08 December, 2005

Sjúkur maður gengur

Og hvað sögðu læknarnir á spítalanum?
Ég átti að panta tíma hjá þér.
Og kíktu þeir ekkert á þig?
Jú,jú fjórir læknar ef ég man rétt.
Enginn eyrnalæknir.
Ja, einn þeirra kíkti í eyrun á mér.
ok. Ég get nefnilega ekkert meira gert.
(Þetta var eftir fjóra og hálfa mínutu í samtali við spesjalistann)

Þú ert með sérstakt tilvik flensu sem er bundið við vinstra innra eyrað.
Þú færð jafnvægið fljótlega (það er næstum komið).
Og heyrnin verður jafngóð, svona þegar að því kemur.

Þannig er það kæru vinir ég er heyrnalaus á vinstra og skakkur og það verður bara að hafa það.

2 comments:

Anonymous said...

Greyið kallinn minn vonandi gengur þetta fljótt og örugglega yfir. En gott að heyra að þetta var ekki eitthvað hættulegt. Batnaðarkveðjur Sjöfn

Anonymous said...

Hvur skollinn og enginn til að halda köldum þvottapoka á enninu ??????? Vonandi er jafnvægið að koma.