29 April, 2006

Karókí er best

Fór í smá karókí í gær. Það er bara svo gaman, það versta eða besta var að það var engin samkeppni. Danir geta bara ekki sungið. Ég söng ekki vel, bara svona eins og venjulega, en guð minn góður, Danir eru bara aldir upp við að hljóma illa.
Þetta var langt frá Hansen standardinum.
Jæja best að fara að kaupa sér buxur.

Get your motor runnin

23 April, 2006

Trölladetta

Í góðum fíling
Ég stend á skýi
just driving along, driving along
þetta er of gott til að vera sattSjitt, það hlaut að koma að því

Trölladetta

Þetta gæti hafist
Neibb, ekki sjéns
Guð minn góður Hvar er Eiki? Þarna er Eiki
Dauður

19 April, 2006

Asterix í Chamonix 4

Athugið það er eitthvað ves, ég get ekki birt þetta í almennilegri röð. Ferðasagan byrjar neðar og yngist upp (tíhí, yngist upp).

Sólskin og gott veður á jöklinum, sprungusvæðið í baksýn.









Ljósmyndari til að taka myndir af kúlinu.











Kúlið
















Hugmyndir að leiðum voru nokkrar og eru því margar góðar ástæður til að fara aftur, jafnvel þó að maður bíði með að ná næsta þrepi. Til dæmis er hægt að renna niður Aguille d'Tacul.




Og svo fengum við okkur öl.
Annars var þetta nokkuð róleg og góð ferð.

Asterix í Chamonix 3

Frábært veður, frábær dagur.
Og til að gera hann enn frábærri þá kíkjum við aðeins á Cosmiques gilið. Þó að vitum að það sé búið að trakka það til helvítis.
Nau, nau nauts, það er nánast ófarið. Hvað skal nú gert? Skyldi reynt, skyldi örlögunum storkað, skyldi næsta þrepi í rennslisfimi náð. Nei, ekki í dag. Kannski sem betur fer. Dæmi hver fyrir sig.
En nú er allavega góð ástæða til að snúa aftur. Nú veit maður að þetta er alveg hægt.

Myndirnar ljúga svoldið held ég (vona ég) þó að þetta sé erfitt, þá er það ekki svona skelfilegt.

En alla vega fórum við ekki niður þann daginn. Heldur rúlluðum niður barnabrekkuna á eftir hinum. Túristaleiðin er virkilega fín leið, magnað útsýni, liggur yfir sprungusvæði (lions, tigers, bears, oh my) og svo niður mer de glace (merde glass).
En hvað sem gerist, þá skal maður halda kúlinu, það er alveg möst.
...og helst að hafa ljósmyndara sem festir augnablikið á filmu.

18 April, 2006

Asterix í Chamonix 2

Þegar niður í sólskinsbaðaðan bæin var komið eftir dásamlegan dag á skíðum, var farið nokkuð fljótlega í Apótekið til að kaupa nauðsynleg verkjalyf og stoðtæki.
Ég, uppfullur af orku, réðst á fjallið. Í fyrstu ferð og nánast fyrstu beygju, fór ég í hrútaleik við jörðina. Stangaði helvítið af öllu afli svo undirtók í dalnum (fannst mér). Jörðin gaf sig ekki og harðhausinn ekki heldur, þannig að hálsinn lét undan. En það var ekki látið á sig fá (lyfjavísindin eru á góðri leið) frekar en veðrið.
Nágrannar okkar í skíðaleigunni voru algjörir spaðar, svo að heppilegast var að tala við þá um leiðir og færi og veðurspá og fleira.
Ég fór niður til að kanna: "Fyrirgefður herra Froskur, en heldurðu að það sé í lagi að renna sér niður Grand Envers leiðina eftir hádegi, svona upp á snjóflóð og svona. Því að það er alltaf skýjað fyrir hádegi."
Herra Froskur: "Hvad for noget, ohh oui Gran envö. Það er nú alltaf ákveðinn áhætta í að renna sér á skíðum. En á morgun þurfið þið ekki að hafa neinar áhyggjur það verður sól allan daginn."
Frábært, þá er það ákveðið.
Næsti dagur byrjaði nú ekki eins vel og maður hafði búist við.
En Spaðafroskum skal treysta.
Upp í fjall fórum við og skyldi bara taka því rólega í blindunni. Finna byrjunina á leiðinni og svo bíða eftir sólskininu.
Sól sól skín á mig, ský ský burt með þig.

Upp í blámann stefndum við ótrauðir. Komum í miðasöluna, 33 evrur settar í bakkann. Ungfrú litli sæti froskur: "Það er óveður uppi, ekki hægt að skíða niður. Tu va sikker on this."
Skíðatöffari:"óveður það getur ekki verið, ég er með vottorð frá spaða. Upp skal vaðið."
"Oui, oui, monsieur, hier ist deine karte."

Kláfurinn ruddist upp, inn í skýjabakkann og svo sást ekki meir þann daginn. Fórum fullir bjartsýni út á hrygginn ógurlega, þar sem eru 1000m fall á aðra hliðina og 300m á hina. Eftir nokkra tugi metra var ákveðið að skella sér í línu svo að við myndum allavega finna hvern annann á leiðinni. Eftir þvæling á fjallinu í tæpa tvo tíma, var nútímatæknin tekin í notkun.
Riinng Riiinng
Já, Siggi hérna.
Þetta er Örvar, hvað ná skýin langt niður.
Langt.
Og það var nú bara of mikið fyrir okkur og við snérum við. En nú voru góð ráð dýr, því að það sem hafði verið slæmt skyggni og stórkostlegur púðursnjór á leiðinni niður , var nú blint og helvítis fyrihöfn á leiðinni upp. Og þó að við séum nú allir íþróttamenn í fremstu röð, þá tekur snjólabb í þriggja og hálfskílómeters hæð alltaf vel á. En upp í kláfstöð komumst við þó þokkalega heilir (þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Örvars að senda mig í dauðann). Fengum töluverða athygli japanskra ferðamanna, sem að sjálfsögðu þótti þetta nokkuð magnað að einhver væri svo vitlaus að vaða út þetta veður.
En spaðanum skeikaði aðeins, það var á næsta degi sem sólin kom og heillaði okkur.
En nú höfðum við verið þarna á svæðinu í 5 daga og veðrið alltaf að gabba okkur svo að við vorum orðnir sinnulausir og varkárir. Og í því lágu mistökin, of seinir að ákveða leið. Of seinir af stað. Og of seinir að fá miða. Við fengum kláfsæti klukkan hálfeitt og því var hugmyndin að rúlla niður túristaleiðina frá Midi. Enda búið að trakka allt annað niður og við allt of seinir á ferðinni, njö njö njö.

Blessuð sólin elskar allt

Asterix í Chamonix 1

Jæja hvernig á að byrja, ætli sé ekki bara best að byrja á mynd. Hér er örri að pakka í bílinn í Vejle, þar sem að ég hitti strákana. Vejle er eitthvert villimannasambýli á Jótlandi. Ég vill ekki hafa of mörg orð um bílferðina suður til Cham, því að þá missi ég kúlið. En ferðin tók um 16 tíma, í stanslausri hryggskekkju. Eintóm gleði.
Svo þegar suður var komið, brutumst við inn í íbúðina sem var merkilega snyrtileg og vel búinn. Hefði hún vel rúmað 10 manns með smá náungakærleik. Ekki var laust við að það væri kominn svoldill fiðringur í liðið þá og þegar, en skynseminn sagði að nú skyldi hvílt og svo haldið upp í brekku. Eftir tíðindalítlar þrjár stundir, ruku menn upp stálhressir og eitthvað varð að fara að gera fyrst menn voru mættir.
ÉTA, það er eitthvað sem þeir geta.

Morgunmatur var snæddur til að hafa orku í þetta allt saman.
Nú var litli Eiríkur að farast úr spenningi yfir því að vera kominn af flatanum og langaði upp í fjall. Menn voru því reknir út að leigja skíði og dót og svo upp í fjall.
En, nota bene, kúlið mátti aldrei tapast.
Menn komust í miðasöluna, ískaldir á því.


Svo komumst við upp á svæði og kúlið myndaði hrím á skiðagleraugun.
En svo tapaðist það gjörsamlega þegar rennslisgleðin tók völdin, og menn tístu af gleði er þeir renndu sér niður fyrstu ferðina. Og svo var það ekki mikið fleira þann daginn.... eða hvað. (pistlinum varð að skipta í nokkrar ræmur, sjá næsta)

16 April, 2006

Ennta lifandi

God vika, rennsli og vesen i bland.
Haettir i bili, keyrum heim a morgun.

06 April, 2006

Ég er aumingi.

Fór til nýja eyrnalæknisins í gær, hann greindi mig með Kolluveiki, eða eyrnasteina. Eyrnasteinar eru ekki til sem staðfestur sjúkdómur, en það er til meðhöndlun við þeim. Hún felst í því að snúa hausnum í nokkra hringi þar til að eyrnasteinarnir gefast upp og fara eitthvað annað. Það á nú eftir að koma í ljós hvort þetta virkaði, en það hafði jákvæð áhrif í bili.
En svo af því að ég var laus við jafnvægisvesenið, gat líkaminn farið að beita sér að öðru og þá fer ég að finna það að ég er með ægilega vöðvabólgu í hálsinum og herðunum. Ef ég geri svo eitthað í því, kemur þá ekki bara eitthvað annað, og hver ræður forgangsröðuninni.

Og svo er ég að fara á skíði í fyrramálið, ligga ligga lái. Eða ég er að fara að keyra á morgun. Á skíði á laugardaginn.

04 April, 2006

Það er erfitt að vera danskur

Danir eru búnir til úr svínakjöti og baunum. Það er vond lykt af þeim og þeir svitna inn á við.
Ég reyndi að verða danskur áðan og steikti mér væna sneið af akfeitum aligelti frá Galten kommúnunni. Ég er hálfnaður, það er vond lykt af mér. Þegar ég klára baunirnar þá hlýtur innansvitinn að byrja að leka.

01 April, 2006

Eðlisfræði elskar alla

Kláraði eðlisfræði í gær, úha. Það var geysierfitt. Mér gekk þokkalega, en er samt í vandræðum með eitt dæmi, þar sem hinir fengu 0 fékk ég kvaðratrót af 5/8 * helling af bókstöfum. Ég veit í hverju munurinn liggur og er búinn að skoða hann oft. En ég er ekki enn búinn að átta mig á því hvort svarið er rétt. Þetta var erfitt.
Var ég búinn að segja að það væri erfitt.

Æfingaleikur við AGF á eftir. Urr þessir keppir verða settir í barnavagn og þeim rúllað inn á elliheimili.
...og svo...