06 December, 2005

Spúúkí

Ég var fluttur með hraði á spítala á sunnudagskvöldið. Eftir fjögurra tíma stanslausar ælur og óráð. Þar héldu áfram ælur og óráð og tilraunir með jafnvægisskyn, þar til læknarnir voru nú orðnir nokkuð vissir í sinni sök, allir fimmtán læknarnir sem heimsóttu mig.
Það er bara ekkert að þér, eða alla vega ekkert sem við sjáum. Þig svimar og þér er óglatt.
Váá þið eruð svo klárir. Og svo var ég sendur heim seinnipartinn í gær og þarf að finna mér spesjalista til að kíkja á mig. En ég er allur að braggast, 30 tíma svefn hefur sín góðu áhrif.

En nú að spúúkí hlutanum.
Ég var með óráði og vissi sjaldnast hvar ég var.
Það var fólk sem talaði mikið um mig og stundum við mig.
Það var stúlka sem skreið upp í hjá mér.
Og það kom kona í hvítum klæðum sem stakk mig í höndina og ég hrökk við.

Það síðasta í draumnum var örugglega að það er bannað að káfa á hjúkrunarkonum.

10 comments:

Eiríkur said...

Það var líka í draumnum þá vaknaði ég í einhverju sem mér fannst vera skólastofa, allt hvítt og asnalegt eins og var á spítalanum. Og mér fannst eins og einhver væri dauður, eða veikur. Ég spurði meira að segja mömmu þegar hún hringdi hvort að einhver væri dáinn. hah, maður er farinn að sjá fram í tímann. Viljið þið lottótölur, hahn hahn.

Anonymous said...

ég held þú hafir ekki farið til réttra lækna, þeir læknar sem kenndir eru við GEÐ hefðu hentað betur

Anonymous said...

elsku kallinn minn, ertu alveg að fara yfir um.

Anonymous said...

Ég myndi fara til sérfræðings sem fyrst. Þó þessir blessuðu 14 læknar hafi ekki fundið neitt þá segir það ekkert um allt sé í lagi. Ef þú missir jafnvægisskinið og ælir og ælir og dreymir svo einhverja klikkun þá er eitthvað í gangi. Hvort sem það er sálrænt eða líkamlegt þá skaltu kíkja læknis. Ertu með einhvern heimilislækni - hann hlýtur að geta bent þér hvert þú átt að fara ef þú lýsir þessu fyrir honum.

Anonymous said...

Farðu vel með þig. Heilsan og geðheilsan er mikilvægari en námslestur hestur

Anonymous said...

Svo geturðu líka kannski talað við einhvern hjúkrunarfræðing í skólanum sem getur sagt þér hvert þú átt að fara. Hann er líka örugglega ókeypis. Eða er kannski allt svona ókeypis í Danmörku.

Anonymous said...

ó voru þeir fimmtán jæja þessi fimmtándi var hvort sem er skottulæknir og vissi ekki neitt

Eiríkur said...

Fólk er ekkert að átta sig almennilega á þessu, draumurinn kom löngu áður en ég varð veikur.

Svo skeði það að ég upplifði drauminn aftur á sjúkrahúsinu.

Það er spúúkí.

Anonymous said...

Sjöfn hefur þú ekkert að gera, er Sóllilja hætt að nenna að tala við þig og farin að hanga út í sjoppu.

Anonymous said...

He he já hún er farin að reykja og brúka kjaft. Hlýðir mömmu sinni ekkert. Og hvað gerir maður þá, nú maður bara hangir á blogginu hjá Eika bró.