13 May, 2008

Hejsa

Ég er í skólanum, reikna ekki med ad skrifa neitt fyrr en ég kem til Noregs, eda jafnvel Íslands eda bara aldrei meira.

Hér eru hlutirnir ad gerast, vid Elín erum búinn ad kaupa mida til Noregs thann 6. julí. Thannig ad 6.júlí kved ég Danmørkina í bili. Vid siglum til Bergen og svo kem ég heim til íslands í kringum thann 12. Ég er aftur búinn ad ráda mig hjá VSB í sumarblídunni, svo ad ég verd thar í nokkra daga ádur en ég fer aftur til Noregs. Thar sem ég mun læra ad snakka enn eitt tungumálid. Ég hef heyrt ad thad sé Bara gaman í Bergen, eintóm hamingja.

Svo er thad ad frétta ad hnéd er byrjad ad gróa. Fór í hjólatúr á sunnudaginn án teljandi vandræda og er byrjadur ad gera styrktaræfingar í gymminu. Thad besta finnst mér thó ad í morgun thá komst ég upp og nidur trøppurnar hérna í skólanum án neins vesens. Thetta lúkkar bara thokkalega, en ég væri nú til í ad fá einhvern (nenni ekki ad ræda danska læknatjónustu) til ad kíkja á thetta, tví thad hringlar adeins í thessu. Ég stefni á ad vera klár fyrir komandi ægilegan ítróttavetur í Bergen og svo enn verri á überÍslandi med endalausu púdri.

8 comments:

Anonymous said...

Mig langar til Bergen ..... nú hef ég ástæðu til að fara þangað. Hvað verðið þið lengi skötuhjúin? Annars finnst mér Bergenbúar illskiljanlegir kynjakvistir ..... en það er allt önnur Ella.
Kv. frá höfuðborginni

Anonymous said...

Mikið var að það kom lífsmark. Þið eruð sem sé bæði komin að í skóla í Bergen?
Þegar ég var krakki líklega svona átta, níu ára sagði kennarinn okkur brandara, sem við skildum auðvitað ekkert, en hann var um það að hestar fældust í Bergen ef þeir mættu manni án regnhlífar. Skýringin var sú að það rigndi svo geysilega mikið í Bergen.
Hef ekkert heyrt frá Hauki-þarf að fara að hnippa í hann.
Hafið það sem allra best.
Kærar mömmukveðjur

Anonymous said...

Hahaha mér finnst mamma þín svo skemmtileg.

En já við keyptum okkur einmitt Hansa sommerøl um daginn. Á dósinni er þetta líka fína norska veðurkort sem sýnir sól og blíðu í hinum ýmsu bæjum Noregs ...... aftur á móti er skýjað og rigning í Bergen, eða stígvélabænum eins og hann er kallaður. Æ ég þyrfti eiginlega að vera með mynd af bjórdósinni .... þetta er sko mjög fyndin dós :o)

Anonymous said...

en thegar er gott vedur í Bergen thá er hvergi betra ad vera...hef ég heyrt

Anonymous said...

já ég hef heyrt það líka .... mig hefur alltaf langað þangað.
p.s. Svenni er sko alltaf að læra fyrir próf þessa dagana þess vegna er ég svona fjári dugleg að hanga á netinu hahahaha

Anonymous said...

Noooh allt að gerast - já það er ekkert verra að vera bara í rigningunni þá ertu alla vegana viss um að fá gróðursæld og nóg vatn í sturtuna. Skila kveðju til Elínar og hlakka svakalega til að fá til landsins í sumar

Anonymous said...

Kemur Elín líka til íslands í sumar?

Anonymous said...

Það rignir 2500 og eitthvað millimetra á ári í bergen á þeim 250 dögum sem rignir ár hvert og þetta er að meðaltal. Sem er meira en tvöfalt á við london og köben og osló :-) En það er víst til annar bær í norge þar sem rignir 5000 og eitthvað millimetra á ári þannig að þetta er náttúrlega ekkert svo mikið miðað við það.

Það er víst alltaf hægt að þekkja Bergen fólk í fatabúðum þar sem þeir margspyrja alltaf hvort fötin séu ekki örugglega vatnsheld :-)

Borgin leit samt rosalega vel út í legolandi og verður bara að gaman að heimsækja ykkur þarna, það þýðir ekkert að heimsækja Kollu hún er aldrei heima þegar ég kem :-P . Annars mæli ég með norska eðalbjórnum Nögne Ö sem er nú algert sælgæti