20 December, 2007

Klámmyndir

Ég er ekkert allt of jafnréttissinnaður, ég er meira bara svona sinnaður og reyni eins og ég get að vera frekar jafn og síðast kemur svo hvort að það sé rétt það sem ég er að sinna. En ef eitthvað er þá er ég svoldill karlkyns femínisti, fyrir það fyrsta þá fer það í taugarnar á mér að það er ekki einu sinni til orð yfir það að vera áhugamaður um jafnréttisbaráttu karla, það væri þá helst kallað karlremba.
Er það ekki óþarfi.

En þá eru það klámmyndirnar og stereotýpur í þeim. Við vorum að ræða þessi grafalvarlegu má í vinnunni. Við vitum öll að það er verið að gera lítið úr konum þegar þær fá sér að ríða í klámmyndum.
En hafið þið einhvern tíman spáð í klámfolann okkar.
Iðnaðarmaðurinn Hr. Píp mætir á svæðið.
Lagar klósettið og þegar Hr. Píp ætlar að fá borgað þá stekkur frúin bara á hann og heimtar að hann taki borgun í blíðu, sem og hann gerir bara af því að hann hefur ekki nógu sjálfstæðan huga til að fá peningana.
Hvernig á Hr. Píp að borga reikningana í lok mánaðarins.
Eru karlmenn bara einhver heilalaus leiktæki með viðgerðarbónusi.

No comments: