26 November, 2006

Útrás íslensks Lakkríss

Ég fékk alveg dásamlega sendingu um daginn. Púlsmælinn minn og svo haug af kolsvörtum lakkrísbitum. Og meðan ég útdeildi gersemunum meðal nábúa þuldi ég upp mislukkaða tilraun til útflutnings á íslenskum lakkrís.
Sagan þótti bæði áhugaverð og fróðleg, en einni merkileg fyrir þær sakir að lakkrísinn smakkaðist betur en fólkið átti að venjast. Mér datt því í hug hvort að markaðssetningin hefði ekki bara verið eitthvað mis.

En óhmígod, það breytir engu hvernig maður markaðsetur vöruna ef hún veldur truflunum á þarmastarfsemi í fleiri daga. Það eru aldrei nein vandamál að fá litla latínóstrákinn til að hoppa í sjóinn, enda alinn á hafragraut og rúgbrauði með kæfu.
"Enrique, það er kominn röðin að þér, hoppaðu."
Enrique svarar ekki, þess í stað urrar eitthvert svart óféti:
"Ég Bóbó, Ég hoppa ekki"
Ég býð Bóbó velkominn, og reyni að sannfæra hann um að lauginn sé bæði hlý og notaleg.
garg:"Nei, ég fer ekki fet".
"jú láttu ekki svona, það er vatnsrennibraut"
"Ég fer ekki í fangelsi"
"þú ferð ekkert í fangelsi, þú færð fría ferð niður á strönd, sól og dömur"
Og þetta dugði á Bóbó, en hann hoppaði ekki, heldur greip í allt sem fyrir varð og lét sig síga hægt og rólega niður.
...og Bóbó var ekki einn, hann átti vini.

Og þetta er ástæðan fyrir því að maður getur ekki gúffað í sig lakkrís án tára.

Takk fyrir lakkrísinn hann var góður.

23 November, 2006

nadi øllu

fekk 8 i biokemi

13 November, 2006

Ísland best í heimi.

Í morgun vaknaði ég ægilega glaður, nánast hamingjusamur, svo fannst mér eitthvað vanta og varð næstum því glaður.
Ég held að ég sé ástfanginn.
Nú þarf ég bara að sannfæra einhverja konu um að ég sé sá eini sanni.
Eða það hlýtur að vera.
Ég er með fiðrildi í maganum og sveppi og gulrætur.

Reyndar er ég líka búinn að drekka 8 kaffibolla og kominn með skjálfta. Ég fór nefnilega í kaffibindindi í tvær vikur, eða 1 viku og 2 daga eða kannski bara 4 daga einn kaffibolla og svo aðra 4 daga og mér leið rosalega vel. Svo þurfti ég að fara að mæta í fyrirlestra klukkan 8 á morgnana og klukkan 10 og klukkan eitt um daginn og það var frábært. Afslappaður, rólegur, mótækilegur, zzzzzsofandi.
Þannig að ég er byrjaður að drekka kaffi aftur, og þetta er eins og að komast í dóp eða eitthvað, kaffifíknin er svo sterk að í dag, hef ég mest setið heima og skrifað verkefni og ég hef ekki náð að klára úr bollanum áður en ég er farinn að hella upp á aðra könnu.
gnnííííííííííííííííssst

Það er svosum fátt að gerast, báðum fjallahjólunum mínum var stolið. helvítis ali babar.
Þeir brutust inn í hjólakjallarann og stálu öllum sæmilegum fjallahjólum.

og svo var ég fullur um þarsíðustu helgi
http://www.picturetrail.com/gallery.fcgi?p=999&gid=13569030
brjálað stuð.
ég var reyndar líka fullur um helgina og þar síðustu helgi.
nei það er ekki satt ekki þar síðustu helgi, þá var ég svo þreyttur að ég fór heim áður en ég varð fullur. Ég reyndi samt.
Svona er þetta þegar maður hefur ekkert betra að gera.

jæja, best að halda áfram, nanódældun hér kem ég.
merkilegt alveg sama hvaða asnalegu engilsaxnesku orð maður lærir þá er ekkert mál að snúa þeim yfir á íslensku.
af því að ....
Ísland er best í heimi.

ps. ég kem heim með Örra feita, fimmtudagsnóttina 21.des klukkan 00:20.
ég flýg héðan 20.des klukkan 20:00

06 November, 2006

Fréttir

Það gengur hægt með húsamál, ég er kominn á milljón ára biðlista yfir íbúðir og svo erum við Karina á biðlista yfir fleiri hús á Randersveginum, svo er bara að sjá hvað setur.

Annars er ég að fara í tilraunir með húðun. Ekki að búa til nýja húð á einhvern heldur að húða verkfæri og svoleiðis. Til dæmis er svona húðunardæmi notað í últraslitsterk verkfæri, TiN húðunin (títaníum nítril) slagar til dæmis hátt upp í demant í styrk, bara ódýrari.

Við erum að fara að húða með SiO2, ætli það heiti ekki bara Silicate man það ekki alveg.

Og þannig er það.

05 November, 2006

Langar einhvern í dvergfíl

Ég var að lesa í lífefnafræðibókinni, að við tilraunir með gena ígræðslu hefði verið framleidd nýtt afbrigði af mús. Tekin voru vaxtargen úr rottu og sett inn í genamengi músar og svo var egg frjóvgað með nýju genunum.
Og úr varð risamús, gerist ekki betra.
Nú þarf ég bara að fanga eitt fílskvikindi, og svo frjóvga einhvern kött, þá fengi maður passlega stærð.

koddu kisi, ég er með nýjan bólfélaga handa þér. Kisi, heilsaðu upp á Bóbó.