úha
Ég fór út að hlaupa í dag, fann nauthólsvíkurstíginn. Þar sem fólk þykist vera að hlaupa en er bara sýna stinnan rassinn og skoða aðra rassa. Svo skokkaði ég niður í bæ og í gegnum almenningsgarðinn, þar skokkar enginn. Nema ég, úha, blómin eru farinn að springa út í sumarblíðunni. Eftir nokkuð karlmennskulegt hlaup í gegnum garðinn, kassinn út, herpa rasskinnarnar saman, stút á munninn og ekki anda nema á fimm mínútna fresti, tók ég á rás heim á leið. Þá skokkaði ég í gegnum huggulegt hverfi, en hús hafa ekki mjög hvetjandi áhrif, þannig að nú fór minn að þreytast. Koma svo Eiríkur, bara tvær mínutur að gatnamótunum og svo tvær heim að næstu. Hver er sterkastur, Eiki. Hver er fljótastur, Eiki. Hver ætlar að hlaupa rest...
Og svo komst ég heim, alveg að niðurlotum kominn, eftir tæplega 15km skokk, það sem maður gerir ekki fyrir sæta rassa.
En hér er ný uppskrift, virkilega góð.
1 dós kókosmjólk
1/2 dós ananasbitar
300g kjúklingur í bitum.
200g hrísgrjón
1 laukur
2 gulrætur fyrir litinn.
nokkrir sveppir
kjúklingur steiktur, kryddaður með chili eða einhverju öðru eitri. Ég hafði hann virkilega sterkan því að kókosinn og ananasinn eru svo sætir.
Laukur, sveppir og gulrætur settar út í og steiktar með.
Ananas og kókos helt yfir.
Hrísgrjónin soðinn og helt út í.
Þetta tókst merkilega vel, svona sterkt sætt jumsi gumms. Dugir fyrir ca. þrjá fullorðna.
Svo var ég með eitthvað fleira en er alveg búinn að gleyma því hverju ég blandaði saman, þar.