Litli Drengur Eiríks og Elínarson
Það var eitt gott laugardagskvöld, Barnaby löggimann var búinn að ná þrjótnum. Stórhættulegt glæpakvendi sem píndi og myrti fólk til að ná sér í nokkra aukapeninga. Hún hafði viljað fara í sólarlandaferð, en aldrei átt næga peninga. eða eitthvað álíka. Enskir smábæir eru líklega hættulegustu búsvæði sem maður finnur. Um kvöldið var Elín ekki viss hvort að það væri allur æsingurinn í Barnaby eða hríðir sem væru að trufla hana svo að við fórum nú bara að sofa. Réttara væri að segja að ég fór að sofa og Elín undi mér það, blessunin ;) Elín svaf lítið um nóttina en ég, svo þungsvæfur sem ég er, var alveg klár á því að þetta væri nú bara en ein pirringsnóttin þar sem litli sveinn léti aðeins á sér kræla en færi svo aftur í felur. Ég svaf þokkalega, gerði nokkrar aumkunarverðar tilraunir til samúðarklapps en var ekki til stórræðanna tiltækur. Um hálfsex var nú ekki lengur vafi á hvað væri í vændum svo að við fórum á fætur og fengum okkur morgunmat. Rúmlega sex fór vatnið og hríðarnar vour orðnar óþægilegar. Við hringdum á sjúkrahúsið og þar sem að vatnið var svoldið grænt, þá sögðu þau okkur að kíkja við. Leigubílstjórinn mætti á svæðið, nánast grænn af stressi og brunaði af stað. Okkur fannst nú nóg um þegar hann skrúfaði niður rúðuna og byrjaði að væla eins og sírena....væææææííííílllll (eða þannig, hann var nú ekki alveg svo stressaður). Við komum á sjúkrahúsið tíu mínútur í átta og þá var fæðingin þegar farinn að taka óbærilega á mér, ég vældi eins og smákrakki í hvert sinn sem Elín kveinkaði sér. Elín stóð sig þó eins og hetja þrátt fyrir snöktið í kallinum. Hún missti aðeins móðinn þegar að, eftir 2 tíma í óbærilegum sársauka, hún fékk að vita allt væri enn í startholunum. Nú hef ég lofað að vera ekki með einhverjar stórkostlegar lýsingar, en ef einhver er fædd til að eiga börn þá er það Elín, 0-9 á einum og hálfum tíma. Sunnudaginn 26.júlí klukkan 11:37 kom sonur í heiminn. Eftir stífa en stutta törn á fæðingardeildinni stökk guttinn út, krumpaður, fjólublár og krúttlega ljótur. Fallegasta fjólubláa rúsína sem ég hef séð.
Litli Drengur nokkurra stunda gamall.
Litli Drengur með móður sinni á þriðja degi.
Afrekslisti:
Þetta er gáfaðsta barn sem að ég hef hitt, og nú þegar er hann búinn að:
pissa, prumpa, ropa og freta
pirrast, orga og væla
brosa, æla og brjóstin éta
búmmelúmma og gæla
Eftirmáli:
Hann hefur það gott, hann sefur núna í sófanum með mér á meðan ég skrifa tilkynningar. Mamman fékk leyfi til að leggja sig aðeins. Ég býst við að hann vakni fljótlega. Hann hefur nú sofið óralengi, rúmlega tvo tíma :þ Þegar hann hefur það gott þá höfum við það líka gott. Elín er þreytt, skiljanlega hefur nánast ekki sofið síðustu fjóra sólarhringa. Við erum svo heppin að við fáum ómetanlega hjálp frá Ingrid, mömmu Elínar, sem kom í heimsókn til að kíkja á fyrsta barnabarnið koma í heiminn. Bið að heilsa, takk fyrir kveðjurnar og hafið það gott.
13 comments:
Þið eruð sætust krúttin ykkar. Hvílið ykkur vel á meðan tækifæri gefst. Þetta er engin smá hraði í útvíkkun maður, hlutirnir eru bara massaðir það þýðir ekkert annað. Dugnaðarforkur hún konan þín....já og þú auðvitað líka að þrauka þessa verki :o) knús
Til hamingju enn og aftur bæði tvö með þennan myndarlega son, gullfallegur drengurinn.
Gangi ykkur öllum vel.
Mikill sjarmör sá litli. ALGJÖR HJARTAKNÚSARI. Frábær fæðingarsaga..
Kær kveðja Stína
Til lukku með þetta aftur þið þrjú og að rúsínan sé róleg.
Innilegar hamingjuóskir, líka frá Grétu sem er í afmæliskaffi hjá Þóreyju. Það er sama kveðja frá öllum hinum þ.e. Önnu, Daddý, Dröfn, Kiddu og öllum krökkunum.
Skemmtileg fæðingarsaga. Til hamingju enn og aftur. Hlakka til að hitta stubbinn.
Hæ, sæti frændi og Eiríkur og Elín. Ég er hjá afa og ömmu í Heiðvanginum, en Herdís Eik er farin heim með pabba. Við ætlum í sumarbústað á morgun í Árnesi. Mamma er að vinna í bankanum en hún ætlar svo að eiga frí.
Til hamingju krúttin mín öll þrjú :) amma Dída er búin að skoða myndirnar og lesa textann með mér og við skemmtum okkur vel. vel skrifað! mamma naut þess að vera á seglskútunni í fríi. kær kveðja amma dída, sjöfn og thor :)
ps. Lilja Ómars var að eignast son í morgun og allt gekk vel :)
Sonur Lilju fæddist kl.sex í morgun 3600 gr og 54 cm svo hún slær ykkur við.
En hann er fallegur drengurinn ykkar og það væri ekkert verra að fá að sjá fleiri myndir.
Það er verslunarmannahelgin og allir útúr bænum nema við og nokkrir aðrir. Grettir var að fara að hjóla með Jökli.
Algjör blíða úti
Innilega til hamingju með Sony litla Eriksson. Hlökkum til að hitta litla frænda, vonandi sem fyrst. Bestu kveðjur til Elin og stórt knús á ykkur öll.
Kolla, Svenni og co.
27 July, 2009 02:17
Velkominn í veröldina litli frændi....glæsileg frammistaða hjá henni mömmu þinni (það verður erfitt að toppa þennan fæðingarhraða) og pabbi þinn virðist vera í góðum í gír í pabba-hlutverkinu. Vona að allt sé í lukkunnar standi og þið njótið samvistanna og hvílið ykkur reglulega...því það verður meira fjör í þér þegar framlíða stundir.....
kv. Guðný Anna og Eyþór
Ég skrifaði svo flottan texta í gær en hann vildi ekki fara. Ég ætlaði bara að segja þér að ég kíki alltaf reglulega á myndirnar og sé bara alltaf þær sömu vonandi sé ég nýjar myndir næst þegar ég kíki.
Ætlaði líka að segja þér, að þið getið fengið skírnarkjól hjá mér lánaðan ef þið ætlið að láta skíra.
Bestu kveðjur
Kolla Guðm.
Ég kíki líka reglulega en myndirnar láta ekki á sér kræla. Er búið að nefna gaurinn?
Post a Comment