Nanó hvíl í friði
Jæja þá er ég búinn að gefa vísindaferilinn upp á bátinn. Er búinn að skipta yfir í byggingatæknifræði og byrja á fimmtudaginn kl.8:00 í stofu 295 í byggingu DA12. Og ég er ógeðslega ánægður með þá ákvörðun.
Ég er líka ánægður með að hafa prófað monsterakademíska námið til að sjá að ég hef hvorki námsáhugann eða er tilbúinn að fórna mínu félagstengslum til að verða vísindamaður.
Hvernig vildi þetta til?
Gekk ekki allt vel?
Féllstu í einhverju?
Ja, eins og einhverjir hafa ef til vill heyrt þá hef ég stundum vælt yfir nanó, en þar sem að ég væli stanslaust hafa fæstir tekið eftir því. Mitt plan var, að þó að mér leiddist annað slagið, þá myndi ég bara halda þetta út og verða besti vísindamaður í heimi, þó að það tæki 30ár. Sem og ég hef gert hingað til, nota bene með fína einkunn. Svo fór ég til Frakklands um daginn og það var í fyrsta skipti sem námsþokunni létti síðan í sumar og sem betur fer því að þegar ég snéri aftur sá hversu mikil eyðsla á lífi það væri að lifa í þokunni í þrjú og hálft ár í viðbót. Og nú kemur uppljóstrun um minn innri mann, ég fór að gráta þegar ég las tvíburaþversögnina í eðlisfræðinni.
Tvíburaþversögnin er reyndar ekki þversögn heldur miskilningur og tekur langan tíma að útskýra. En allavega út af því að helvítið hann Einstein fann það út að allt er afstætt, nema ljóshraði í loftæmi, þá getur liðið styttri tími um borð í geimflaug sem flýgur á hraða sem er nokkur prósent af ljóshraða, miðað við jörðina. (ætla ekki að útskýra það frekar)
Og tvíburaþversögnin segir frá tvíburum (strák og stelpu :) ), þar sem að hann er haldinn útþrá en hún vill vera heima á jörðinni. Svo flýgur tvíburinn til næstu stjörnu og þegar hann kemur til baka þá hafa liðið 30 ár í lífi hans en 50 ár í lífi stúlkunnar. Þversögnin spyr svo: Ef að við segjum að geimflauginn sé kyrr og jörðin fljúgi í burtu (sem er alveg hægt, því að þá geimflauginn bara viðmiðið okkar) ætti þá ekki stúlkan að eldast minna og strákurinn meira. Ef þið hafið áhuga þá get ég útskýrt rest en það er ekki mikilvægt í þessu tilviki. Það sem er merkilegt er það að þegar ég las þetta þá átti ég ekki í neinum vandræðum með að skilja formúluna eða kenninguna, það sem ég skildi ekki var hvers vegna nokkur maður væri svo vitlaus að eyða allri ævinni í þessa geimferð, sem kannski og kannski ekki væri nokkrum til gagns.
Og svo hafði ég bara ekki lengur áhuga á að halda þetta út.
...og svo var það Hilli sem ýtti mér yfir þröskuldinn út úr nanó, takk Hilli þú ert sætur.
Takk nanó, þetta var gaman (stundum(sjaldnast)) en héðan af verðurðu bara í bóninu sem ég nota á bílinn minn.
Ég er líka ánægður með að hafa prófað monsterakademíska námið til að sjá að ég hef hvorki námsáhugann eða er tilbúinn að fórna mínu félagstengslum til að verða vísindamaður.
Hvernig vildi þetta til?
Gekk ekki allt vel?
Féllstu í einhverju?
Ja, eins og einhverjir hafa ef til vill heyrt þá hef ég stundum vælt yfir nanó, en þar sem að ég væli stanslaust hafa fæstir tekið eftir því. Mitt plan var, að þó að mér leiddist annað slagið, þá myndi ég bara halda þetta út og verða besti vísindamaður í heimi, þó að það tæki 30ár. Sem og ég hef gert hingað til, nota bene með fína einkunn. Svo fór ég til Frakklands um daginn og það var í fyrsta skipti sem námsþokunni létti síðan í sumar og sem betur fer því að þegar ég snéri aftur sá hversu mikil eyðsla á lífi það væri að lifa í þokunni í þrjú og hálft ár í viðbót. Og nú kemur uppljóstrun um minn innri mann, ég fór að gráta þegar ég las tvíburaþversögnina í eðlisfræðinni.
Tvíburaþversögnin er reyndar ekki þversögn heldur miskilningur og tekur langan tíma að útskýra. En allavega út af því að helvítið hann Einstein fann það út að allt er afstætt, nema ljóshraði í loftæmi, þá getur liðið styttri tími um borð í geimflaug sem flýgur á hraða sem er nokkur prósent af ljóshraða, miðað við jörðina. (ætla ekki að útskýra það frekar)
Og tvíburaþversögnin segir frá tvíburum (strák og stelpu :) ), þar sem að hann er haldinn útþrá en hún vill vera heima á jörðinni. Svo flýgur tvíburinn til næstu stjörnu og þegar hann kemur til baka þá hafa liðið 30 ár í lífi hans en 50 ár í lífi stúlkunnar. Þversögnin spyr svo: Ef að við segjum að geimflauginn sé kyrr og jörðin fljúgi í burtu (sem er alveg hægt, því að þá geimflauginn bara viðmiðið okkar) ætti þá ekki stúlkan að eldast minna og strákurinn meira. Ef þið hafið áhuga þá get ég útskýrt rest en það er ekki mikilvægt í þessu tilviki. Það sem er merkilegt er það að þegar ég las þetta þá átti ég ekki í neinum vandræðum með að skilja formúluna eða kenninguna, það sem ég skildi ekki var hvers vegna nokkur maður væri svo vitlaus að eyða allri ævinni í þessa geimferð, sem kannski og kannski ekki væri nokkrum til gagns.
Og svo hafði ég bara ekki lengur áhuga á að halda þetta út.
...og svo var það Hilli sem ýtti mér yfir þröskuldinn út úr nanó, takk Hilli þú ert sætur.
Takk nanó, þetta var gaman (stundum(sjaldnast)) en héðan af verðurðu bara í bóninu sem ég nota á bílinn minn.
6 comments:
Vonandi verðurðu ánægður í byggingatæknifræðinni, Eiríkur minn og verðirðu ekki ánægður, læturðu engann komast að því.
Gangi þér vel
bíddu, hvað varstu aftur að læra.
Þú myndir ekki einu sinni skilja það ef ég segði þér það.
Í einfaldleika mínum held ég að ég sé búinn að átta mig á þessu.
Þú sást aldrei námsefnið í nanofræðinni það var svo smátt híhíhí
Nanó spanó... er það ekki bara fyrir kellingar? Eins og nema norðan megin við þig.... Byggingartæknifræði er það ekki fyrir fullvaxna karlmenn og nagla eins eins þig? Þú ert æðislegur...
Þú átt ekki bíl til að bóna!
Post a Comment