Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.
Til hamingju med afmælid Sjöbba systir.
Tridjungsafmælid gekk vonum framar og matarvisjónin lukkadist bara vel.
Grádostakjúllamallid smakkadist vel, ávaxtasørpræsid var nánast í sama klassa og hjá mømmu, en laxatartarid átti vinningin. Og verdur ad vidurkennast ad tad er fengur í nýju eldhúshjálpinni, thar sem hún átti allan heidur ad theirri bløndu.
Matarhaldid átti ad hefjast stundvíslega klukkan sjø, svo ad veislan væri meira barnavæn og tókst thad nánast en thad voru smá vandrædi med kartöflumúsina. Ég gleymdi ad versla mér kartøflukremjara og hóf tví trodningin á thessum thremur kílóum af jardeplum, med GAFLI.
Klukkan sló tví sjø med kartøflurnar hálftrodnar, en thad var ekki hægt ad gera annad en ad støkkva í veislugallan og hefja bordhaldid.
Laxatartarid var borid fram, og er ekki hægt ad segja annad en nammm.
Svo var stokkid inn í eldhús til ad hræra sídustu kryddurtunum vid ostasósukjúllaragúid og troda kartøflur.
Sem betur fer kom arkitektaneminn Karina, their eru svo gáfadir thessir nordmenn, og murkadi líftóruna úr sídustu kartøflubitunum med ausu. Svo ad adalrétturinn komst á bordid og bragdadist bara thokkalega, engin tøfrabrøgd en thokkalegur.
Og svo kom Ditte.
Af hverju kom Ditte?
Hver er Ditte?
Ditte bjó á ganginum fyrir hálfu ári, hún flutti til ástralíu og er svo komin til baka. Hún er svoldid skrítinn.
Hún fékk ad leggjast á sófann hjá okkur á medan hún finnur sér stad til ad búa á. Ég baud henni ekki í veisluna mína.
En svo stendur Ditte bara tharna.
og talar og svo fer hún ekkert.
og ég er borinn ofurlidi af mínum uppöldnu kurteisivenjum svo ad ég býd henni sæti, sem hún ad sjálfsögdu átti ad afthakka (ekki satt hehe).
Og svo kemur hid dásamlega ávaxtasørpræs á bordid med marengsbotni og kiwi skreytingu, mmm dejligt.
Ég fékk fullt, fullt af afmælisgjøfum. Adallega úrvalsbjór en einnig edalvín og súkkúladidásemdir. Ad ógleymdum ostaskeranum og føndurpakkanum hennar mømmu.
Mamma er alltaf svoldid fyndin.
En takk fyrir komuna, thid hin mætid bara næst, og hafid thad gott í vorblídunni.
6 comments:
til hamingju með daginn Eiríkur og Sjöfn kveðja Valli og Brynja
Ég ætla aftur að vera ósammála Eiríki, Ditte er ekkert svoldið skrítin hún er snargeðveik. Það var allavega niðurstaða mín eftir kvöldið
adios
Jenni
takk og sömuleiðis til hamingju með afmælið í gær sæti.
MEÐ GAFLI !!!!!!!!! gott það var útpældur verkfræðingur á svæðinu til að redda málunum
ég var ad reyna ad vera kurteis, Jenni. hún er alveg snar. Thegar ég baud henni ad setjast og borda, thá var ég ad meina: "fyrigefdu en thú sérd ad ég er upptekin med gesti, viltu ekki vera svo væn ad fara. Thú ert velkominn ad setjast nidur og spjalla thegar vid erum búin ad borda." Svona er thetta, ég hef í einstaka tilfellum, ekki mørgum, verid heidarlegur og bara bedid fólk um ad fara og thá er ég bara stimpladur villimadur. Svo ad ég lét thad vera í thetta skiptid. en ekki næst.
Þetta hefur verið hörku veisla hjá þér. Við hér bíðum spennt.
Er það svo að þú komir ekkert heim í sumar?
Grettir er kominn til Þýskalands og pabbi þinn enn að taka til í skúrnum.
Ég var að skoða bloggið hans Gumma hans Geira
blogg.central.is/kristjanogsiggi
Mikið dæmalaust geta þeir ferðast og mikið rosalega held ég að það sé gaman hjá þeim.
Þeim finnst peningarnir fjúka ört en ég er nú ekki hissa miðað við allt sem þeir fara og gera. Ég er nú reyndar meira hissa á því að þeir eigi enn einhvern pening.
Post a Comment