Ég fæ alveg óhemju magn af ruslpósti til mín. Sumt getur nú verið svoldið skemmtilegt. Til dæmis getur maður fengið typpastækkunarplástra og rólex úr á góðum prís. En yfirleitt er þetta hreinn óskapnaður, til ama og ógeðisvaldandi viðbjóður.
Án gríns, ég er að meina það án gríns, þá átti rússneski spamkóngurinn skilið að vera myrtur. Hann var samanlagt búinn að eyðileggja fleiri grilljón billjón mannslífsmínútur. Hann hefði í rauninni átt að vera sótttur af lögreglunni, flengdur hengdur og grafinn í gömlum úldnum þorski.
Það eru til nokkrar tegundir af ruslpósti, svokölluðu spammi. Það er þessi leiðinda lævísa týpa sem einhvern veginn ekki nokkur leið er að komast hjá, með tilboðum um viagra, betra kynlíf, ódýr rólex úr, tölvuforrit o.s.frv. og frv.
Það skrýtna við þann póst er að ef að maður kíkir á hann, þá er ekki nokkur leið að maður eigi viðskipti við viðkomandi.
Auglýsandinn lofar mér skaufa svo stórum að konur geti hreinlega hangið í honum. Þetta verður svona eins og í leikskólanum í den, þegar maður gekk hönd í hönd, nema að hér verður risaskaufinn notaður sem reipi til að draga allar fegurðardrottingarnar heim.
Þessa leið stúlkur þetta er alveg að koma, ef þið eruð þreyttar þá getið þið bara sest á monsterið.
Ekki slæm hugmynd, bara einn plástur og maður er kominn á stall með John Holmes, Ron Jeremy og Gvendi töfratyppi.
En þetta verður bara eitthvað svo ótrúverðugt þegar maður skoðar jönkmeilinn betur, sjá:
It really isnt funny, Elizabet He is not so very bad, Geoffre Sara told me that you ordered I was going to tell you tonigh And Thomas? Elizabeth asked, f He will stay here with your gr I do not, Elizabeth whispered, Next summer Thomas will come t His jest concerning her brothe I have, Geoffrey admitted, lik Such as? Elizabeth inquired, s He started to answer but Eliza Elizabeth laughed and a sparkl Think you so irresistible? she In truth, I did not, until you Elizabeth pulled back and gave
Um hvað er verið að tala og hver er Elizabeth.
Þetta getur bara ekki virkað.
Annað eru svo svindlpóstarnir. Þar sem auglýst eru hlutabréf, lotterívinningar og annað sem glatt getur fátækann.
Því miður þá er ég ekki með eintak en oftast einkennast þessi bréf, sem og önnur spam bréf, af einkennilegu málfari, ótrúlegum tilboðum og langsóttum skýringum.
T.d. happadrætti þar sem að maður fyrir tilviljun var dreginn út úr emeil skránni og vann 90milljónir, eða eitthvað álíka. Af hverju ætti einhver að setja 90 milljónir í happadrætti sem ekki þénar 300 milljónir á seldum miðum. Þetta meikar ekki sens.
Verst af öllu finnast mér þó bréfsendingar frá vinum og vandamönnum. Fólki sem maður þekkir, treystir og þykir vænt um. Ekki af því að það gerist svo oft heldur af því að þetta krefst þess að ég taki afstöðu. Á ég bara að eyða bréfinu, láta sem að ég sjái það ekki eða á ég að svara bréfinu og láta viðkomandi vita að þetta sé brella og póstkassafyllandi óbjóður.
Þetta eru skeyti sem "þarf" að senda áfram. Þau eru yfirleitt í þessum stíl, fyrirtæki x ætlar að gefa, bjarga, borga, þér eða bágstöddum ættingja með sykursýki og njálg bara ef að þú sendir póstinn á alla sem að þú þekkir.
Eða, nýr ógeðslega hættulegur vírus er kominn af stað, hann heitir Johnny 5 og er ormur. Þetta er brúnt aflangt kvikindi sem hringar sig utan um harða diskinn og étur allar upplýsingar sem eru eldri en þriggja ára og helst leiðinlegar upplýsingar, eins og bókhald. Þetta er staðfest af tölvudeild garðyrkjuskóla ríkisins sem og ransóknarstofnun landbúnaðarins. Vinsamlegast sendu þetta á alla sem þig langar að angra í dag.
Í þennan flokk set ég líka keðjubréfin, ég fæ gæsahúð og fyllist löngun til að gerast fjárbóndi á Mongólsku hásléttunum, þegar ég fæ eitthvað í þessum stíl.
Þetta keðjubréf er frá vinalínu rauðakrossins, það er búið að vera í gangi óslitið síðan 1827 og var sett í tölvuform af John Apple og Mike Email, föður emeilsins, árið 1962. Ef að þú sendir þetta áfram færðu fjórtán hreinar meyjar, 2 lítra af kóki og þrjár óskir (en ekkert lyfseðilsskylt). Sendu þetta áfram á alla þá sem þér þykir vænt um og allt verður í lagi, himininn heldur áfram að vera blár og sumarið verður 3° hlýrra/kaldara eftir því sem við á. Ef að þú sendir þetta ekki áfram þá mun gælufroskurinn hans Benna í íbúð 3 á breiðvangi 48 brenna í helvíti.
Ef að ég eyði bréfinu, er þetta eins og venjulegur ruslpóstur. En viðkomandi mun þá halda áfram að framlengja svona ruslkeðju.
Ef að ég svara þá er ég:
nr. 1 búinn að tapa fyrir ruslpóstinum, af því að ég eyddi tíma í hann.
nr.2 búinn að framlengja ruslkeðjunni með því að senda auka póst, bara til að besserwissa.
nr.3 búinn að bezzerwissa einhver sem ég þekki, og engin þolir besserwizzera.
N.b. Ég bezzerwizza alltaf. Ég verð svo pirraður að ég verð.