Dagbókarfærsla: Klakamótið 2007
Athugið hér er á ferðinni dagbókarfærsla ekki gamansaga, þetta er bara einhver runa.
Ég fór í fótbolta um daginn.
Notaði heila helgi í það.
Fór á klakamótið, dadara. Klakamótið er árleg íþróttasamkoma íslenskra karlmanna búsettra í Danmörku og nágrenni. Og þarna var Jón mættur, og þarna var Sigurður mættur, og Gummi og Jói, og Bubbi og Frikki. Þarna mætist alveg hellingur af fólki og maður getur verið viss um að hitta einhvern sem maður hefur ekki séð lengi og átti síst von á að hitta þarna.
Meðal annars var þarna ungur maður úr Hafnarfirðinum, sem ég þekki ekki og átti alls ekki von á að hitta. Man ekkert hvað hann heitir eða hver hann er, en hann var í Víðistaðaskóla á sama tíma og ég, líklega einum árgangi á undan. Þegar ég mæti til Horsens á föstudagskvöldið kl. átta þá tekur hann á móti okkur á 4. hæðinni og er að gera sig tilbúinn til að skúra gólfið, með andlitinu. Þá hafði hann ásamt öðrum Kaupmannahafnarbúum tekið langferðabíl fyrr um daginn og voru þeir alveg gjörsamlega á sneplunum þegar hér var komið við sögu.
Sem betur fer gerði ég mér grein fyrir því að þeim gæti maður ekki náð, svo að ég fór á skólapöbbinn með nokkrum úr mínu liði. Einn þeirra hann Andri gat nú ekki hugsað sér að vera eftirbátur Köbverja og var á góðri leið með að ná þeim. Ég var ekki í sömu hugleiðingum á þessu tímabili þannig að ég skrapp í heimsókn til Hilla og kíkti á Hilmlöfu frænku.
Hún er voða sæt.
Hilmar er vænn drengur og góður gestgjafi (og Ólöf líka), og svo fór að fljótlega eftir að ég geng út úr íbúðinni þeirra þá er ég orðinn eilítið ruggandi, glaður og graður.
Dadara út á skólapöbb aftur og hitta böddíana.
....engir böddíar...allir farnir niður í bæ.
dadara niður í bæ.
Jæja svo er maður kominn niður í bæ og heldur að það sé nú ekki svo erfitt að finna einn af þessum 150 íslendingum á röltinu, en ekkert gerist.
Svo eftir nokkra bjóra og eitthvað fylleríissnakk þá held ég heim á leið.
Og þar sem að maður er nú ekki í fyrsta skipti fullur í framandi landi þá er maður það rútíneraður að maður veit nákvæmlega hvar maður á að gista. Svo ég dreg upp miðann með nafninu á skólanum þar sem við gistum.
Undskyld mine damer og herrer men hvar er Vejlby skole.
?????Vejlby skole, det ved jeg sku ikke.
Og svo prófum við aftur.
Hvar er Vejlby skole?
Vejlby, er það ekki í árósum.
Og svo eftir nokkrar mínútur af skoðanakönnun í miðbæ Horsens þá kemst ég að því að ég hef skrifað einhverja helvítis vitleysu niður. Nú eru góð ráð dýr, klukkan orðin rúmlega fimm, síminn batteríislaus, ég á enga vini og veit ekki hvar ég á heima.
Ég hafði svona grófa hugmynd um í hvaða átt ég átti að halda þannig að af stað arka ég og hitt fljótlega nokkra pilta sem eru í sömu hugleiðingum, nema á leið í þveröfuga átt.
Nú eru góð ráð dýr, annað hvort að labba í rétta átt eða snúa við og fylgja íslensku dátunum. Sú mest lógíska lausn var valin og snúið við. Eftir nokkrar mínútur er ég búinn að átt mig á því að við erum á leiðinni út úr bænum og það sem betra er ég er búinn að grafa upp nafnið á skólanum. Veifað til næsta leigara og keyrt upp á hótel.
Klukkan er 9:30. Ég er minnst þunnur af liðinu, fyrir utan þá sem voru að koma.
9:35 Framherjinn grætur, kallar á mömmu sína, vill fara heim.
9:38 Framherjinn opnaði augun, sá að hægri kantur hafði það verra. Dreif sig á fætur til að pína hann.
9:42 Hægri kantur orgar af sársauka þegar vinstri bakvörður vekur hann með ljúfu klappi.
9:45 vinstri bakvörður er kominn í stuð og er að vinna í því að vekja hann Valla.
Valli neitar að fara á fætur.
Valli er ekki í liðinu.
Hver er Valli?
Fljótlega spyrst út að það sé verið að leita að Valla.
Hvar er Valli?
Valli slapp ekki þó hann hefði falið sig í herberginu okkar.
10:10 komnir út á völl og leikur að hefjast. þetta er meiriháttar.
10:25 varamaðurinn er lagstur í fósturstellingu á hliðarlínunni, ætlar aldrei að spila fótbolta aftur.
brrrr þetta verður erfitt.
Komst svo í 8 liða úrslit. Sem þýddi að við spiluðum á sunnudeginum líka. óboj.
Þetta líktist bílastæðinu fyrir rúturnar frá Þórsmörk eftir 1.helgina í júlí.
Eintóm hamingja.
Þá er maður búinn að fara á þrjú klakamót og næsta mót verður hér í Árósum þannig að þau verða fjögur.
gaman gaman.
3 comments:
Hvernig er ökklinn?
Úff það er erfitt að vera atvinnu drykkjumaður
Það verður einhver að taka það að sér. Ekki drekkur ölið sig sjálft.
ökklinn er allur að koma til. ég fer út að hlaupa á morgun, svona til að prófa virknina.
Post a Comment