19 April, 2007

Tour de Blok

Jæja nú er að koma að karnivalinu. Ríó hvað, þegar tour de blok er í gangi hérna í ghettóinu þá verður allt vitlaust.

Fyrir þá sem ekki vita hvað tour de blok er, þá er það kollegíhátíð hér á Hejredalskollegiinu þar sem ég bý. Gangarnir taka sig saman, einir eða sameinaðir öðrum göngum og reyna að hafa flottasta ganginn. Gengið er á milli staða og dýrðin skoðuð og þeim veigum sem boðið er upp á er skolað niður.

Við munum vinna. Við ætlum að hafa Fríða og dýrið þema. Ég er Lumiere, reyni að setja inn myndir þegar að því kemur. Verst að ég á ekki myndavél. Jæja best að fara að mála og gera klárt.

4 comments:

Anonymous said...

..oohh..vá flott þema! Vildi að ég kæmist, það var allavega gaman seinast :) En... ég er búin að lofa mér sem barnapíu þetta kvöld.. :( Þannig ég verð því miður ekki með myndavélina á lofti eins og seinast..

Anonymous said...

Það slær nú varla Möllu mótinu við. Þar var fjör upp um alla veggi, kræsingar í tugatali og allir skemmtu sér konunglega.
Flestir mættu nema það var heldur þunnskipað hjá okkur.

Anonymous said...

pabbi sagði


Það er nóg að þú stillir þér upp á
miðjum ganginum, þá fáið þið sjálfkrafa fyrstu verðlaun.

Anonymous said...

tad er lika planid, svona eins og venjulega, halfnakinn møkkølvadur raudhærdur albinoi.