Smá dót
Við vorum að færa aðeins til í svefnherberginu. Reyna að fá meira speis. Það var varla hægt að skipta um föt þarna. Hurðin opnaðist einungis hálfa leið og nærfötin þurfti að pressupakka, skríða yfir rúmið og troða ofan í kassa undir rúmi hinum megin. Ekki optimalt.
...en smá innskot, í nettó getur maður keypt vakúmpakkara til að pakka grænmetinu sínu. Algjör snilld, ég verð að fá svona. Sjjúúúp og svo er grænmetið bara vakúmað, maður getur líka pakkað súkkulaði og kökum og litlum Bono ef maður vill.
Jæja en aftur að ommöbleringunni, ég byrjaði í gær að færa dót fram á gang svo að maður hefði pláss til að flytja rúmið yfir í hinn endann. Og það er ótrúlegt hvað, ef maður er nýtinn, maður kemur miklu drasli inn í herbergi.
Gangurinn var fyrst fylltur
Og svo byrjaði Elín að galdra...
5 comments:
hehe þú ert best geymdur út á svölum. Ég prófaði trixið hennar Elínar á pabba og glasið er það er enn :o)
Híhí mér finnst Sjöfn fyndin
Maður hlýtur að geta náð fleirum glösum í einu á pabba.
Eða einu glasi og tveimur með tómat steiktum og sinnepi.
Þessi breyting virðist mjög til batnaðar, mjög glæsilegt...
Þú notast hér við gamalt og sígilt trix (fyrirgefðu að ég upplýsi það hér með) að minnka húsgögnin örlítið um leið og þú umraðar þeim.. VOILA miklu meira pláss fyrir vikið :)
Hvaða glas?
Settu skrifborðið fram í stofu og barnarúmið inn í hjónaherbergi.
pabbi.
Post a Comment