27 June, 2007

Prinsinn

Inni á mínu salerni er einstætt lífríki. Enda einstaklega góðar aðstæður til lífmyndunar. Vatn í miklu magni. Steinefni, úr vatninu. Lífrænt afgangur, s.s. húðflögur, hár og ... nei það er ekki kúkur. Ég legg það ekki í vana minn að kúka á gólfið.

Þarna hafa bæði menn og dýr átt góðar stundir. Harmónían hefur verið algjör. Kóngulóin Kristján X hefur ríkt yfir þessu svæði og gert vel í að halda stöðugleikanum. En Kristján X er týndur, og það stefnir í óöld á svæðinu. Ýmsir minni spámenn hafa gert tilkall til krúnunar en þeir eru hvorki jafn stabílir né eins umburðalyndir eins og hann félagi Kristján. Kristján þurfti nefnilega ekki mikið pláss til að ríkja. Hann hafði bara sitt horn á bak við frárennslisrörin og lét það duga. Einstaka sinnum færði hann sig út á mitt loft ef að ég var ekki heima, en það var til að fá betri yfirsín og hann fór aftur í hásætið um leið og Hr. Eiríkur yfirfógeti og landvörður kom aftur í þjónustu.
ó þvílík vandræði
ó þvílík óreiða

Ég hef reyndar eina Lóuna grunaða um að hafa ráðið Kristján af dögum. Þetta er þessi lævísa týpa, prumpar í laumi. Hún býr nefnilega inni í dyrafalsinum og skýst bara út til að glenna sig framan í mig meðan ég sit þarna sallarólegur og sinni mínu endurvinnsluhlutverki.
NÚ GLENNI ÉG MIG FRAMAN Í ÞIG
NJUUUUUU
ÉG GLENNI MIG FRAMAN Í ÞIG

Og ég næ helvítinu ekki. Ég viðurkenni nú að ég hef ekki reynt mjög mikið, enda hef ég ekki fengið skipun um slíkt frá mínum herra.

En hvar er Kóngurinn, ó sei sei.
og hvað á húsbóndalaus varðhundur að gera...

4 comments:

Anonymous said...

Ég ætla ekki að fara á klóstið hjá þér :o) Já sei sei ég held lausnin sé ekki að ná í nýjan Kristján heldur losa þig við allar pöddur og fylgisveina með þar til gerðum aðgerðum kall minn.

Anonymous said...

Þú ert asskoti skemmtilegur penni strákur. Eða sko þú ert náttúrulega ekki penni en skrifar vel.

Anonymous said...

þú ert nú meiri rugludallurinn elsku kallinn minn

Anonymous said...

ég trúi því ekki, ég gerði y villu.
iss, það er ekki nógu gott.