22 December, 2007

Þessi afgerandi augnablik

Þar sem maður virkilega þarf að hugsa sitt ráð.
Hvað er framhaldið?
Hvernig slepp ég best út úr mínum vandræðum?
Er það sem mig langar mest til að gera akkúrat núna, best, þegar til lengri tíma er litið?

Ég átti eitt slíkt hér snemma í morgun.
Dagurinn byrjaði huggulega, fór á fætur hálfníu, tók bækurnar og settist fram í eldhús til að vekja ekki frúnna.
Mallaði svo einn skammt hafragraut með rúsínum og kaffibolla í eftirrétt.

Stúderaði svo aðeins burðarþolsfræðin.
dúbí dúbí, þetta gengur bara þokkalega.
...og svo, eins og vani er, þá fer hafragrauturinn að banka, og nú búinn að háma í sig kaffi allan morguninn. Þetta er því morgunúrillur, koffínskjálfandi hafraklumpur með illt í huga.
Það er því ekki annað hægt en að skynda sér á götótta hægindastólinn og njóta þess sem koma skal.
Fram til þessa hafði þetta bara gengið vel og væri ekki í frásögur færandi nema...

að sjálfskammtandi sápulögurinn sem sprautar ilmdropum út í mínar dásamlegu hægðir hann smellur í sundur og dettur ofan í klósettið.

blúúbbs

Hvað er til bragðs.
Verkefnið var hafið.
Verkefninu var ekki lokið.

1. klára verkefnið.

  • Það er það sem mig langar mest. Hálffúll hafraklumpur er ekkert minna fúll en heill.
  • Sjálfskammtarinn er í beinni skotlínu. óboj
  • Það er ekki hægt að sturta sjálfskamtaranum.
2. Gera hlé og ná í skammtarann
  • Verkefnið var hafið
  • Sjálfskammtarinn flýtur í ógeðinu.

óboj, óboj, what to do, what to do.

Og svo kemur uppljómunin, ástæðan fyrir því að mannskepnan getur búið til svo dásamlega hluti sem ristað brauð og Guinness í dós. Rökfærsla og samtenging.

Það er ekki hægt að sturta helvítis sjálfskammtaranum og hann flýtur í ógeðinu. Dadara, sem um vopnahlé við morgunúrilla koffínskjálfandi hafraklumpinn, sturta niður, sæki ilmstútinn, þvæ mér um hendurnar og hleypi brúnum.

Stundum er maður alveg ótrúlega útsjónasamur.

hehe.

2 comments:

Anonymous said...

Sögur þínar af hægðum þínum gleðja mann ávallt og létta manni lund í skammdeginu. Ég vona að sápan hafi ekki verið búin þegar þú varst búin að kafa

Anonymous said...

Gleðileg jól frændi. Það er gott hvað maður getur fylgst vel með hægðum þínum þó þú búir í fjarlægu landi. Hafðu það gott kallinn minn yfir hátíðarnar.
Kolla