Babú babú hætta á ferð.
Ég ákvað að fara aftur á knattspyrnuæfingu áðan, eftir langt hlé. Var bara nokkuð sprækur.
En...
Annars færi maður nú ekki að skrifa um fótboltaæfinguna.
En...
fitubollufótbolti er nú ekki það heillandi að maður þurfi eða þori að lýsa því í orðum.
En...
eyrnabólga getur aftur á móti verið heillandi.
En...
Nú hafði ég verið nokkuð góður í hausnum síðasta mánuðinn, ekki haft teljandi vandræði með jafnvægið. Svo að ég ákvað að fara í fótbolta.
Komst skammlaust í gegnum upphitunina. Skoraði mark í fyrstu snertingu. Fyrsti skallinn heppnaðist líka vonum framar, hann var inni ég er að segja ykkur það.
Jæja nú var minns farinn að hitna og bara orðinn nokkuð brattur. Óhræddur að taka almennilega þátt í leiknum.
SKUGGI.................................................................. bolti frá hægri
tek hann niður með hnakkanum (afhverju hnakkanum? ertu idjót).
BOINK
næ boltanum
SVART
boltinn náði mér tilbaka, ég sé ekki neitt. Lappirnar halda að ég sé bara farinn að sofa og ákveða að, já, það sé nú bara ágætur tími fyrir blund.
JÖRÐ
eftir þessi örfáu sekúndubrot í heimi myrkursins sé ég ljósið aftur, það er ekki hvítt það er grátt, drullugrátt.
SPLASK
Og þar lá ég með andlitið ofan í jörðinni.
SVissH
Í sönnum Ninja anda stóð ég upp með því sama og neitaði öllu saman.
Tók smá pásu og svo var bara allt í fínu, svoldið skakkur núna en annars held ég að ég hafi bara haft gott af þessu.
Bölvað rugl ég var ringlaður í klukkutíma eftir æfingu, ég ætla að hringja í lækninn strax á mánudaginn. Þetta gengur ekki lengur.