þegar maður hefur ekkert vesen
þá finnur maður sér bara eitthvað vesen.
Ég er í miðjum próflestrinum og gengur bara vel. Svo vel að gær fór ég út að hlaupa.
Hafði hugsað mér að skokka 5-6km og koma svo við í búðinni á leiðinni heim. Eftir 3km hugsa ég að það gæti nú verið gaman að skokka aðeins lengra. Eiturfrískur og rólegu tempói lulla ég áfram og svo rúlla kílómetrarnir inn.
6km gott tempo, gæti farið hraðar en það er langt eftir.
Í 10km er ég enn frískur og hugsa að það væri nú alveg hægt að bæta nokkrum metrum við. Skokka af stað í áttina að Galten eftir þessum fallaga moldarstíg sem liggur meðfram Brabrand tjörninni. Svo koma 12km og ég er enn á sama tempóinu, þokkalega frískur svo að ég hugsa að ég klári bara hringinn í kringum tjörnina.
Þetta verður svo allt eitthvað þokukennt eftir það.
Það byrjaði að rigna, kom svarta myrkur, stígurinn breytist í drullusvað á 2-3km kafla og í 17km er allt orðið svart, ég hef ekki hugmynd um hvar ég er eða hvaða leið ég á að fara heim. Það er skítakuldi og maður kominn með krampa í lappirnar. Að lokum kom ég heim eftir 22km skokktúr.
Með viðkomu í nettó þar sem fyllt var á nammibirgðirnar.
Og svo var ég að vakna núna eftir 12 tíma svefn, þá er maður klár í lærdóminn aftur.
5 comments:
Það borgar sig ekki að vera of duglegur, Eiríkur minn.
Hér á Íslandi er klukkan að verða sjö og við ætlum að fara að borða lambakótilettur. Svínakvótinn búinn fyrir þetta árið. Ætli við fáum okkur ekki bara fisk á morgun.
Stefanía er búin að opna síðuna hans Ámundar aftur til að allir fái séð litlu dömuna sem fæddist 28. des.
Þið voruð bæði að puða þið Stfanía.
Gleðilegt ár.
Sýningin var frekar stutt í ár.
Þetta er þokkalegt skokk maður, þú ert alveg kreis og ég sem státa mér af 7kílómetrunum sem ég tók um árið og hafið mikið fyrir !! þú ert ekkert í smá góðu formi
Og allan tíman hugsaðiru "allt annað en að læra,
allt annað en að læra,
allt annað en að læra,
allt annað en að læra,
allt annað en að læra,
allt annað en að læra..."
Nei þetta er náttúrulega bara bull. Held ég verði nú bara að slá þig létt utan undir þegar ég kem aftur til Árósa í febrúar. Ég meina það hleypur enginn 22 km svona eiginlega óvart. Eg hef bara virkilega áhyggjur af þessu. :-)
Allt annað en að læra
nákvæmlega
Post a Comment