15 January, 2007

Þetta er að koma, aðeins tveir dagar eftir.


Þetta gengur hægt, ég næ ekki upp stressfaktornum til að nenna að læra. Fer í lífefnafræðipróf á miðvikudaginn og svo hef ég 9 daga frí. hújé. Algjört frí, ekkert að lesa, bara spila á gítar, sörfa á internetinu hlaupa á eftir aliböbum og drekka sig fullan.
En annars þarna fyrir ofan sjáið þið tillögu að upphafsskrefinu í fjölföldun á DNA. Fyrst kemur DnaA prótínið og krumpar DNA strenginn (DNA er tvöfaldur strengur, snúinn saman) við það opnast strengurinn og DnaB helicase er sett á hvorn streng með aðstoð DnaC. Og þá verður allt vitlaust. Helicase rúllar af stað opnar strenginn, hleður ssb próteinum á draslið hringir í polymerase böddíana og býður í partý. Fyrstur mætir Herra John Primer og gerir allt klárt. Polymerase III er gröðust og umvefur sig strax um einhleypan strenginn (þar sem primerinn er til staðar) og byrjar mökun. Polymerase II er rólegri í tíðinni og sér mestmegnis um að taka til eftir polymerase III, svona að laga þær vitleysur sem p.III er alltaf að gera. Og svo er það polymerase I sem fjarlægir John Primer og fyllir í þau göt sem p.III náði ekki að pota í.

Og þar hafið þið fjölföldunarmekanisma DNA.

1 comment:

Anonymous said...

Þetta er mjög skýrt og greinilegt og ég næ þessu örugglega þegar ég hef fengið heilakubbinn frá þér.
Gangi þér vel.