Gellerup
Fór í labbitúr í góða veðrinu, með myndavélina sem Sjöfn gaf mér.
Hér bý ég.
Hér bý ég.
Gellerup blokkarhringurinn á góðum degi. Það eru ca. milljón aðrar svona blokkir á svæðinu, sem er þó ekki stærra en 1 ferkílómeter (1 ferkílometer af hreinni illsku). Það búa 10-15.000 manns í Gellerup og Toveshöj blokkahverfinu. Þetta er svoldið Breiðholts.
Í þessari lengju búa um 1000manns. Sagði einhver síld í tunnu.
Hér er svo Hejredalskollegiet, þar sem að ég bý. Þetta eru töluvert minni blokkareiningar en monsterin við hliðina. 24 íbúar á 2 hæðum, í eins herbergis höllum.
Og svo færum við okkur inn á við.
Hæbb, velkominn inn.
Velkomin í Casa Bonita
Hér er allt fyrir hendi, skrifstofa, svefnherbergi, hljómsveitar aðstaða, líkamsræktarstöð og ég veit ekki hvað.
Takk fyrir komuna, verið velkomin aftur.
Bless á meðan.
3 comments:
Gaman að sjá myndir af slotinu. Breiðholtið bliknar í samanburði við fegurð blokka þinna og mannfjölda á ferkílómetra. Gleðilega páska frændi!!!
Gaman að myndunum. Skemmtum okkur konunglega á "Aldrei fór ég suður" á Ísafirði og líka í veislunni hennar Stefaníu á Súðavík. Það er komin ný Kolbrún sem heitir líka María til aðgreiningar frá Stínu Kollu, Mundu Kollu og Kollu Grind. Já, það er sko nóg af Kollunum svo er líka komin eldhúsinnréttingarlína sem heitir Kollaline.
Hæ til baka Eiríkur, ólíkt þer er ég búin að lesa allt bloggið þitt.
Svo ætla ég líka að stela nokkrum áhangendum þínum. http://monsi-fjallakall.blogspot.com/
flott gettó hjá þér. vonandi ekki margir brjálaðir Pólverjar af suðurnesjunum á sveimi
Post a Comment