Hjólatúr í fallega veðrinu
Ég fór í hjólatúr í góða veðrinu í gær og tók nokkrar myndir. Gjörið þið svo vel, svona er Danmörk í dag.
Rétt fyrir utan Stavtrup um 7km frá miðbæ Árósa. Séð til suð-austurs í áttina að Tranbjerg.
Sami staður, litið í austur í áttina til Árósa. Til norðvesturs myndi maður sjá í hverfið mitt, ef ekki hefði verið fyrir öll trén og vegavinnuvélarnar sem voru fyrir.
Þessi mynd er tekin til norðurs, og þarna er ég kominn nokkrum km. lengra vestur á bóginn. Ef myndgæðin væru betri, þá gæti maður séð Brabrand, þar sem að ég bý, í fjarska hægra megin á myndinni.
Og þá er það kirkjan mín. Ekki mín reyndar, ætli ég sé ekki í Gellerup sókninni. En það er ljót kirkja svo að þetta er kirkjan mín. Brabrand kirkjan stendur við brabrand vatnið og fylgist grannt með ófreskjunni sem býr í gruggugum drullupollinum.
Dullupollurinn
Þeir eru duglegir garðyrkjumennirnir
1 comment:
Hún er falleg kirkjan þín og það er fallegt í Danmörku jafnvel þó gamla fossaróminn skorti.
Post a Comment