10 April, 2007

Sjöfn á bráðum afmæli

og þá á ég líka bráðum afmæli.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað mig langar í, í afmælisgjöf, og ég held að mig vanti íslenska bók, einhverja góða skáldsögu. Ég er aðeins byrjaður að tapa íslenskunni og þarf að fara að æfa mig.

Sömuleiðis þyrfti ég líka danska bók, því eftir að ég fór að einbeita mér að íslensku aftur þá á ég í erfiðleikum með dönskuna. Ég er eiginlegasta barasta rimelig fukked.

6 comments:

Anonymous said...

Ég ætla að senda þér Laxnes til að rugla þig enn frekar í ríminu ;o)
Kyss kyss xxxxxxxx

Anonymous said...

Sjöfn verður í Ameríku á afmælinu og ég gleymdi alveg að hugsa um það að þið svona margfullorðin hefðuð áhuga á afmælisgjöfum.
Einbeittu þér bara að dönskunni þar til þú flytur heim. Þú verður enga stund að rifja upp íslenskuna.

Anonymous said...

Ég er ekki viss um að það sé góð hugmynd því að þá er ég heimskur á tveimur tungumálum.

Það er nefnilega merkilegt að maður þarf að geta flett upp í orðaforðanum og ef maður man orðið á engu tungumáli þá getur maður ekki sagt það.

En sagan er þannig að í febrúar þá fann ég að ég var orðinn lélegur í íslensku, vantaði orðaforða, var með vitlausa málfræði og svoleiðis. Svo að ég rauk í gang með varnaraðgerðir, byrjaði aftur í fótboltanum og talaði meiri íslensku. Það gekk eftir en þá fór fólk að spyrja hvað væri í gangi því að danskan var orðinn lélegri. Svo að núna er ég aftur kominn í dönskuherferð.

Anonymous said...

Já, það er margt mannanna bölið.

Anonymous said...

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Eiríkur, hann á afmæli í dag.

I dag er det Eriks fødselsdag, hurra hurra hurra.

Innilega til hamingju með daginn frændi. Njóttu þess að vera enn undir þrítugu.

Kolla og fjölskylda

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið aftur Eiríkur minn kær.

Eitt þurfa nú þessar systur að fara að læra: Maður er aldrei of fullorðinn fyrir gjafir! Þannig að Herdís mín, ég mun ávalt taka glaður á móti gjöfum frá þér :-)

Ég get svo vottað það að íslenskan hans Eiríks er orðinn svakalega döpur, dönsku sletturnar og kokhljóðin streyma úr munnvikinu. Reyndar skánar þetta til muna eftir 2 öllara þannig að kannski er þetta bara spurning um að fá sér meiri öl.