dúbí dúbí
fór í vinnuna í gær
skrúfaði nokkrar skrúfur.
kveikti svo á tölvunni og fór að lesa útboðsgögn.
Verkefnið felst í að gera útboðsgögn fyrir viðvörunarkerfi fyrir olíudreifingarstöð /olíuuppdælingarstöð á lítilli eyju suður í Quatar.
Quatar er eitt af ríkari löndum í heiminum. Fullt af olíu, dópi og lauslátum kellingum.
Og þeir eiga Íran sem nágranna, þeir eru pínulítið smeikir við að Íranir komi og hertaki litlu eyjuna þeirra.
Þess vegna vilja þeir hafa eitthvert ægilegt kerfi sem vakir yfir hverjum einum og einasta sentimetra. kúl nok.
alltaf gaman af svona æfingum.
Svo að ég les bara gögnin og teikna myndir.
aðallega skrípó, andrés önd og svona.
svo erum við byrjuð á jólasveinaleiknum hér á kollegíinu. alltaf gaman að því.
Jólasveinaleikurinn felst í því að maður fær úthlutað "vini" sem maður þarf svo að sjá um í desember mánuði. Maður getur verið krútt, og gefið súkkulaði eða svín hehe... sem er miklu skemmtilegra.
Þetta hefur nú farið rólega af stað núna. það versta sem ég hef gert núna er að binda hluta af innvolsinu í skápnum hjá mínum vini þannig að þegar hún opnaði skápinn þá hrundu tepokar og dótarí út og... MÚHAHA
og svo er ég með fullt af hugmyndum MÚHAHA
1 comment:
Kvikindislegur jólasveinn
Post a Comment