Þriðjungsafmæli
Í tilefni af þriðjungsafmæli mínu þann 15.apríl, þá verður haldin veisla á laugardaginn. Ég er byrjaður að velta fyrir mér matseðlinum og eru hér fyrstu drög.
Forréttur
Laxatartar með ruccola salati og sítrónu.
Aðalréttur, er enn í vinnslu. Til prufu í kvöld er eftirfarandi.
Kalkúnakássa með gráðaostasósu, eða til að vera svoldið mystískur í því
dinderagout avec gordon bleu.
borið fram með kryddaðri kartöflumús eða souris épicée de potatoe
og salati.
Í eftirrétt er svo ávaxtasørpræs.
Ég er búinn að senda út boðskort og gjafalista, en ef að fólk vill vera með þá eru flestir velkomnir, ekki allir.
6 comments:
Hei takk ætlaru að bjóða mér í mat á afmælisdaginn enn æðislegt sjáumst - hlakka til að prófa þetta útlenska sem ég skildi ekki neitt
Ég skal koma með súkkulaðigosbrunn og sykurpúða í eftirrétt og smá súkkulaðibita og nóa kropp súkkulaði og súkkulaði sósu
Hljómar vel, matarhald byrjar klukkan 19:00.
Vertu velkomin
Sem gestur í veislunni þá get ég vottað það að drengurinn á framtíðina fyrir sér við matargerðina.
Þó verð ég að taka það fram að Eiríkur lagði ofuráherlslu á að maturinn byrjaði kl. 1900 en hann byrjaði ekki fyrr en 1908 og verður það að teljast til slóðsháttar af versta tagi.
já Vodkað var líka rosalega gott namminamm
Til hamingju með daginn frændi !!!
Til hamingju með daginn....
Post a Comment