun í rómantíska reisu með Herr Morten Jönson.
Ég er búinn að byggja upp meltingarveginn, með lýsi, eggjum og jógúrt, svo er bara að vona að maður haldi þetta út. Mig er strax farið að kvíða fyrir timburmönnunum sem koma í næstu viku.
En það eru plön um að fara á öll helstu söfn og skoða alla merkilegu hlutina, og notfæra sér öll almenningssalerni á leiðinni til að æla og pissa gæðarauðvíninu sem við komum til með að innbyrða.
Guð minn góður, þetta verður ægilegt. Sem betur fer hef ég ekki myndavél.

bonjour, madame et monsieur

18 January, 2007

dubi dubi dubi

buinn i profum
er tunnur
hehe
ogedslega gaman

15 January, 2007

Þetta er að koma, aðeins tveir dagar eftir.


Þetta gengur hægt, ég næ ekki upp stressfaktornum til að nenna að læra. Fer í lífefnafræðipróf á miðvikudaginn og svo hef ég 9 daga frí. hújé. Algjört frí, ekkert að lesa, bara spila á gítar, sörfa á internetinu hlaupa á eftir aliböbum og drekka sig fullan.
En annars þarna fyrir ofan sjáið þið tillögu að upphafsskrefinu í fjölföldun á DNA. Fyrst kemur DnaA prótínið og krumpar DNA strenginn (DNA er tvöfaldur strengur, snúinn saman) við það opnast strengurinn og DnaB helicase er sett á hvorn streng með aðstoð DnaC. Og þá verður allt vitlaust. Helicase rúllar af stað opnar strenginn, hleður ssb próteinum á draslið hringir í polymerase böddíana og býður í partý. Fyrstur mætir Herra John Primer og gerir allt klárt. Polymerase III er gröðust og umvefur sig strax um einhleypan strenginn (þar sem primerinn er til staðar) og byrjar mökun. Polymerase II er rólegri í tíðinni og sér mestmegnis um að taka til eftir polymerase III, svona að laga þær vitleysur sem p.III er alltaf að gera. Og svo er það polymerase I sem fjarlægir John Primer og fyllir í þau göt sem p.III náði ekki að pota í.

Og þar hafið þið fjölföldunarmekanisma DNA.

11 January, 2007

e-Rickster master hacker

Það var búið að loka allofmp3.com og ég var alveg miður mín. Endalaus plötukaup stöðvuð á augnabliki. Hvað á ungur maður að gera án sinnar tónlistar. Ekki fer maður að stela þessu, það er ekki hægt. Svo prófaði ég uppi í skóla og Árósaháskóli er ekki að hefta upplýsingaásókn þyrstra netriddara, þar komst ég að því að allofmp3 er ekki lokað. Það eru bara sumir netmiðlar búnir að loka á aðganginn.
Ritskoðun í Íran hvað, það er bara lokað á það sem mönnum líkar ekki. Iss, þetta er nú meira pjattið. En mister e-Rickster master hacker lætur nú ekki stöðva sig.
Með lævísum aðferðum hef ég nú snákað mig í gegnum sterka framlínu óvinarins og inn í paradís.
Haha, helvítis hippar, þið stöðvið mig aldrei. Allofmp3 hér kem ég.

04 January, 2007

Kominn heim til Danmerkur

Ahhh

gítarinn, hægindastóllinn, rúmið, pizza í frystinum.
þetta er gott.

kominn með nýjan síma með litaskjá og alles.
gleymdi gamla símanum heima, var svo heppinn að hafa símakortið í veskinu en ekki undir batteríinu eins og vanalega svo að ég gat bara sett það í nýja símann.
Takk fyrir símann Sjöfn.
well góða nótt.